Rory McIlroy fordæmir falsfrétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 13:30 Rory McIlroy er einn vinsælasti kylfingur heims og hann er ávallt ofarlega á heimslistanum. AP/David J. Phillip Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segir ekkert til í þeim fréttum um að hann hafi fengið svakalegt peningatilboð frá forráðamönnum LIV Golf. Frétt hjá City AM sagði að LIV hefði boðið McIlroy 850 milljónir dollara, 120,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að skipta yfir á Sádi-arabísku mótaröðina. McIlroy ræddi þessa frétt í viðtali á Golf Channel. Exclusive: Rory McIlroy tells @ToddLewisGC that LIV Golf rumors are false and, "I will play the PGA Tour for the rest of my career." Tune into Golf Today at 5 p.m. EDT for more. pic.twitter.com/PIPAWMIWGh— Golf Central (@GolfCentral) April 16, 2024 „Ég veit bara hreinlega ekki hvernig eitthvað svona verður til. Ég hef aldrei fengið tilboð frá LIV og ég hef aldrei íhugað að skipta yfir til LIV,“ sagði McIlroy. McIlroy hefur, eins og flest golfáhugafólk veit, verið einn harðasti gagnrýnandi Sádi-arabísku mótaraðarinnar sem hefur verið kaupa til sína marga af stærstu kylfingum heims. „Framtíð mín er á PGA-mótaröðinni og það hefur aldrei breyst,“ sagði McIlroy. „Ég held að ég hafi alveg talað hreint og skýrt undanfarin tvö ár að ég tel að LIV sé ekki eitthvað fyrir mig,“ sagði McIlroy. „Það þýðir ekki að ég sé að dæma fólk sem hefur farið þangað og spilað. Ég hef áttað mig á því á þessum tveimur árum að fólk tekur sínar eigin ákvarðanir og gerir það sem það telur vera best fyrir sig. Af hverju eigum við að dæma þau fyrir það?“ spurði McIlroy. Rory McIlroy dispels any rumors of him making the move to LIV Golf. pic.twitter.com/ujRe0IY9ez— Golf Digest (@GolfDigest) April 16, 2024 Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Frétt hjá City AM sagði að LIV hefði boðið McIlroy 850 milljónir dollara, 120,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að skipta yfir á Sádi-arabísku mótaröðina. McIlroy ræddi þessa frétt í viðtali á Golf Channel. Exclusive: Rory McIlroy tells @ToddLewisGC that LIV Golf rumors are false and, "I will play the PGA Tour for the rest of my career." Tune into Golf Today at 5 p.m. EDT for more. pic.twitter.com/PIPAWMIWGh— Golf Central (@GolfCentral) April 16, 2024 „Ég veit bara hreinlega ekki hvernig eitthvað svona verður til. Ég hef aldrei fengið tilboð frá LIV og ég hef aldrei íhugað að skipta yfir til LIV,“ sagði McIlroy. McIlroy hefur, eins og flest golfáhugafólk veit, verið einn harðasti gagnrýnandi Sádi-arabísku mótaraðarinnar sem hefur verið kaupa til sína marga af stærstu kylfingum heims. „Framtíð mín er á PGA-mótaröðinni og það hefur aldrei breyst,“ sagði McIlroy. „Ég held að ég hafi alveg talað hreint og skýrt undanfarin tvö ár að ég tel að LIV sé ekki eitthvað fyrir mig,“ sagði McIlroy. „Það þýðir ekki að ég sé að dæma fólk sem hefur farið þangað og spilað. Ég hef áttað mig á því á þessum tveimur árum að fólk tekur sínar eigin ákvarðanir og gerir það sem það telur vera best fyrir sig. Af hverju eigum við að dæma þau fyrir það?“ spurði McIlroy. Rory McIlroy dispels any rumors of him making the move to LIV Golf. pic.twitter.com/ujRe0IY9ez— Golf Digest (@GolfDigest) April 16, 2024
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira