Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 14:18 Jón Gnarr, Baldur Þórhallsson, og Halla Hrund Logadóttir eru gestir Pallborðsins í dag. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. „Ég held að við lendum öll í því sem stígum svona fram, sérstaklega varðandi þetta embætti, að fá einhverjar svona skrökvusögur á okkur.“ sagði Baldur í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi hann, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir um komandi forsetakosningar. „Við sem munum eftir kosningabaráttunni fyrir átta árum þegar Guðni var kosinn, Ólafur Ragnar 1996, og síðan Vigdís 1980. Það voru auðvitað alveg ótrúlegar sögur sem gengu þá um.“ Baldur sagði sig og eiginmann hans, fjölmiðlamanninn Felix Bergsson, vera með sterka skrápa og lygasögur fengju ekki á þá „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Jón Gnarr sagði í Pallborðinu að hann ætti von á því að kosningabaráttan yrði ljúf og þægileg. Þá var hann spurður út í ummæli hans um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér í kosningunum, en Jón sagði að honum þætti sérstakt að forsætisráðherra væri að bjóða sig fram. „Ég verð bara að segja það sem mér finnst ef mér finnst það skipta máli, jafnvel þegar það getur verið óþægilegt,“ sagði Jón og rifjaði upp þegar hann var borgarstjóri og hann var spurður spurningu sem hann vissi ekki svarið við. „Þá sagði ég það: Ég bara veit það ekki. Það var mjög óþægilegt. Einhverjum fannst að ég hefði ekki átt að segja það. En þetta var bara sannleikurinn þá.“ Þrátt fyrir það sagðist Jón eiga von á því að kosningabaráttan yrði skemmtileg. „Mér finnst vera veisla, lýðræðisveisla, að sjá svona margt fólk koma úr ólíkum hlutum samfélagsins til þess að taka þátt í þessu.“ Ætlar að vinna heiðarlegan sigur Gestirnir voru spurðir að ýmsu varðandi forsetaembættið og hlutverkið. Halla Hrund lagði áherslu á að forseti yrði að vera hafinn yfir dægurþras. Hún sagði mestu máli skipta að hver og einn frambjóðandi leiði sína sýn. Svo sé það kjósenda að dæma. „Varðandi þá sem eru hér og eru ekki hér, verð að segja, horfandi á þetta fólk, að ég fyllist bjartsýni hve margt frábært fólk er að bjóða sig fram,“ sagði Halla Hrund. Hundruð sjálfboðaliða komi að þessum framboðum. „Ef það er ekki góðs viti fyrir samfélagið þá veit ég ekki hvað. Ég fer bjartsýn í baráttuna um að vinna hana heiðarlega. Vitandi það líka að það getur gengið á ýmsu. Hefur fulla trú á að þetta verði skemmtileg og góð vegferð fyrir lýðræðið sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.“ Pallborðið í heild má sjá að neðan. Pallborðið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
„Ég held að við lendum öll í því sem stígum svona fram, sérstaklega varðandi þetta embætti, að fá einhverjar svona skrökvusögur á okkur.“ sagði Baldur í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi hann, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir um komandi forsetakosningar. „Við sem munum eftir kosningabaráttunni fyrir átta árum þegar Guðni var kosinn, Ólafur Ragnar 1996, og síðan Vigdís 1980. Það voru auðvitað alveg ótrúlegar sögur sem gengu þá um.“ Baldur sagði sig og eiginmann hans, fjölmiðlamanninn Felix Bergsson, vera með sterka skrápa og lygasögur fengju ekki á þá „Þetta bara fylgir þessu, og þetta hefur engin áhrif á okkur Felix,“ sagði Baldur og bætti við að þeir sem væru samkynhneigðir hefðu upplifað áreiti sem þetta í gegnum tíðina. Jón Gnarr sagði í Pallborðinu að hann ætti von á því að kosningabaráttan yrði ljúf og þægileg. Þá var hann spurður út í ummæli hans um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér í kosningunum, en Jón sagði að honum þætti sérstakt að forsætisráðherra væri að bjóða sig fram. „Ég verð bara að segja það sem mér finnst ef mér finnst það skipta máli, jafnvel þegar það getur verið óþægilegt,“ sagði Jón og rifjaði upp þegar hann var borgarstjóri og hann var spurður spurningu sem hann vissi ekki svarið við. „Þá sagði ég það: Ég bara veit það ekki. Það var mjög óþægilegt. Einhverjum fannst að ég hefði ekki átt að segja það. En þetta var bara sannleikurinn þá.“ Þrátt fyrir það sagðist Jón eiga von á því að kosningabaráttan yrði skemmtileg. „Mér finnst vera veisla, lýðræðisveisla, að sjá svona margt fólk koma úr ólíkum hlutum samfélagsins til þess að taka þátt í þessu.“ Ætlar að vinna heiðarlegan sigur Gestirnir voru spurðir að ýmsu varðandi forsetaembættið og hlutverkið. Halla Hrund lagði áherslu á að forseti yrði að vera hafinn yfir dægurþras. Hún sagði mestu máli skipta að hver og einn frambjóðandi leiði sína sýn. Svo sé það kjósenda að dæma. „Varðandi þá sem eru hér og eru ekki hér, verð að segja, horfandi á þetta fólk, að ég fyllist bjartsýni hve margt frábært fólk er að bjóða sig fram,“ sagði Halla Hrund. Hundruð sjálfboðaliða komi að þessum framboðum. „Ef það er ekki góðs viti fyrir samfélagið þá veit ég ekki hvað. Ég fer bjartsýn í baráttuna um að vinna hana heiðarlega. Vitandi það líka að það getur gengið á ýmsu. Hefur fulla trú á að þetta verði skemmtileg og góð vegferð fyrir lýðræðið sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.“ Pallborðið í heild má sjá að neðan.
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7. apríl 2024 13:03