Jafnaðarmannastefnan – stefna velferðar Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 30. apríl 2024 06:00 Samfylkingin hefur stefnu jöfnuðar í efnahagsmálum þjóðarinnar – hvernig nýta skuli tekjustofna ríkisins. Í stað þess að sækja allar tekjur ríkisins í vasa launafólks og hlífa þannig peningaöflunum er litið til þess að sækja tekjur í ríkissjóð með öðrum hætti, láta þá ríku borga meira og innheimta alvöru auðlindagjöld. Auðlindagjöld eru nefnilega ekki skattar heldur afnotagjald sem er innheimt eins og hver önnur leiga. Sækja þarf tekjur til þeirra sem fá að nýta auðlindir þjóðarinnar. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að arður sem er tilkominn vegna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar skili sér með beinum hætti til samfélagsins. Það þýðir að náttúruauðlindir á Íslandi skuli nýta á forsendum sjálfbærni og almannahagsmuna – ekki sérhagsmuna fárra eins og nú er. Velferðarkerfi í þágu almennings Jafnaðarmenn tala fyrir því að ná sjálfbærni í ríkisfjármálum með aukinni verðmætasköpun og réttlátara skattkerfi. Við höfnum með öllu aðferð niðurskurðar í opinberum fjárfestingum, samneyslu og velferðarþjónustu, sem þyngir byrðar þeirra sem síst skyldi og grefur undan samstöðu í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur með markvissum hætti skorið niður velferðarkerfið á Íslandi undanfarin ár og stefnt að því að láta einkaaðila sjá um velferð þjóðarinnar. Það er fullkomlega andstætt hugsjón og stefnu jafnaðarmanna. Kapítalisminn hugar ekki að velferð, heldur gróða eins og dæmin sanna. Eigendurnir heimta arð. Þá hefur Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hvatt ríkisstjórnina til að sækja fé í vannýtta tekjustofna ríkisins til að efla velferðarkerfið. Jafnaðarmenn trúa á samtryggingu og aukinn jöfnuð svo í samfélaginu ríki velsæld og sátt. Sterk tilfærslukerfi í velferðarsamfélagi eru forsenda þess að almenningur njóti velferðar og velsældar. Þau eru gerð til að auka jöfnuð, til að allir geti notið menntunar, stofnað fjölskyldur, sinnt börnum sínum, búið í öruggu húsnæði og sótt sér heilbrigðisþjónustu án þess að lenda í fjárhagserfiðleikum. Nýfrjálshyggjan og hægri öflin vilja einkavæða velferðarkerfið og reyna að grafa undan því. Fjármagnið er harður húsbóndi sem krefst hagnaðar. En slík hugmyndafræði á ekki erindi í starfsemi sem sinnir grunnþjónustu við almenning. Það er nöturlegur málflutningur og niðrandi að tala niður velferð og jöfnuð í samfélagi okkar á forsendum ósjálfbærni. Barátta jafnaðarmanna ‒ í stjórnmálunum og í verkalýðshreyfingunni ‒ felst í því að auka velsæld og velferð með samtryggingu og sanngjarnari skiptum þjóðarauðsins. Það er ekki sanngjarnt að stórútgerðin komist upp með það að kaupa upp Ísland með því að fjárfesta sinn mikla auð í einkavæddum grunninnviðum þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin, grasrót vinnandi fólks Verkalýðshreyfingin hefur einnig á undanförnum árum vakið almenning til vitundar um niðurbrot velferðarkerfisins. Launafólk, oft innflutt vinnuafl, keyrir áfram hagkerfið á lágum launum. Jafnaðarmenn í Reykjavík, og um land allt, tekur undir sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar að snúa verði við þessari vegferð ríkisstjórnar Íslands, sem þjónar peningaöflum og stórfyrirtækjum. Verkalýðshreyfingin, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði, hefur gagnrýnt harðlega hægri íhaldsstjórnina sem ríkt hefur hér á landi fyrir að afhenda einkaaðilum auðlindir og fyrirtæki sem sinna grunnþjónustunni í samfélaginu. Afleiðingarnar eru þær að launafólki er sagt upp, þjónustan versnar og verður dýrari. Þetta er ekkert nýtt, heldur vel þekkt aðferð kapítalsimans. Hann hlífir ekki fólki. Jafnaðarmenn rísa upp með verkalýðshreyfingunni, það er skylda hvers jafnaðarmanns eðli málsins samkvæmt. Söguleg tengsl jafnaðarmanna við verkalýðshreyfinguna eru þekkt. Þau tengsl þarf að rækta og efla. Þess vegna tekur Samfylkingin þátt í baráttudegi launafólks 1. maí. Yfirskrift verkalýðshreyfingarinnar 1. maí er Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Jafnaðarmenn taka undir þetta ‒ og í stefnu Samfylkingarinnar má finna einmitt það ‒ hvernig við byggjum saman sterkt samfélag. Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir fundi og kaffispjalli í Iðnó 1. maí, þegar útifundinum er lokið, og verða ræðumenn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. F.h. stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, Sigfús Ómar Höskuldsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Verkalýðsdagurinn Reykjavík Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur stefnu jöfnuðar í efnahagsmálum þjóðarinnar – hvernig nýta skuli tekjustofna ríkisins. Í stað þess að sækja allar tekjur ríkisins í vasa launafólks og hlífa þannig peningaöflunum er litið til þess að sækja tekjur í ríkissjóð með öðrum hætti, láta þá ríku borga meira og innheimta alvöru auðlindagjöld. Auðlindagjöld eru nefnilega ekki skattar heldur afnotagjald sem er innheimt eins og hver önnur leiga. Sækja þarf tekjur til þeirra sem fá að nýta auðlindir þjóðarinnar. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að arður sem er tilkominn vegna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar skili sér með beinum hætti til samfélagsins. Það þýðir að náttúruauðlindir á Íslandi skuli nýta á forsendum sjálfbærni og almannahagsmuna – ekki sérhagsmuna fárra eins og nú er. Velferðarkerfi í þágu almennings Jafnaðarmenn tala fyrir því að ná sjálfbærni í ríkisfjármálum með aukinni verðmætasköpun og réttlátara skattkerfi. Við höfnum með öllu aðferð niðurskurðar í opinberum fjárfestingum, samneyslu og velferðarþjónustu, sem þyngir byrðar þeirra sem síst skyldi og grefur undan samstöðu í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur með markvissum hætti skorið niður velferðarkerfið á Íslandi undanfarin ár og stefnt að því að láta einkaaðila sjá um velferð þjóðarinnar. Það er fullkomlega andstætt hugsjón og stefnu jafnaðarmanna. Kapítalisminn hugar ekki að velferð, heldur gróða eins og dæmin sanna. Eigendurnir heimta arð. Þá hefur Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hvatt ríkisstjórnina til að sækja fé í vannýtta tekjustofna ríkisins til að efla velferðarkerfið. Jafnaðarmenn trúa á samtryggingu og aukinn jöfnuð svo í samfélaginu ríki velsæld og sátt. Sterk tilfærslukerfi í velferðarsamfélagi eru forsenda þess að almenningur njóti velferðar og velsældar. Þau eru gerð til að auka jöfnuð, til að allir geti notið menntunar, stofnað fjölskyldur, sinnt börnum sínum, búið í öruggu húsnæði og sótt sér heilbrigðisþjónustu án þess að lenda í fjárhagserfiðleikum. Nýfrjálshyggjan og hægri öflin vilja einkavæða velferðarkerfið og reyna að grafa undan því. Fjármagnið er harður húsbóndi sem krefst hagnaðar. En slík hugmyndafræði á ekki erindi í starfsemi sem sinnir grunnþjónustu við almenning. Það er nöturlegur málflutningur og niðrandi að tala niður velferð og jöfnuð í samfélagi okkar á forsendum ósjálfbærni. Barátta jafnaðarmanna ‒ í stjórnmálunum og í verkalýðshreyfingunni ‒ felst í því að auka velsæld og velferð með samtryggingu og sanngjarnari skiptum þjóðarauðsins. Það er ekki sanngjarnt að stórútgerðin komist upp með það að kaupa upp Ísland með því að fjárfesta sinn mikla auð í einkavæddum grunninnviðum þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin, grasrót vinnandi fólks Verkalýðshreyfingin hefur einnig á undanförnum árum vakið almenning til vitundar um niðurbrot velferðarkerfisins. Launafólk, oft innflutt vinnuafl, keyrir áfram hagkerfið á lágum launum. Jafnaðarmenn í Reykjavík, og um land allt, tekur undir sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar að snúa verði við þessari vegferð ríkisstjórnar Íslands, sem þjónar peningaöflum og stórfyrirtækjum. Verkalýðshreyfingin, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði, hefur gagnrýnt harðlega hægri íhaldsstjórnina sem ríkt hefur hér á landi fyrir að afhenda einkaaðilum auðlindir og fyrirtæki sem sinna grunnþjónustunni í samfélaginu. Afleiðingarnar eru þær að launafólki er sagt upp, þjónustan versnar og verður dýrari. Þetta er ekkert nýtt, heldur vel þekkt aðferð kapítalsimans. Hann hlífir ekki fólki. Jafnaðarmenn rísa upp með verkalýðshreyfingunni, það er skylda hvers jafnaðarmanns eðli málsins samkvæmt. Söguleg tengsl jafnaðarmanna við verkalýðshreyfinguna eru þekkt. Þau tengsl þarf að rækta og efla. Þess vegna tekur Samfylkingin þátt í baráttudegi launafólks 1. maí. Yfirskrift verkalýðshreyfingarinnar 1. maí er Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Jafnaðarmenn taka undir þetta ‒ og í stefnu Samfylkingarinnar má finna einmitt það ‒ hvernig við byggjum saman sterkt samfélag. Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir fundi og kaffispjalli í Iðnó 1. maí, þegar útifundinum er lokið, og verða ræðumenn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. F.h. stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, Sigfús Ómar Höskuldsson.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun