Booker um sparkið í stellið: „Partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. apríl 2024 22:20 Booker fékk ágætis högg á viðkvæman stað. Vísir/Hulda Margrét Frank Booker kenndi sér enn meins í klofinu þegar hann mætti í viðtal eftir 94-74 sigur Vals gegn Hetti. „Mjög ánægður. Þetta var vörnin sem kom okkur í gang og þegar við byrjum að hitta skotum fór allt að ganga vel“ sagði hann strax að leik loknum. Frank varð fyrir ansi óheppilegu atviki í öðrum leikhluta þegar David Ramos, leikmaður Hattar, sparkaði í klof hans. „Við vorum bara að berjast undir körfunni fyrir frákastinu. Hann datt niður og þá sé ég að hann horfir á mig og sparkar beint í, ég má ekki segja þetta, en þarna niðri sko. Það var ógeðslega vont og ég finn ennþá fyrir þessu, en þetta er körfuboltinn.“ Undirritaður gaf Booker þá leyfi fyrir því að blóta aðeins í sjónvarpsútsendingu. „Má segja pungur? Já hann sparkaði beint í punginn á mér, það var ekki skemmtilegt skal ég segja þér.“ Þessi leikur bauð upp á mikla baráttu og bæði lið voru föst fyrir. Einhverjir vildu meina að Frank hefði sjálfur átt að fá dæmt brot á sig vegna olnbogaskots rétt áður en atvikið átti sér stað. „Það getur verið. Við vorum báðir að berjast og það gæti hafa verið smá olnbogi. En eins og þú sérð, allan leikinn eru olnbogar að fljúga út um allt og það er bara partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið, ef þú horfir á mann og sparkar í pung, það er ekki í lagi.“ Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Valur vann leikinn að endingu og tók 2-1 forystu í einvíginu. Þeir geta klárað einvígið fyrir austan í næsta leik. „Mér líður bara mjög vel. Meðan ég er með þessum strákum þá líður mér alltaf ógeðslega vel. Eins og ég segi, ef við spilum vörn eins og við spiluðum þá verður allt í góðu. Það er mjög erfitt að spila úti og þeir eru með góða stemningu en við hlökkum bara til“ sagði Frank að lokum. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
„Mjög ánægður. Þetta var vörnin sem kom okkur í gang og þegar við byrjum að hitta skotum fór allt að ganga vel“ sagði hann strax að leik loknum. Frank varð fyrir ansi óheppilegu atviki í öðrum leikhluta þegar David Ramos, leikmaður Hattar, sparkaði í klof hans. „Við vorum bara að berjast undir körfunni fyrir frákastinu. Hann datt niður og þá sé ég að hann horfir á mig og sparkar beint í, ég má ekki segja þetta, en þarna niðri sko. Það var ógeðslega vont og ég finn ennþá fyrir þessu, en þetta er körfuboltinn.“ Undirritaður gaf Booker þá leyfi fyrir því að blóta aðeins í sjónvarpsútsendingu. „Má segja pungur? Já hann sparkaði beint í punginn á mér, það var ekki skemmtilegt skal ég segja þér.“ Þessi leikur bauð upp á mikla baráttu og bæði lið voru föst fyrir. Einhverjir vildu meina að Frank hefði sjálfur átt að fá dæmt brot á sig vegna olnbogaskots rétt áður en atvikið átti sér stað. „Það getur verið. Við vorum báðir að berjast og það gæti hafa verið smá olnbogi. En eins og þú sérð, allan leikinn eru olnbogar að fljúga út um allt og það er bara partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið, ef þú horfir á mann og sparkar í pung, það er ekki í lagi.“ Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Valur vann leikinn að endingu og tók 2-1 forystu í einvíginu. Þeir geta klárað einvígið fyrir austan í næsta leik. „Mér líður bara mjög vel. Meðan ég er með þessum strákum þá líður mér alltaf ógeðslega vel. Eins og ég segi, ef við spilum vörn eins og við spiluðum þá verður allt í góðu. Það er mjög erfitt að spila úti og þeir eru með góða stemningu en við hlökkum bara til“ sagði Frank að lokum.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22