Úthvíld ríkisstjórn? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. apríl 2024 13:31 Eftir að Katrín Jakobsdóttir steig úr stóli forsætisráðherra hefur taktur ríkisstjórnarinnar snögglega breyst. Ríkisstjórnarsamstarf sem einkennst hefur af því að ekki hefur verið hægt að taka ákvarðanir hefur nú vaknað til lífsins undir forystu Bjarna Benediktssonar. Í ljós kemur að þessi ríkisstjórn er hættuminni rænulaus en eftir að hún komst til meðvitundar. Á nokkrum dögum hefur þrennt gerst: 1. Auðlindir í fjörðum landsins afhentar fyrirtækjum Glænýr matvælaráðherra Vinstri grænna hóf leika á því að flytja frumvarp um að afhenda fiskeldisfyrirtækjum auðlindir í fjörðum landsins til frambúðar. Þetta er sögulega vond byrjun hjá nýjum ráðherra. Hún bendir núna á embættismenn sína og segir að frá þeim hafi þessi vonlausa hugmynd komið. Það er hæpið enda er þessi útfærsla á skjön við aðra lagasetningu um nýtingarrétt á auðlindum. Núgildandi lög um fiskeldi hafa veitt tímabundin leyfi til fyrirtækja. Í orkulögum er talað um tímabundin leyfi. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu eru veitt tímabundin leyfi. Og í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð var talað um að tímabinda atvinnuleyfi í náttúruauðlind hálendisins. Á þessari reglu er ein stór undantekning. Útgerðirnar hafa fengið ótímabundinn rétt varðandi fiskinn í sjónum. Og um það snýst þetta mál: Vilji ríkisstjórnarinnar stendur til að gefa fiskeldisfyrirtækjum varanlegan rétt yfir auðlindunum í fjörðum landsins. Flokkarnir hafa allt þeirra samstarf varið óbreytt ástand hvað sjávarútveginn varðar og núna er ætlunin að bæta fiskeldinu undir sama hatt. 2. Lögleg verðsamráð Sami matvælaráðherra hefur líka varið þá ákvörðun að taka samkeppnislög úr sambandi í skjóli nætur hvað varðar búvörur. Hagsmunir neytenda af samkeppni viku þar snarlega fyrir hagsmunum Kaupfélags Skagfirðinga. Og ráðherrann gerir reyndar betur: Hún segir ekkert tilefni til að kanna hvers vegna þetta frumvarp úr hennar eigin ráðuneyti gjörbreyttist og varð að allt öðru máli en ætlun stóð til í upphafi. Hún ver lagasetninguna þrátt fyrir að hvergi sé gengið jafn langt í að skapa möguleika á einokun. 3. Armslengdinni slátrað Þriðja atriðið er að nýr fjármálaráðherra hefur kynnt frumvarp um að ráðherra annist núna sölu á Íslandsbanka. Í kjölfar klúðursins við síðasta hluta sölu bankans sendi ríkisstjórnin út sérstaka fréttatilkynningu um að Bankasýslan yrði lögð niður. Fyrir vikið er enginn opinber aðili sem getur annast söluna. Bankasýslan nýtur augljóslega ekki trausts ríkisstjórnarinnar til að selja en nýtt sölufyrirkomulag hefur ekki verið undirbúið. Stjórnin er of sundruð til þess að standa við loforðið um að koma á fót nýju faglegu fyrirkomulagi fyrir sölu bankans. Niðurstaðan virðist þess vegna vera sú að það sé best að Framsóknarflokkurinn sjái um þessa tugmilljarða sölu. Engin armslengd heldur sjálfur armur ráðherrans. Skildi nokkur manneskja gagnrýni eftirlitsaðila á þann hátt að vænlegast væri fyrir hagsmuni almennings að láta formann Framsóknar annast söluna á þessari eign almennings? Ríkisstjórn með forsætisráðherra í fararbroddi nýtur ekki trausts hjá landsmönnum til að annast söluna sjálf. Vandinn er staða ríkisfjármála á vakt ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin glímir við afleiðingar þess að reka ríkissjóð í mínus sama hvernig árar. Lántökur ríkisins eru dýrar og fjármunir af sölunni eru ríkissjóði því mikilvægir. En það verður að tryggja trúverðuga umgjörð um söluna. Markmiðið er að fá gott verð fyrir bankann og ekki síður að staðið sé að sölunni þannig að ekki þurfi að fara í margra mánaða úttektir á vinnubrögðum í kjölfarið. Það er mikið almannahagsmunamál að hér verði vandað til verka og að salan verði ekki menguð af hagsmunaárekstrum eins og sú síðasta. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni Ríkisstjórnin virðist nú vera vöknuð af sjö ára löngum blundi. Í ljós kemur að hún er betri sofandi en vakandi. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er að verja almannahagsmuni fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari en almannahagsmunirnir. Þar hefur ríkisstjórnin snúið hlutverki sínu á haus og gefið hraustlega í undanfarna daga. Þess vegna er svo mikið almannahagsmunamál að ríkisstjórnin fái gott frí frá frekari störfum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir að Katrín Jakobsdóttir steig úr stóli forsætisráðherra hefur taktur ríkisstjórnarinnar snögglega breyst. Ríkisstjórnarsamstarf sem einkennst hefur af því að ekki hefur verið hægt að taka ákvarðanir hefur nú vaknað til lífsins undir forystu Bjarna Benediktssonar. Í ljós kemur að þessi ríkisstjórn er hættuminni rænulaus en eftir að hún komst til meðvitundar. Á nokkrum dögum hefur þrennt gerst: 1. Auðlindir í fjörðum landsins afhentar fyrirtækjum Glænýr matvælaráðherra Vinstri grænna hóf leika á því að flytja frumvarp um að afhenda fiskeldisfyrirtækjum auðlindir í fjörðum landsins til frambúðar. Þetta er sögulega vond byrjun hjá nýjum ráðherra. Hún bendir núna á embættismenn sína og segir að frá þeim hafi þessi vonlausa hugmynd komið. Það er hæpið enda er þessi útfærsla á skjön við aðra lagasetningu um nýtingarrétt á auðlindum. Núgildandi lög um fiskeldi hafa veitt tímabundin leyfi til fyrirtækja. Í orkulögum er talað um tímabundin leyfi. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu eru veitt tímabundin leyfi. Og í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð var talað um að tímabinda atvinnuleyfi í náttúruauðlind hálendisins. Á þessari reglu er ein stór undantekning. Útgerðirnar hafa fengið ótímabundinn rétt varðandi fiskinn í sjónum. Og um það snýst þetta mál: Vilji ríkisstjórnarinnar stendur til að gefa fiskeldisfyrirtækjum varanlegan rétt yfir auðlindunum í fjörðum landsins. Flokkarnir hafa allt þeirra samstarf varið óbreytt ástand hvað sjávarútveginn varðar og núna er ætlunin að bæta fiskeldinu undir sama hatt. 2. Lögleg verðsamráð Sami matvælaráðherra hefur líka varið þá ákvörðun að taka samkeppnislög úr sambandi í skjóli nætur hvað varðar búvörur. Hagsmunir neytenda af samkeppni viku þar snarlega fyrir hagsmunum Kaupfélags Skagfirðinga. Og ráðherrann gerir reyndar betur: Hún segir ekkert tilefni til að kanna hvers vegna þetta frumvarp úr hennar eigin ráðuneyti gjörbreyttist og varð að allt öðru máli en ætlun stóð til í upphafi. Hún ver lagasetninguna þrátt fyrir að hvergi sé gengið jafn langt í að skapa möguleika á einokun. 3. Armslengdinni slátrað Þriðja atriðið er að nýr fjármálaráðherra hefur kynnt frumvarp um að ráðherra annist núna sölu á Íslandsbanka. Í kjölfar klúðursins við síðasta hluta sölu bankans sendi ríkisstjórnin út sérstaka fréttatilkynningu um að Bankasýslan yrði lögð niður. Fyrir vikið er enginn opinber aðili sem getur annast söluna. Bankasýslan nýtur augljóslega ekki trausts ríkisstjórnarinnar til að selja en nýtt sölufyrirkomulag hefur ekki verið undirbúið. Stjórnin er of sundruð til þess að standa við loforðið um að koma á fót nýju faglegu fyrirkomulagi fyrir sölu bankans. Niðurstaðan virðist þess vegna vera sú að það sé best að Framsóknarflokkurinn sjái um þessa tugmilljarða sölu. Engin armslengd heldur sjálfur armur ráðherrans. Skildi nokkur manneskja gagnrýni eftirlitsaðila á þann hátt að vænlegast væri fyrir hagsmuni almennings að láta formann Framsóknar annast söluna á þessari eign almennings? Ríkisstjórn með forsætisráðherra í fararbroddi nýtur ekki trausts hjá landsmönnum til að annast söluna sjálf. Vandinn er staða ríkisfjármála á vakt ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin glímir við afleiðingar þess að reka ríkissjóð í mínus sama hvernig árar. Lántökur ríkisins eru dýrar og fjármunir af sölunni eru ríkissjóði því mikilvægir. En það verður að tryggja trúverðuga umgjörð um söluna. Markmiðið er að fá gott verð fyrir bankann og ekki síður að staðið sé að sölunni þannig að ekki þurfi að fara í margra mánaða úttektir á vinnubrögðum í kjölfarið. Það er mikið almannahagsmunamál að hér verði vandað til verka og að salan verði ekki menguð af hagsmunaárekstrum eins og sú síðasta. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni Ríkisstjórnin virðist nú vera vöknuð af sjö ára löngum blundi. Í ljós kemur að hún er betri sofandi en vakandi. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er að verja almannahagsmuni fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari en almannahagsmunirnir. Þar hefur ríkisstjórnin snúið hlutverki sínu á haus og gefið hraustlega í undanfarna daga. Þess vegna er svo mikið almannahagsmunamál að ríkisstjórnin fái gott frí frá frekari störfum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun