„Ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk“ Árni Gísli Magnússon skrifar 2. maí 2024 20:50 Þróttarkonur steinlágu fyrir Söndru Maríu Jessen sem hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. VÍSIR/VILHELM Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Þrótti í Boganum í þriðju umferð Bestu deildar kvenna og er nú komin með sjö mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og má til með að brosa. „Mjög ánægð með sigurinn, vorum með góð völd á þessum leik þannig við förum sáttar heim. Hendum okkur í einn börger og njótum í kvöld“, sagði fyrirliðinn ánægður strax að leik loknum. Þróttur skoraði sárabótarmark á fjórðu mínútu uppbótartíma og fannst Söndru það óþarfi. „Mér fannst það óþarfi, mér fannst við alveg með þetta og óþarfi, leiðinlegt að enda þetta með marki hjá þeim en sigur er sigur og við förum sáttar heim.“ Sandra hefur, eins og fyrr segir, skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og getur ekki annað en verið sátt með sjálfa sig en var þó hógvær. „Að sjálfsögðu er maður ánægður en þetta er náttúrulega alltaf liðsframmistaða, liðsárangur, það þarf fleiri en einn til að skora mörk en auðvitað er alltaf gaman að skora og ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk.“ Þór/KA vann 4-0 útisigur gegn FH í síðustu umferð og í dag kom sterkur sigur gegn Þrótti, en hvað er að ganga vel hjá liðinu? „Mér finnst við bara vera nýta okkar styrkleika rosalega vel, gera það sem við gerum vel oft og á sama tíma erum við að nýta veikleika hjá liðunum til þess að skapa og gerum það sem við gerum mjög vel.“ Í seinni hálfleik komu þónokkrar ungar uppaldar stelpur inn á í liði Þór/KA sem er alltaf gaman að sjá og ekkert nýtt af nálinni fyrir norðan. „Mér fannst rosalega gott og flott hjá liðinu að hafa landað þessum sigri og það er magnað hvað það er mikið af heimastelpum og hvað við erum að gera þetta vel. Við erum rosalega stoltar af okkar stelpum, það er mikið ef efnivið hérna fyrir norðan.“ Ung dóttir Söndru mætir á alla heimaleiki liðsins og fékk að vera í fanginu á mömmu sinni á meðan viðtali stóð og segir Sandra að hún gefi sér auka kraft á vellinum. „Jú að sjálfsögðu, það er ekkert betra en að fá hana í fangið þegar leikurinn er búinn, sama hvort maður vinnur eða tapar“, sagði Sandra að lokum, stolt af sinni dömu. Besta deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Mjög ánægð með sigurinn, vorum með góð völd á þessum leik þannig við förum sáttar heim. Hendum okkur í einn börger og njótum í kvöld“, sagði fyrirliðinn ánægður strax að leik loknum. Þróttur skoraði sárabótarmark á fjórðu mínútu uppbótartíma og fannst Söndru það óþarfi. „Mér fannst það óþarfi, mér fannst við alveg með þetta og óþarfi, leiðinlegt að enda þetta með marki hjá þeim en sigur er sigur og við förum sáttar heim.“ Sandra hefur, eins og fyrr segir, skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og getur ekki annað en verið sátt með sjálfa sig en var þó hógvær. „Að sjálfsögðu er maður ánægður en þetta er náttúrulega alltaf liðsframmistaða, liðsárangur, það þarf fleiri en einn til að skora mörk en auðvitað er alltaf gaman að skora og ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk.“ Þór/KA vann 4-0 útisigur gegn FH í síðustu umferð og í dag kom sterkur sigur gegn Þrótti, en hvað er að ganga vel hjá liðinu? „Mér finnst við bara vera nýta okkar styrkleika rosalega vel, gera það sem við gerum vel oft og á sama tíma erum við að nýta veikleika hjá liðunum til þess að skapa og gerum það sem við gerum mjög vel.“ Í seinni hálfleik komu þónokkrar ungar uppaldar stelpur inn á í liði Þór/KA sem er alltaf gaman að sjá og ekkert nýtt af nálinni fyrir norðan. „Mér fannst rosalega gott og flott hjá liðinu að hafa landað þessum sigri og það er magnað hvað það er mikið af heimastelpum og hvað við erum að gera þetta vel. Við erum rosalega stoltar af okkar stelpum, það er mikið ef efnivið hérna fyrir norðan.“ Ung dóttir Söndru mætir á alla heimaleiki liðsins og fékk að vera í fanginu á mömmu sinni á meðan viðtali stóð og segir Sandra að hún gefi sér auka kraft á vellinum. „Jú að sjálfsögðu, það er ekkert betra en að fá hana í fangið þegar leikurinn er búinn, sama hvort maður vinnur eða tapar“, sagði Sandra að lokum, stolt af sinni dömu.
Besta deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira