Strangheiðarleg dreifbýlistútta og lopapeysan í uppáhaldi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. apríl 2024 11:30 Ingunn Ýr er alltaf flott í tauinu. Aðsend Lífskúnstnerinn Ingunn Ýr Angantýsdóttir hefur gaman að því hvað tískan getur verið óútreiknanleg. Hún er tveggja barna móðir búsett í Ólafsvík og lýsir sjálfri sér sem strangheiðarlegri dreifbýlistúttu á Snæfellsnesi. Ingunn Ýr er með einstakan og glæsilegan stíl en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Ingunn Ýr er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst gaman að sjá oft hvað hún getur verið óútreiknanleg. Ég fylgist ekki beint með hvað er það heitasta hverju sinni en maður tekur eftir því þegar ákveðin snið eða mynstur og hvað eina sem manni fannst vera hallærislegt fyrir korteri vera allt í einu töff. Þá stendur maður stundum sjálfan sig að því að reyna verða sér út um hlutinn og finnast hann nauðsynleg og spennandi viðbót í fataskápinn, en það er auðvitað ekki alltaf gefið eftir. Glæsiparið Ingunn Ýr og Ólafur Hlynur.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er lopapeysa sem mamma prjónaði. Hún er ekki dæmigerð í sniðinu heldur stutt með frekar vítt hálsmál og útvíðar ermar. Ég tengi peysuna við góðar tilfinningar og sumarið. Þegar ég pakka henni í ferðatöskuna þá veit ég að það eru góðar stundir framundan. Lopapeysan er einstaklega smart og tengir Ingunn hana við góðar stundir sem þessa. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei ég myndi ekki segja það dagsdaglega. Ég pæli reyndar alveg fram i tímann ef það eru tilefni framundan þá finnst mér gott að vera búin að ákveða dressið. Þá svona aðallega til þess að forðast það að enda með hálfan fataskápinn á víð og dreif um herbergið og „ekkert til að fara í“ korter í mætingu. Ingunn segist dagsdaglega ekki eyða miklum tíma í að velja fötin en þó gefur hún sér góðan tíma fyrir ákveðin tilefni. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ætli hann sé ekki dæmigerður skandí stíll með smá rómantísku ívafi. Ég er mikið fyrir grófa blúndu, falleg mynstur og á mögulega fullmikið af röndóttum flíkum. Ég er líka algjör kjólakona og þá aðallega svona spari og erlendis. Ég hafði extra gaman af því að klæðast kjólum á meðgöngunum mínum og naut mín í botn. Sérstaklega þegar kúlan var farin að vera sýnileg. Ingunn Ýr er mikil kjólakona og hafði gaman að því að klæða sig í kjóla á meðgöngunni. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já ætli það ekki, ég myndi segja að það fari bara eftir hvaða tímabili ég er stödd í hverju sinni. Ég hef verið tveimur löngum fæðingarorlofum síðastliðin ár og metnaðurinn og tími sem fer í að spá í klæðunum hjá mér ekki alveg i forgangi. Ég hlakka því mikið til þess að bæta úr því og finna stílinn minn aftur nú þegar ég fer að vinna. Ingunn er mikið fyrir kjólana og hefur gaman að því að klæða sig upp. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég hef gaman að því og hlakka yfirleitt til þess þegar það eru einhver tilefni. Það er góð tilbreyting frá mömmugallanum eða æfingar- og útivistarfötunum. Ingunn er mikil íþróttakona og er gjarnan í útivistargallanum við útihlaup og önnur ævintýri. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég verð að segja að það eru mikið af smart konum hér heima sem eru duglegar að setja inn á Instagram og hafa einhver áhrif a mig. Einnig hjá vinkonum mínum og á ferðalögum. Ég hef mjög gaman að því að fylgjast með fólki í stórborgum og sjá hvernig klæðaburðurinn er allskonar. Ég fór til Parísar síðasta sumar og þar fannst mér konurnar upp til hópa svo smart og það virðist svo áreynslulaust sem mér finnst mjög heillandi. Einn af uppáhalds Instagram reikningum sem ég hef gaman að er „whatpeoplearewearing“ á Instagram. Þar fær maður smjörþefinn af því hvernig fólk er að klæða sig út i heimi, mæli með. Ingunn fær mikinn innblástur frá konunum í kringum sig og sömuleiðis frá ferðalögum sínum. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei alls ekki. Mér finnst skemmtilegt að sjá þegar fólk klæðir sig eftir eigin tilfinningu og líðan. Mér finnst það skína í gegn þegar fólki líður vel í fötunum sem það klæðist, það fylgir því ákveðin útgeislun. Ingunn Ýr býr ekki yfir neinum boðum og bönnum í tískunni. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli það sé ekki gamla góða eldrauða 66°Norður úlpan mín með hvítum loðkraga sem eg átti á unglingastigi og var mikið notuð. Þetta var fyrsta flíkin sem ég safnaði sjálf fyrir og ég man mjög vel eftir því þegar ég fór og keypti hana stolt. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ég hef reynt að tileinka mér síðustu ár að vera meðvitaðri um eigin neyslu og vanda valið. Það forðar manni oft frá skyndikaupum og óþarfa bruðli. Ingunn Ýr hefur á undanförnum árum lagt upp úr því að vanda valið á fatnaði og forðast bruðl og óþarfa neyslu. Aðsend Hér má fylgjast með Ingunni Ýr á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Frá naglalakki hjá ömmu í iðnaðarmann í skítugum fötum“ Stílistinn, hönnuðurinn og lífskúnstnerinn Alexander Freyr Sindrason hefur gríðarlegan áhuga á tísku og hefur meðal annars hannað fatnað á poppstjörnuna Patrik Atla eða PBT. Hann elskar hvernig tískan getur brotið upp á hversdagsleikann og gert lífið skemmtilegra en Alexander er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. apríl 2024 11:30 „Það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér“ Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O’Connor er mikil áhugakona um tísku og nýtur þess í botn að klæða sig upp. Hún sækir tískuinnblásturinn meðal annars til mömmu sinnar og ömmu. Helena er viðmælandi í Tískutali. 13. apríl 2024 11:31 „Sjálfstraustið er besti fylgihluturinn“ Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali. 6. apríl 2024 11:31 „Martröð“ að spila í of síðu goth pilsi Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali. 30. mars 2024 11:31 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Ingunn Ýr er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst gaman að sjá oft hvað hún getur verið óútreiknanleg. Ég fylgist ekki beint með hvað er það heitasta hverju sinni en maður tekur eftir því þegar ákveðin snið eða mynstur og hvað eina sem manni fannst vera hallærislegt fyrir korteri vera allt í einu töff. Þá stendur maður stundum sjálfan sig að því að reyna verða sér út um hlutinn og finnast hann nauðsynleg og spennandi viðbót í fataskápinn, en það er auðvitað ekki alltaf gefið eftir. Glæsiparið Ingunn Ýr og Ólafur Hlynur.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er lopapeysa sem mamma prjónaði. Hún er ekki dæmigerð í sniðinu heldur stutt með frekar vítt hálsmál og útvíðar ermar. Ég tengi peysuna við góðar tilfinningar og sumarið. Þegar ég pakka henni í ferðatöskuna þá veit ég að það eru góðar stundir framundan. Lopapeysan er einstaklega smart og tengir Ingunn hana við góðar stundir sem þessa. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei ég myndi ekki segja það dagsdaglega. Ég pæli reyndar alveg fram i tímann ef það eru tilefni framundan þá finnst mér gott að vera búin að ákveða dressið. Þá svona aðallega til þess að forðast það að enda með hálfan fataskápinn á víð og dreif um herbergið og „ekkert til að fara í“ korter í mætingu. Ingunn segist dagsdaglega ekki eyða miklum tíma í að velja fötin en þó gefur hún sér góðan tíma fyrir ákveðin tilefni. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ætli hann sé ekki dæmigerður skandí stíll með smá rómantísku ívafi. Ég er mikið fyrir grófa blúndu, falleg mynstur og á mögulega fullmikið af röndóttum flíkum. Ég er líka algjör kjólakona og þá aðallega svona spari og erlendis. Ég hafði extra gaman af því að klæðast kjólum á meðgöngunum mínum og naut mín í botn. Sérstaklega þegar kúlan var farin að vera sýnileg. Ingunn Ýr er mikil kjólakona og hafði gaman að því að klæða sig í kjóla á meðgöngunni. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já ætli það ekki, ég myndi segja að það fari bara eftir hvaða tímabili ég er stödd í hverju sinni. Ég hef verið tveimur löngum fæðingarorlofum síðastliðin ár og metnaðurinn og tími sem fer í að spá í klæðunum hjá mér ekki alveg i forgangi. Ég hlakka því mikið til þess að bæta úr því og finna stílinn minn aftur nú þegar ég fer að vinna. Ingunn er mikið fyrir kjólana og hefur gaman að því að klæða sig upp. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég hef gaman að því og hlakka yfirleitt til þess þegar það eru einhver tilefni. Það er góð tilbreyting frá mömmugallanum eða æfingar- og útivistarfötunum. Ingunn er mikil íþróttakona og er gjarnan í útivistargallanum við útihlaup og önnur ævintýri. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég verð að segja að það eru mikið af smart konum hér heima sem eru duglegar að setja inn á Instagram og hafa einhver áhrif a mig. Einnig hjá vinkonum mínum og á ferðalögum. Ég hef mjög gaman að því að fylgjast með fólki í stórborgum og sjá hvernig klæðaburðurinn er allskonar. Ég fór til Parísar síðasta sumar og þar fannst mér konurnar upp til hópa svo smart og það virðist svo áreynslulaust sem mér finnst mjög heillandi. Einn af uppáhalds Instagram reikningum sem ég hef gaman að er „whatpeoplearewearing“ á Instagram. Þar fær maður smjörþefinn af því hvernig fólk er að klæða sig út i heimi, mæli með. Ingunn fær mikinn innblástur frá konunum í kringum sig og sömuleiðis frá ferðalögum sínum. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei alls ekki. Mér finnst skemmtilegt að sjá þegar fólk klæðir sig eftir eigin tilfinningu og líðan. Mér finnst það skína í gegn þegar fólki líður vel í fötunum sem það klæðist, það fylgir því ákveðin útgeislun. Ingunn Ýr býr ekki yfir neinum boðum og bönnum í tískunni. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli það sé ekki gamla góða eldrauða 66°Norður úlpan mín með hvítum loðkraga sem eg átti á unglingastigi og var mikið notuð. Þetta var fyrsta flíkin sem ég safnaði sjálf fyrir og ég man mjög vel eftir því þegar ég fór og keypti hana stolt. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ég hef reynt að tileinka mér síðustu ár að vera meðvitaðri um eigin neyslu og vanda valið. Það forðar manni oft frá skyndikaupum og óþarfa bruðli. Ingunn Ýr hefur á undanförnum árum lagt upp úr því að vanda valið á fatnaði og forðast bruðl og óþarfa neyslu. Aðsend Hér má fylgjast með Ingunni Ýr á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Frá naglalakki hjá ömmu í iðnaðarmann í skítugum fötum“ Stílistinn, hönnuðurinn og lífskúnstnerinn Alexander Freyr Sindrason hefur gríðarlegan áhuga á tísku og hefur meðal annars hannað fatnað á poppstjörnuna Patrik Atla eða PBT. Hann elskar hvernig tískan getur brotið upp á hversdagsleikann og gert lífið skemmtilegra en Alexander er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. apríl 2024 11:30 „Það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér“ Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O’Connor er mikil áhugakona um tísku og nýtur þess í botn að klæða sig upp. Hún sækir tískuinnblásturinn meðal annars til mömmu sinnar og ömmu. Helena er viðmælandi í Tískutali. 13. apríl 2024 11:31 „Sjálfstraustið er besti fylgihluturinn“ Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali. 6. apríl 2024 11:31 „Martröð“ að spila í of síðu goth pilsi Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali. 30. mars 2024 11:31 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Frá naglalakki hjá ömmu í iðnaðarmann í skítugum fötum“ Stílistinn, hönnuðurinn og lífskúnstnerinn Alexander Freyr Sindrason hefur gríðarlegan áhuga á tísku og hefur meðal annars hannað fatnað á poppstjörnuna Patrik Atla eða PBT. Hann elskar hvernig tískan getur brotið upp á hversdagsleikann og gert lífið skemmtilegra en Alexander er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. apríl 2024 11:30
„Það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér“ Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O’Connor er mikil áhugakona um tísku og nýtur þess í botn að klæða sig upp. Hún sækir tískuinnblásturinn meðal annars til mömmu sinnar og ömmu. Helena er viðmælandi í Tískutali. 13. apríl 2024 11:31
„Sjálfstraustið er besti fylgihluturinn“ Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali. 6. apríl 2024 11:31
„Martröð“ að spila í of síðu goth pilsi Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali. 30. mars 2024 11:31