Uppgjör: Tindastóll - Grindavík 88-99 | Gulir með annan fótinn í undanúrslit Arnar Skúli Atlason skrifar 15. apríl 2024 21:30 Úr leik Tindastóls og Grindavíkur. VÍSIR/VILHELM Íslandsmeistarar Tindastóls eru með bakið upp við vegg eftir annað tapið í röð gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Grindavík þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Grindavík var án Deandre Kane sem tók út leikbann en það var ekki að sjá á leik liðsins í kvöld. Gestirnir Voru sterkari á öllum sviðum körfuboltans í leiknum í kvöld, tóku snemma forystu í leiknum og leiddu með 23 stigum í hálfleik. Tindastóll átti fá ef einhver svör við leik gestanna. Í seinni hálfleik héldu yfirburður Grindavíkur áfram og þeir sölluðu niður stigunum. Mestur var munurinn 32 stig fyrir síðasta fjórðung leiksins. Stólarnir reyndu hvað þeir gátu að koma til baka í síðasta fjórðung og skoruðu til að mynda 19 stig í röð en allt kom fyrir ekki. Grindavík fór með öruggan ellefu stiga sigur af hólmi, 88-99, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Staðan í einvíginu orðin 2-0 og Grindvíkingar komnir með annan fótinn í undanúrslit. Atvik leiksins Af mörgu að taka en spretturinn hjá Grindavík í lok 1. leikhluta og byrjun 2. leikhluta þegar þeir slitu sig frá Stólunum og fóru langleiðina með að vinna leikinn. Á þeim tíma brenndi Tindastóll tveimur leikhléum án þess að ná að stoppa vel drillaða Grindvíkinga. Stjörnur og Skúrkar Ólafur Ólafsson og Dedrick Basile voru frábærir í liði Grindavíkur í kvöld og voru nánast óstöðvandi. Kraftur og dugnaður einkennir þetta Grindavíkur lið og með þá 2 í stuði áttu Tindastóll bara í neinn séns í kvöld. Valur Orri er að spila vel í þessari seríu og skoraði mikilvægar körfur þegar á reyndi. Skúrkar kvöldsins er varnarleikur Tindastóls, allir sem einn, þú vinnur ekki leik ef þú færð á þig 88 stig í fyrstu þremur leikhlutunum og þá áttu það bara ekki skilið heldur að vinna leikinn. Ekki auðvelt að henda einum undir rútuna, því þetta var hrein hörmung Dómarar Ég gef dómurunum 6/10, þeir stóðu sig ágætlega tríóið í dag. Mega sleppa tæknivíti á báða og leyfa þessu bara að rúlla og leyfa mönnum aðeins að takast á. Línan hefði mátt vera aðeins skýrari hjá þeim en dómararnir réðu ekki úrslitum í kvöld það er að hreinu. Stemning og umgjörð Stemningin í kvöld var alveg geggjuð, tvær vaskar stuðningsmannasveitir komnar til að skemmta sér og öðrum. Fullt hús þó alltaf hægt að bæta um 900 manns við í Síkinu. Sjálfboðaliðar og allt starfsfólk á leiknum alveg til fyrirmyndar og það er augljóst að það er ekki verið að gera þetta í fyrsta sinn á Sauðárkróki. Frábært að geta farið í tjaldið fyrir leik og fengið ný grillaðan hamborgara og kaldan með. Subway-deild karla Tindastóll UMF Grindavík
Íslandsmeistarar Tindastóls eru með bakið upp við vegg eftir annað tapið í röð gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Grindavík þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Grindavík var án Deandre Kane sem tók út leikbann en það var ekki að sjá á leik liðsins í kvöld. Gestirnir Voru sterkari á öllum sviðum körfuboltans í leiknum í kvöld, tóku snemma forystu í leiknum og leiddu með 23 stigum í hálfleik. Tindastóll átti fá ef einhver svör við leik gestanna. Í seinni hálfleik héldu yfirburður Grindavíkur áfram og þeir sölluðu niður stigunum. Mestur var munurinn 32 stig fyrir síðasta fjórðung leiksins. Stólarnir reyndu hvað þeir gátu að koma til baka í síðasta fjórðung og skoruðu til að mynda 19 stig í röð en allt kom fyrir ekki. Grindavík fór með öruggan ellefu stiga sigur af hólmi, 88-99, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Staðan í einvíginu orðin 2-0 og Grindvíkingar komnir með annan fótinn í undanúrslit. Atvik leiksins Af mörgu að taka en spretturinn hjá Grindavík í lok 1. leikhluta og byrjun 2. leikhluta þegar þeir slitu sig frá Stólunum og fóru langleiðina með að vinna leikinn. Á þeim tíma brenndi Tindastóll tveimur leikhléum án þess að ná að stoppa vel drillaða Grindvíkinga. Stjörnur og Skúrkar Ólafur Ólafsson og Dedrick Basile voru frábærir í liði Grindavíkur í kvöld og voru nánast óstöðvandi. Kraftur og dugnaður einkennir þetta Grindavíkur lið og með þá 2 í stuði áttu Tindastóll bara í neinn séns í kvöld. Valur Orri er að spila vel í þessari seríu og skoraði mikilvægar körfur þegar á reyndi. Skúrkar kvöldsins er varnarleikur Tindastóls, allir sem einn, þú vinnur ekki leik ef þú færð á þig 88 stig í fyrstu þremur leikhlutunum og þá áttu það bara ekki skilið heldur að vinna leikinn. Ekki auðvelt að henda einum undir rútuna, því þetta var hrein hörmung Dómarar Ég gef dómurunum 6/10, þeir stóðu sig ágætlega tríóið í dag. Mega sleppa tæknivíti á báða og leyfa þessu bara að rúlla og leyfa mönnum aðeins að takast á. Línan hefði mátt vera aðeins skýrari hjá þeim en dómararnir réðu ekki úrslitum í kvöld það er að hreinu. Stemning og umgjörð Stemningin í kvöld var alveg geggjuð, tvær vaskar stuðningsmannasveitir komnar til að skemmta sér og öðrum. Fullt hús þó alltaf hægt að bæta um 900 manns við í Síkinu. Sjálfboðaliðar og allt starfsfólk á leiknum alveg til fyrirmyndar og það er augljóst að það er ekki verið að gera þetta í fyrsta sinn á Sauðárkróki. Frábært að geta farið í tjaldið fyrir leik og fengið ný grillaðan hamborgara og kaldan með.