Mætti fyrst allra í Prada og var valin fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 15:01 Caitlin Clark stllir sér upp með Indiana Fever búninginn og við hlið Cathy Engelbert, hæstráðanda í WNBA deildinni. Getty/Sarah Stier Caitlin Clark var valin fyrst í nýliðavali WNBA deildarinnar í nótt og það kom eflaust engum á óvart. „Ég get ekki beðið,“ sagði hin 22 ára gamla Clark eftir að verst falda leyndarmálið hafði verið opinberað. Um leið og hún tilkynnti að hún ætlaði að skrá sig í nýliðavalið þá varð öllum ljóst að Indiana Fever hefði dottið í lukkupottinn því félagið átti fyrsta valréttinn. Caitlin Clark is wearing Prada tonight the first time Prada has dressed anyone for the NBA or WNBA Draft. pic.twitter.com/JxLP82vJGC— Front Office Sports (@FOS) April 15, 2024 Clark átti magnaðan háskólaferil þar sem hún sló flest stiga- og þriggja stiga met hjá bæði körlum og konum. Hún varð á sama tíma einn allra vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna og hefur margfaldað áhuga á kvennakörfunni. Clark er mjög skemmtilegur leikmaður, frábær skotmaður með frábærar sendingar og í raun sannkölluð tilþrifadrottning. Miðar á leiki skólans hennar ruku upp í verði þegar vinsældir hennar jukust og aldrei hafa fleiri horft á körfuboltaleik í háskólaboltanum en lokaleik hennar um titilinn. Tæpar nítján milljónir fylgdust með leiknum sem meira áhorf en á alla NBA leiki frá 2019. Caitlin Clark pulled up in a full Prada fit (via @WNBA)pic.twitter.com/A0Pq0JBsT0— Sports Illustrated (@SInow) April 15, 2024 Nú er búist við því að hún auki mikið áhugann á WNBA deildinni þegar hún fer af stað í vor. „Þetta er erfiðasta deildin í heiminum svo að það er eins gott að þú spilir þinn besta leik á hverju kvöldi. Mig hefur dreymt um þessa stund síðan ég var í öðrum bekk og það hefur kostað mikla vinnu að komast hingað með fullt af hæðum og lægðum,“ sagði Clark. Clark skrifaði nýja kafla í sögu háskólaboltans í vetur þegar hún sló hvert stigametið á fætur öðru. Hún var líka söguleg í nýliðavalinu í gær þar sem hún var fyrsta konan eða karlinn sem mætir á nýliðaval NBA eða WNBA klædd í Prada föt. Indiana Fever sást varla á stóru sjónvarpsstöðvunum í fyrra en á þessu tímabili verða nær allir leikir liðsins sýndir beint. Mótherjar liðsins hafa líka fært leiki sína á móti Indiana Fever í stærri hús til að bregðast við gríðarlegum áhuga á miðum á þá leiki. Sú sem var valin númer tvö var Cameron Brink, miðherji Stanford, sem fór til Los Angeles Sparks. Sparks valdi einnig Rickea Jackson númer fjögur en hún skoraði 17,8 stig í leik fyrir Tennessee skólann í vetur. Cameron Brink var valin besti varnarmaður ársins en guðfaðir hennar er Dell Curry, faðir Stephen Curry. Chicago Sky styrkti sig líka undir körfunni með því að velja Kamilla Cardoso frá South Carolina skólanum númer tvö og Angel Reese frá LSU númer sjö. Tveir kraftmiklir og frábærir leikmenn sem háðu líka mörg einvígi undir körfunni á háskólaferli sínum. The first 10 off the board in the 2024 @WNBA Draft! #WelcomeToTheW | Official Video Game Partner of @TheWNBPA pic.twitter.com/LS6A6h2bsH— NBA 2K (@NBA2K) April 16, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn WNBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
„Ég get ekki beðið,“ sagði hin 22 ára gamla Clark eftir að verst falda leyndarmálið hafði verið opinberað. Um leið og hún tilkynnti að hún ætlaði að skrá sig í nýliðavalið þá varð öllum ljóst að Indiana Fever hefði dottið í lukkupottinn því félagið átti fyrsta valréttinn. Caitlin Clark is wearing Prada tonight the first time Prada has dressed anyone for the NBA or WNBA Draft. pic.twitter.com/JxLP82vJGC— Front Office Sports (@FOS) April 15, 2024 Clark átti magnaðan háskólaferil þar sem hún sló flest stiga- og þriggja stiga met hjá bæði körlum og konum. Hún varð á sama tíma einn allra vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna og hefur margfaldað áhuga á kvennakörfunni. Clark er mjög skemmtilegur leikmaður, frábær skotmaður með frábærar sendingar og í raun sannkölluð tilþrifadrottning. Miðar á leiki skólans hennar ruku upp í verði þegar vinsældir hennar jukust og aldrei hafa fleiri horft á körfuboltaleik í háskólaboltanum en lokaleik hennar um titilinn. Tæpar nítján milljónir fylgdust með leiknum sem meira áhorf en á alla NBA leiki frá 2019. Caitlin Clark pulled up in a full Prada fit (via @WNBA)pic.twitter.com/A0Pq0JBsT0— Sports Illustrated (@SInow) April 15, 2024 Nú er búist við því að hún auki mikið áhugann á WNBA deildinni þegar hún fer af stað í vor. „Þetta er erfiðasta deildin í heiminum svo að það er eins gott að þú spilir þinn besta leik á hverju kvöldi. Mig hefur dreymt um þessa stund síðan ég var í öðrum bekk og það hefur kostað mikla vinnu að komast hingað með fullt af hæðum og lægðum,“ sagði Clark. Clark skrifaði nýja kafla í sögu háskólaboltans í vetur þegar hún sló hvert stigametið á fætur öðru. Hún var líka söguleg í nýliðavalinu í gær þar sem hún var fyrsta konan eða karlinn sem mætir á nýliðaval NBA eða WNBA klædd í Prada föt. Indiana Fever sást varla á stóru sjónvarpsstöðvunum í fyrra en á þessu tímabili verða nær allir leikir liðsins sýndir beint. Mótherjar liðsins hafa líka fært leiki sína á móti Indiana Fever í stærri hús til að bregðast við gríðarlegum áhuga á miðum á þá leiki. Sú sem var valin númer tvö var Cameron Brink, miðherji Stanford, sem fór til Los Angeles Sparks. Sparks valdi einnig Rickea Jackson númer fjögur en hún skoraði 17,8 stig í leik fyrir Tennessee skólann í vetur. Cameron Brink var valin besti varnarmaður ársins en guðfaðir hennar er Dell Curry, faðir Stephen Curry. Chicago Sky styrkti sig líka undir körfunni með því að velja Kamilla Cardoso frá South Carolina skólanum númer tvö og Angel Reese frá LSU númer sjö. Tveir kraftmiklir og frábærir leikmenn sem háðu líka mörg einvígi undir körfunni á háskólaferli sínum. The first 10 off the board in the 2024 @WNBA Draft! #WelcomeToTheW | Official Video Game Partner of @TheWNBPA pic.twitter.com/LS6A6h2bsH— NBA 2K (@NBA2K) April 16, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn WNBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira