Gáttaðar á því að fyrirliði Víkings var settur á bekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 14:00 Selma Dögg Björgvinsdóttir missti sæti sitt í byrjunarliðinu og sérfræðingar Bestu markanna voru hissa á því. Vísir/Diego Víkingskonur eru þegar búnir að missa einn fyrirliða frá sér á vormánuðunum þegar Nadía Atladóttir fór í Val og í annarri umferð Bestu deildarinnar var fyrirliði liðsns settur á varamannabekkinn. Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum voru gáttaðir á þessu. Víkingskonur unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í sínum fyrsta leik í efstu deild í 41 ár en gerðu svo 2-2 jafntefli við Fylki í annarri umferðinni í Bestu deildinni um helgina. Sérfræðingar Bestu markanna bentu á það að fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, var sett á bekkinn fyrir Fylkisleikinn. Hún kom svo inn á völlinn snemma í seinni hálfleiknum. Í stað Selmu bar hin sautján ára gamla Bergdís Sveinsdóttir fyrirliðabandið í leiknum eða þar til að Selma kom inn á völlinn. „Það vakti athygli okkar byrjunarlið Víkings. Selma fyrirliði ekki þar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Fyrirliði Víkings sett á bekkinn „Hann setur Töru (Jónsdóttir) og Huldu (Ösp Ágústsdóttir) inn í byrjunarliðið sem eru bara fínir leikmenn. Hann tekur fyrirliða sinn út úr liðinu og Freyju Stefánsdóttur sem er búin að vera að spila hægri væng hjá þeim. Kom reyndar inn á sem senter,“ sagði Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum Mér finnst það rosalega sérstakt „Hann tekur fyrirliða sinn úr liðinu og setur þessar tvær inn á völlinn á 55. mínútu. Mér finnst það rosalega sérstakt. Á þessum tímapunkti komandi inn í mótið, af hverju ertu ekki spila sterkasta liðinu þínu? Þessir tveir leikmenn voru augljóslega ekki meiddir og á bekknum af þeim ástæðum,“ sagði Bára. „Var ætlunin að hvíla þær eða gefa einhverjum öðrum mínútur. Mér finnst þetta rosalega áhugavert. Freyja er ungur leikmaður, allt í lagi, en fyrirliðinn finnst mér persónulega mjög spes,“ sagði Bára. Driffjöðurin á miðjunni „Selma er líka mikill driffjöður á þessari miðju,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Þær eru sammála því að Selma ætti að vera fyrst á blaði þegar þjálfari Víkings velur byrjunarlið sitt. „Ég velti því fyrir mér hver hugsunin sé þarna á bak við. Er það til þess að gefa hinum leikmönnunum mínútur? Er þetta vanmat? Hvar liggur þetta,“ spurði Bára. „Þetta er líka svolítið sérstakt af því að þetta er nýliðaslagur. Hefði Víkingur unnið þennan leik þá væru þær strax komnar með fimm stiga forskot á hina nýliðana í Fylki. Eins og við vitum þá eru nýliðar oft í vandræðum á fyrsta ári þótt að öðrum sé jafnvel spáð falli,“ sagði Helena. Spes fyrir þetta lið „Ég er bara hálfgáttuð á því að Selma hafi ekki byrjað. Ég væri til í að vita hvort hún hafi verið að glíma við einhver meiðsli í aðdragandanum því mér finnst þetta það skrýtið,“ sagði Mist. „Það er þá svo skrýtið að koma þá inn þegar það er eiginlega heill hálfleikur eftir. Þá ertu ekki það mikið meidd. Þetta er spes fyrir þetta lið,“ sagði Bára. Það má sjá þessa umræðu þeirra hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Víkingskonur unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í sínum fyrsta leik í efstu deild í 41 ár en gerðu svo 2-2 jafntefli við Fylki í annarri umferðinni í Bestu deildinni um helgina. Sérfræðingar Bestu markanna bentu á það að fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, var sett á bekkinn fyrir Fylkisleikinn. Hún kom svo inn á völlinn snemma í seinni hálfleiknum. Í stað Selmu bar hin sautján ára gamla Bergdís Sveinsdóttir fyrirliðabandið í leiknum eða þar til að Selma kom inn á völlinn. „Það vakti athygli okkar byrjunarlið Víkings. Selma fyrirliði ekki þar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Fyrirliði Víkings sett á bekkinn „Hann setur Töru (Jónsdóttir) og Huldu (Ösp Ágústsdóttir) inn í byrjunarliðið sem eru bara fínir leikmenn. Hann tekur fyrirliða sinn út úr liðinu og Freyju Stefánsdóttur sem er búin að vera að spila hægri væng hjá þeim. Kom reyndar inn á sem senter,“ sagði Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum Mér finnst það rosalega sérstakt „Hann tekur fyrirliða sinn úr liðinu og setur þessar tvær inn á völlinn á 55. mínútu. Mér finnst það rosalega sérstakt. Á þessum tímapunkti komandi inn í mótið, af hverju ertu ekki spila sterkasta liðinu þínu? Þessir tveir leikmenn voru augljóslega ekki meiddir og á bekknum af þeim ástæðum,“ sagði Bára. „Var ætlunin að hvíla þær eða gefa einhverjum öðrum mínútur. Mér finnst þetta rosalega áhugavert. Freyja er ungur leikmaður, allt í lagi, en fyrirliðinn finnst mér persónulega mjög spes,“ sagði Bára. Driffjöðurin á miðjunni „Selma er líka mikill driffjöður á þessari miðju,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Þær eru sammála því að Selma ætti að vera fyrst á blaði þegar þjálfari Víkings velur byrjunarlið sitt. „Ég velti því fyrir mér hver hugsunin sé þarna á bak við. Er það til þess að gefa hinum leikmönnunum mínútur? Er þetta vanmat? Hvar liggur þetta,“ spurði Bára. „Þetta er líka svolítið sérstakt af því að þetta er nýliðaslagur. Hefði Víkingur unnið þennan leik þá væru þær strax komnar með fimm stiga forskot á hina nýliðana í Fylki. Eins og við vitum þá eru nýliðar oft í vandræðum á fyrsta ári þótt að öðrum sé jafnvel spáð falli,“ sagði Helena. Spes fyrir þetta lið „Ég er bara hálfgáttuð á því að Selma hafi ekki byrjað. Ég væri til í að vita hvort hún hafi verið að glíma við einhver meiðsli í aðdragandanum því mér finnst þetta það skrýtið,“ sagði Mist. „Það er þá svo skrýtið að koma þá inn þegar það er eiginlega heill hálfleikur eftir. Þá ertu ekki það mikið meidd. Þetta er spes fyrir þetta lið,“ sagði Bára. Það má sjá þessa umræðu þeirra hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira