Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 14:56 Teikning af Voyager 1 ferðast á milli stjarnanna. Geimfarið er í um 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni, hátt í ljósdag. NASA/JPL-Caltech Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. NASA hafði hvorki fengið nothæf gögn um ástand og stöðu Voyager 1 né vísindaathuganir þess frá því í nóvember. Leiðangursstjórn gat engu að síður séð að geimfarið tók enn við skipunum hennar og starfaði að öðru leyti eðlilega. Voyager 1 og systurfarið Voyager 2 eru fjarlægustu manngerðu hlutirnir í alheiminum. Þeim var skotið á loft til þess að kanna ytra sólkerfið árið 1977. Voyager 1 er fyrsta geimfarið sem kemst út í geiminn á milli stjarnanna (e. interstellar space). Í ljós kom að tölvukubbur í einum af þremur tölvum geimfarsins hefði bilað. Tölvan sér um að búa um vísinda- og kerfisgögn áður en þau eru send til jarðar. Engin leið var til þess að gera við kubbinn. Til þess að komast í kringum það fundu verkfræðingar leiðangursins leið til þess að færa tölvukóða sem var geymdur á kubbnum annað í tölvunni. Þeir þurftu hins vegar að dreifa kóðanum um mismunandi hluta tölvunnar þar sem enginn einn staður gat hýst hann. Dreifðu kóðanum um tölvuna Uppfærslan var send Voyager 1 á fimmtudag, 18. apríl. Útvarpsmerkið tók um það bil tuttugu og tvær og hálfa klukkustund að ná til geimfarsins sem er í um það bil 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Næst þegar leiðangursstjórnin heyrði frá geimfarinu, að öðrum tæpum sólarhring liðnum, á laugardag 20. apríl fékk hún loksins stöðuuppfærslu um ástand geimfarsins. Til stendur að uppfæra tölvuna frekar á næstu vikum til þess að vísindagögn geimfarsins skili sér sömuleiðis, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu JPL-rannsóknarstofunar NASA sem smíðaði geimfarið. Vísindamenn og verkfræðingar Voyager 1 voru himinlifandi þegar þeir gátu loksins kannað ástand geimfarsins eftir fimm mánaða bið um helgina.NASA/JPL-Caltech Upphaflega ætluð til fimm ára Voyager-geimförin kjarnorkuknúnu flugu bæði fram hjá Júpíter og Satúrnusi og Voyager 2 hélt áfram fram hjá Úranusi og Neptúnusi. Leiðangur þeirra var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni til annarrar. Upphaflega voru geimförin aðeins smíðuð til þess að endast í fimm ár. Verkfræðingum tókst hins vegar að forrita þau upp á nýtt til þess að auka getu þeirra og lengja líftíma. Þau hafa nú verið starfandi í hátt í hálfa öld. Fleiri geimför hafa síðan sótt Júpíter og Satúrnus heim en Voyager 2 er enn þann dag í eina geimfarið sem hefur kannað Úranus, Neptúnus og tungl þeirra. Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
NASA hafði hvorki fengið nothæf gögn um ástand og stöðu Voyager 1 né vísindaathuganir þess frá því í nóvember. Leiðangursstjórn gat engu að síður séð að geimfarið tók enn við skipunum hennar og starfaði að öðru leyti eðlilega. Voyager 1 og systurfarið Voyager 2 eru fjarlægustu manngerðu hlutirnir í alheiminum. Þeim var skotið á loft til þess að kanna ytra sólkerfið árið 1977. Voyager 1 er fyrsta geimfarið sem kemst út í geiminn á milli stjarnanna (e. interstellar space). Í ljós kom að tölvukubbur í einum af þremur tölvum geimfarsins hefði bilað. Tölvan sér um að búa um vísinda- og kerfisgögn áður en þau eru send til jarðar. Engin leið var til þess að gera við kubbinn. Til þess að komast í kringum það fundu verkfræðingar leiðangursins leið til þess að færa tölvukóða sem var geymdur á kubbnum annað í tölvunni. Þeir þurftu hins vegar að dreifa kóðanum um mismunandi hluta tölvunnar þar sem enginn einn staður gat hýst hann. Dreifðu kóðanum um tölvuna Uppfærslan var send Voyager 1 á fimmtudag, 18. apríl. Útvarpsmerkið tók um það bil tuttugu og tvær og hálfa klukkustund að ná til geimfarsins sem er í um það bil 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Næst þegar leiðangursstjórnin heyrði frá geimfarinu, að öðrum tæpum sólarhring liðnum, á laugardag 20. apríl fékk hún loksins stöðuuppfærslu um ástand geimfarsins. Til stendur að uppfæra tölvuna frekar á næstu vikum til þess að vísindagögn geimfarsins skili sér sömuleiðis, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu JPL-rannsóknarstofunar NASA sem smíðaði geimfarið. Vísindamenn og verkfræðingar Voyager 1 voru himinlifandi þegar þeir gátu loksins kannað ástand geimfarsins eftir fimm mánaða bið um helgina.NASA/JPL-Caltech Upphaflega ætluð til fimm ára Voyager-geimförin kjarnorkuknúnu flugu bæði fram hjá Júpíter og Satúrnusi og Voyager 2 hélt áfram fram hjá Úranusi og Neptúnusi. Leiðangur þeirra var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni til annarrar. Upphaflega voru geimförin aðeins smíðuð til þess að endast í fimm ár. Verkfræðingum tókst hins vegar að forrita þau upp á nýtt til þess að auka getu þeirra og lengja líftíma. Þau hafa nú verið starfandi í hátt í hálfa öld. Fleiri geimför hafa síðan sótt Júpíter og Satúrnus heim en Voyager 2 er enn þann dag í eina geimfarið sem hefur kannað Úranus, Neptúnus og tungl þeirra.
Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35