„Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 11:30 Valur Orri Valsson átti gott spjall við sérfræðinga Körfuboltakvölds eftir sigurinn gegn Tindastóli í Smáranum í gærkvöld. Stöð 2 Sport Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. Valur Orri var valinn PlayAir leiksins eftir frábæra frammistöðu sína með Grindavík gegn Tindastóli í gærkvöld, í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Hann ræddi við sérfræðingana í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn og þar barst talið óhjákvæmilega að Kane, og leikbanninu sem vofir yfir honum vegna kjaftbrúks við dómara fyrir hálfum mánuði síðan. „Ég heyrði bara af þessu [í fyrradag] og ég veit eiginlega ekki hvernig maður á að taka þessu. Þetta er furðulegt, það er það eina sem ég get sagt um þetta,“ sagði Valur um það hvernig hefði verið fyrir leikmenn Grindavíkur að fá fréttirnar af mögulegu banni Kane. Orka frá Kane sem auðvelt væri að nota í ranga átt Valur var beðinn um að lýsa þessum skemmtilega leikmanni og hvernig væri að vinna með honum: „Hann er frábær. Þó það sjáist kannski ekki alltaf þá heldur hann manni á tánum. Ég hef aldrei séð mann sem vill svona mikið vinna. Það er einhver orka frá honum sem smitar. Það væri auðvelt að nota hana í vitlausa átt, en maður þarf að taka honum eins og hann er og hann er frábær náungi,“ sagði Valur. Hann samsinnti því að Kane væri óhræddur við að láta félaga sína heyra það á æfingum: „Já, já. Hann lætur mann heyra það og svo er hann allt í einu hlæjandi einni sekúndu seinna. Maður fær einhverja sprengju frá honum og svo er hann að bulla í manni. Það er gaman að því. Hann er mögnuð týpa, og tilfinningavera, og ég vil bara að hann haldi áfram að vera svoleiðis,“ sagði Valur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Valur Orri Eins og fyrr segir átti Valur sjálfur frábæran leik í gærkvöld og hann endaði með þrettán stig á átján mínútum. „Ég var með það markmið að mæta vel tilbúinn í þessa úrslitakeppni. Við höfðum verið að spila tvo leiki sem skiptu kannski ekki rosalega miklu máli, og það var ekkert gaman hjá okkur. Mér fannst við vera að bíða eftir þessum tímapunkti, og ég ætlaði alla vega að nýta það alla leið í kvöld,“ sagði Valur. Hann skoraði meðal annars afar sniðuga körfu í lok fyrsta leikhluta, eftir að hafa tekið innkast í bak Péturs Rúnars Birgissonar: „Ég sá að hann var algjörlega búinn að snúa sér við og ekkert að horfa á mig, ein sekúnda eftir af klukkunni, þannig að ég tók sénsinn,“ sagði Valur. Körfuboltinn tækifæri Grindvíkinga til að koma saman og njóta Grindvíkingar hafa verið sjóðheitir eftir áramót og unnu meðal annars tíu leiki í röð. Hvað breyttist? Vissulega kom Julio De Assis sterkur inn en Valur segir menn líka hafa þurft tíma til að takast á við allar breytingarnar sem fylgdu eldgosinu og gerðu að verkum að menn þurftu að yfirgefa heimabæ sinn. „Julio gefur okkur margt. Þetta ástand sem varð í Grindavík… menn þurftu bara aðeins að meðtaka það og koma sér aftur í einhvers konar rútínu. Ég held að við höfum líka bara ákveðið að njóta þess að spila körfubolta. Að þetta væri svona þar menn gætu komið og notið.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Valur Orri var valinn PlayAir leiksins eftir frábæra frammistöðu sína með Grindavík gegn Tindastóli í gærkvöld, í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Hann ræddi við sérfræðingana í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn og þar barst talið óhjákvæmilega að Kane, og leikbanninu sem vofir yfir honum vegna kjaftbrúks við dómara fyrir hálfum mánuði síðan. „Ég heyrði bara af þessu [í fyrradag] og ég veit eiginlega ekki hvernig maður á að taka þessu. Þetta er furðulegt, það er það eina sem ég get sagt um þetta,“ sagði Valur um það hvernig hefði verið fyrir leikmenn Grindavíkur að fá fréttirnar af mögulegu banni Kane. Orka frá Kane sem auðvelt væri að nota í ranga átt Valur var beðinn um að lýsa þessum skemmtilega leikmanni og hvernig væri að vinna með honum: „Hann er frábær. Þó það sjáist kannski ekki alltaf þá heldur hann manni á tánum. Ég hef aldrei séð mann sem vill svona mikið vinna. Það er einhver orka frá honum sem smitar. Það væri auðvelt að nota hana í vitlausa átt, en maður þarf að taka honum eins og hann er og hann er frábær náungi,“ sagði Valur. Hann samsinnti því að Kane væri óhræddur við að láta félaga sína heyra það á æfingum: „Já, já. Hann lætur mann heyra það og svo er hann allt í einu hlæjandi einni sekúndu seinna. Maður fær einhverja sprengju frá honum og svo er hann að bulla í manni. Það er gaman að því. Hann er mögnuð týpa, og tilfinningavera, og ég vil bara að hann haldi áfram að vera svoleiðis,“ sagði Valur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Valur Orri Eins og fyrr segir átti Valur sjálfur frábæran leik í gærkvöld og hann endaði með þrettán stig á átján mínútum. „Ég var með það markmið að mæta vel tilbúinn í þessa úrslitakeppni. Við höfðum verið að spila tvo leiki sem skiptu kannski ekki rosalega miklu máli, og það var ekkert gaman hjá okkur. Mér fannst við vera að bíða eftir þessum tímapunkti, og ég ætlaði alla vega að nýta það alla leið í kvöld,“ sagði Valur. Hann skoraði meðal annars afar sniðuga körfu í lok fyrsta leikhluta, eftir að hafa tekið innkast í bak Péturs Rúnars Birgissonar: „Ég sá að hann var algjörlega búinn að snúa sér við og ekkert að horfa á mig, ein sekúnda eftir af klukkunni, þannig að ég tók sénsinn,“ sagði Valur. Körfuboltinn tækifæri Grindvíkinga til að koma saman og njóta Grindvíkingar hafa verið sjóðheitir eftir áramót og unnu meðal annars tíu leiki í röð. Hvað breyttist? Vissulega kom Julio De Assis sterkur inn en Valur segir menn líka hafa þurft tíma til að takast á við allar breytingarnar sem fylgdu eldgosinu og gerðu að verkum að menn þurftu að yfirgefa heimabæ sinn. „Julio gefur okkur margt. Þetta ástand sem varð í Grindavík… menn þurftu bara aðeins að meðtaka það og koma sér aftur í einhvers konar rútínu. Ég held að við höfum líka bara ákveðið að njóta þess að spila körfubolta. Að þetta væri svona þar menn gætu komið og notið.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira