Teitur: Ég held að Grindavík líði ekki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 12:31 Ólafur Ólafsson og DeAndre Kane verða í stóru hlutverki hjá Grindvíkingum. Vísir/Diego Grindvíkingar urðu í öðru sæti deildarkeppninnar en fengu að launum að mæta ríkjandi Íslandsmeisturum Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Grindavíkur og Tindastóls sem voru liðin í öðru og sjöunda sæti í deildinni. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Þetta verður eitthvað „Næsta rimma er rosalegt einvígi. 1-1 hjá Grindavík og Tindastól í vetur. Þetta verður eitthvað,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Grindavíkur og Tindastóls „Seinni leikurinn. Það að Grindavík vinni með fimm stigum í leik sem Stólarnir voru með. Þetta var einn af mörgum leikjum sem þeir glopruðu frá sér. Enginn kani hjá Tindastól. Þetta er rosalega áhugavert einvígi,“ sagði Helgi. Nýtt upphafi fyrir Stólana „Ég held að Grindavík líði ekki vel. Þetta er áhugavert. Þetta eru Íslandsmeistararnir sem eru búnir að vera í þessu streði í allan vetur. Ég heyrði Svavar (Atli Birgisson) þjálfara tala um að þetta væri nýtt upphaf og ný keppni sem væri að byrja,“ sagði Teitur. „Grindavík sem margir tala um sem besta liðið síðustu tvo mánuði. Mér finnst Grindavíkurliðið vera aðeins á niðurleið að undanförnu og ég er aðeins búinn að minnast á það,“ sagði Teitur. Passa ágætlega á móti Grindavík „Fljótt á litið þá passar Tindastólsliðið ágætlega á móti Grindavík,“ sagði Teitur og Helgi tók undir það. „Ég er búinn að bíða eftir því í allan vetur að Stólarnir beri sig eins og meistarar af því að þeir eru ekki búnir að gera það. Þá sérstaklega þessi kjarni sem var þarna fyrir. Ég upplifi það eins og þeir séu saddir. Ég upplifi það eins og þeir hugsi: Við erum búnir að ná markmiðinu, búnir að vera Íslandsmeistarar. Í staðinn fyrir að koma enn þá undirbúnari til leiks þá finnst mér þeir hafa slakað aðeins á og gefið eftir,“ sagði Helgi. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Grindavíkur og Tindastóls og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Grindavíkur og Tindastóls sem voru liðin í öðru og sjöunda sæti í deildinni. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Þetta verður eitthvað „Næsta rimma er rosalegt einvígi. 1-1 hjá Grindavík og Tindastól í vetur. Þetta verður eitthvað,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Grindavíkur og Tindastóls „Seinni leikurinn. Það að Grindavík vinni með fimm stigum í leik sem Stólarnir voru með. Þetta var einn af mörgum leikjum sem þeir glopruðu frá sér. Enginn kani hjá Tindastól. Þetta er rosalega áhugavert einvígi,“ sagði Helgi. Nýtt upphafi fyrir Stólana „Ég held að Grindavík líði ekki vel. Þetta er áhugavert. Þetta eru Íslandsmeistararnir sem eru búnir að vera í þessu streði í allan vetur. Ég heyrði Svavar (Atli Birgisson) þjálfara tala um að þetta væri nýtt upphaf og ný keppni sem væri að byrja,“ sagði Teitur. „Grindavík sem margir tala um sem besta liðið síðustu tvo mánuði. Mér finnst Grindavíkurliðið vera aðeins á niðurleið að undanförnu og ég er aðeins búinn að minnast á það,“ sagði Teitur. Passa ágætlega á móti Grindavík „Fljótt á litið þá passar Tindastólsliðið ágætlega á móti Grindavík,“ sagði Teitur og Helgi tók undir það. „Ég er búinn að bíða eftir því í allan vetur að Stólarnir beri sig eins og meistarar af því að þeir eru ekki búnir að gera það. Þá sérstaklega þessi kjarni sem var þarna fyrir. Ég upplifi það eins og þeir séu saddir. Ég upplifi það eins og þeir hugsi: Við erum búnir að ná markmiðinu, búnir að vera Íslandsmeistarar. Í staðinn fyrir að koma enn þá undirbúnari til leiks þá finnst mér þeir hafa slakað aðeins á og gefið eftir,“ sagði Helgi. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Grindavíkur og Tindastóls og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira