Hvernig forseta vilt þú? Valdís Arnarsdóttir skrifar 28. apríl 2024 17:01 Leiðir okkar Höllu Tómasdóttur lágu snemma saman á Kársnesinu í Kópavogi þar sem við vorum saman í sunnudagaskóla, virkir þátttakendur í barnastúkunni Vinabandinu, spiluðum saman handbolta með Breiðabliki og vorum í kór hjá Tótu Björns. Halla sýndi snemma mikla leiðtogahæfileika. Hún bjó til leynifélagið Sjö Saman og fékk okkur krakkana í allskonar uppátæki því tengdu. Hún skipulagði „markaðsátak“ fyrir föður sinn, Tomma pípara, þegar við vorum varla meira en fimm ára gamlar því hún vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa pabba sínum að auka viðskiptin. Mamma hennar var ekkert alltof glöð með framtakið, enda vann pabbi hennar þá myrkranna á milli við að leggja hitaveitu í Hamraborgina og þurfti ekki á símtölum að halda um bilaðan vask hér og stíflað klósett þar. Framtakssemi og hugrekki hefur alltaf einkennt Höllu. Hún átti til dæmis hugmyndina að því að við vinkonurnar fórum á Djúpavog sumarið eftir fyrsta skólaárið í Verslunarskólanum. Þar unnum við í fiskvinnslu frá kl. 06:00 - 18:00 sex daga vikunnar og tókum svo að okkur þrif í frystihúsinu eftir vinnu til kl. 22:00 á kvöldin. Dugnaður er dyggð sem Halla hefur ávallt í hávegum haft en hún er líka einstaklega umhyggjusöm. Hún fékk það líklega í vöggugjöf frá mömmu sinni, Kristjönu, (kölluð Sjana) en hjá okkur vinum Höllu gengur hún undir nafninu „Sjana sér um sína“ og lýsir það henni mjög vel. Þroskaþjálfinn Sjana var brautryðjandi í málefnum fatlaðra og allir sem þekkja Höllu vita að hún fékk sitt stóra hjarta frá móður sinni. Hún var oft sú sem helst þorði að vekja máls á því þegar einhver var beittur órétti eða einelti, henni var einfaldlega aldrei sama þegar eitthvað var að og bretti iðulega upp ermarnar og gerði eitthvað í því. Halla er lík móður sinni þar því hún hefur einlægan áhuga á fólki og ef hún hefur tækifæri til að leiðbeina fólki og hjálpa á einhvern hátt er hún alltaf reiðubúin með góð ráð. Ég vil duglegan forseta sem hefur ávallt lagt sig fram um að skipta sköpum í okkar samfélagi. Halla hefur verið brautryðjandi í menntamálum, frá virkri þátttöku í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík til stjórnarsetu í Hjallastefnunni. Hún hefur verið í forystu í jafnréttismálum í gegnum Auði í krafti kvenna og seinna Auði Capital, og verið ungu fólki afar mikilvæg fyrirmynd. Þegar ég bað Höllu um að gerast gestakennari hjá mér í Lífsleikni þá kom hún um hæl og fékk 13 ára krakka, stúlkur og drengi, til að teikna frumkvöðul, forseta og kennara. Í ljós kom að ómeðvituð viðhorf eru enn að hafa áhrif á okkar hugmyndir um hver passar hvar í okkar samfélagi. Með fáum undantekningum hugsuðu krakkarnir strax um forseta og frumkvöðla sem karla, en kennara sem konur. Halla er bæði frumkvöðull og kennari sem fær fólk til að hugsa. Hún hefur ekki bara hreyft við okkar samfélagi, heldur heiminum í störfum sínum með B Team. Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast Höllu geta ekki annað en hrifist af einlægni hennar og sýn á embætti forseta Íslands. Gefið ykkur tíma til að kynnast henni, við fáum vart betri forseta. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðir okkar Höllu Tómasdóttur lágu snemma saman á Kársnesinu í Kópavogi þar sem við vorum saman í sunnudagaskóla, virkir þátttakendur í barnastúkunni Vinabandinu, spiluðum saman handbolta með Breiðabliki og vorum í kór hjá Tótu Björns. Halla sýndi snemma mikla leiðtogahæfileika. Hún bjó til leynifélagið Sjö Saman og fékk okkur krakkana í allskonar uppátæki því tengdu. Hún skipulagði „markaðsátak“ fyrir föður sinn, Tomma pípara, þegar við vorum varla meira en fimm ára gamlar því hún vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa pabba sínum að auka viðskiptin. Mamma hennar var ekkert alltof glöð með framtakið, enda vann pabbi hennar þá myrkranna á milli við að leggja hitaveitu í Hamraborgina og þurfti ekki á símtölum að halda um bilaðan vask hér og stíflað klósett þar. Framtakssemi og hugrekki hefur alltaf einkennt Höllu. Hún átti til dæmis hugmyndina að því að við vinkonurnar fórum á Djúpavog sumarið eftir fyrsta skólaárið í Verslunarskólanum. Þar unnum við í fiskvinnslu frá kl. 06:00 - 18:00 sex daga vikunnar og tókum svo að okkur þrif í frystihúsinu eftir vinnu til kl. 22:00 á kvöldin. Dugnaður er dyggð sem Halla hefur ávallt í hávegum haft en hún er líka einstaklega umhyggjusöm. Hún fékk það líklega í vöggugjöf frá mömmu sinni, Kristjönu, (kölluð Sjana) en hjá okkur vinum Höllu gengur hún undir nafninu „Sjana sér um sína“ og lýsir það henni mjög vel. Þroskaþjálfinn Sjana var brautryðjandi í málefnum fatlaðra og allir sem þekkja Höllu vita að hún fékk sitt stóra hjarta frá móður sinni. Hún var oft sú sem helst þorði að vekja máls á því þegar einhver var beittur órétti eða einelti, henni var einfaldlega aldrei sama þegar eitthvað var að og bretti iðulega upp ermarnar og gerði eitthvað í því. Halla er lík móður sinni þar því hún hefur einlægan áhuga á fólki og ef hún hefur tækifæri til að leiðbeina fólki og hjálpa á einhvern hátt er hún alltaf reiðubúin með góð ráð. Ég vil duglegan forseta sem hefur ávallt lagt sig fram um að skipta sköpum í okkar samfélagi. Halla hefur verið brautryðjandi í menntamálum, frá virkri þátttöku í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík til stjórnarsetu í Hjallastefnunni. Hún hefur verið í forystu í jafnréttismálum í gegnum Auði í krafti kvenna og seinna Auði Capital, og verið ungu fólki afar mikilvæg fyrirmynd. Þegar ég bað Höllu um að gerast gestakennari hjá mér í Lífsleikni þá kom hún um hæl og fékk 13 ára krakka, stúlkur og drengi, til að teikna frumkvöðul, forseta og kennara. Í ljós kom að ómeðvituð viðhorf eru enn að hafa áhrif á okkar hugmyndir um hver passar hvar í okkar samfélagi. Með fáum undantekningum hugsuðu krakkarnir strax um forseta og frumkvöðla sem karla, en kennara sem konur. Halla er bæði frumkvöðull og kennari sem fær fólk til að hugsa. Hún hefur ekki bara hreyft við okkar samfélagi, heldur heiminum í störfum sínum með B Team. Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast Höllu geta ekki annað en hrifist af einlægni hennar og sýn á embætti forseta Íslands. Gefið ykkur tíma til að kynnast henni, við fáum vart betri forseta. Höfundur er grunnskólakennari.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun