Segist vera meiri Barcelona púristi en Xavi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 10:31 Luis Enrique og Xavi Hernandez unnu þrennuna saman með Barcelona vorið 2015. Í kvöld mætast þeir sem þjálfarar. Getty/Alexander Hassenstein Paris Saint-Germain og Barcelona mætast í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Þjálfarar beggja liða þekkja vel Barcelona og hvað félagið stendur fyrir en hvor þeirra en meiri Barcelona púristi? Sumir myndu halda að það væri Xavi, goðsögn hjá félaginu en það eru ekki allir sammála því. Einn af þeim sem er ósammála Luis Enrique sem stýrir einmitt Paris Saint-Germain í dag. Hinn 53 ára gamli Enrique var leikmaður Barcelona í átta ár og hann var þjálfari liðsins í þrjú ár. Undir hans stjórn vann Barcelona þrennuna árið 2015. | Xavi: Luis Enrique saying that he represents Barça s style better than me? That s Luis Enrique for you. We are both looking for the same thing when it comes to our teams. #fcblive pic.twitter.com/AaaxlcKOYm— BarçaTimes (@BarcaTimes) April 9, 2024 Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Enrique í Barcelona síðan hann yfirgaf Katalóníufélagið árið 2018. „Án nokkurs vafa þá er það ég,“ svaraði Luis Enrique á blaðamannafundi fyrir leikinn aðspurður um það hvort hann eða Xavi rækti meira Barcelona heimspekina í þjálfun sinna liða sem er að halda boltanum, pressa, halda réttum stöðum og sækja. „Skoðið bara tölfræðina, hvað liðin eru mikið með boltann, hvað þau skapa mikið af færum, boltapressuna og titlana. Horfið á það. Þetta er engin skoðun. Tölurnar og staðreyndirnar blasa við. Það þarf ekki að ræða þetta. Aðrir eru kannski annarrar skoðunar en það er engin vafi í mínum huga,“ sagði Luis Enrique. Luis Enrique spilaði við hlið Xavi hjá Barcelona og þjálfaði hann líka seinna. Hann telur þó ekki að það gefi honum forskot fyrir leikina. „Ég þekki Xavi ekki neitt sem þjálfara. Ég þekki hann bara sem leikmann. Ég þekki félagið mjög vel en ekki Xavi sem þjálfara,“ sagði Enrique. „Ég þekki Barcelona virkilega vel og ég þekki leikmenn þeirra en ég veit ekki hvort það sé eitthvað forskot sem fylgir því. Félagið skipti mig miklu máli tilfinningalega vegna þess sem ég upplifði þar. Ég er einnig fagmaður og þarf að hugsa um mitt starf og mitt lið,“ sagði Enrique. Leikur Paris Saint-Germain og Barcelona hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.35. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
Sumir myndu halda að það væri Xavi, goðsögn hjá félaginu en það eru ekki allir sammála því. Einn af þeim sem er ósammála Luis Enrique sem stýrir einmitt Paris Saint-Germain í dag. Hinn 53 ára gamli Enrique var leikmaður Barcelona í átta ár og hann var þjálfari liðsins í þrjú ár. Undir hans stjórn vann Barcelona þrennuna árið 2015. | Xavi: Luis Enrique saying that he represents Barça s style better than me? That s Luis Enrique for you. We are both looking for the same thing when it comes to our teams. #fcblive pic.twitter.com/AaaxlcKOYm— BarçaTimes (@BarcaTimes) April 9, 2024 Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Enrique í Barcelona síðan hann yfirgaf Katalóníufélagið árið 2018. „Án nokkurs vafa þá er það ég,“ svaraði Luis Enrique á blaðamannafundi fyrir leikinn aðspurður um það hvort hann eða Xavi rækti meira Barcelona heimspekina í þjálfun sinna liða sem er að halda boltanum, pressa, halda réttum stöðum og sækja. „Skoðið bara tölfræðina, hvað liðin eru mikið með boltann, hvað þau skapa mikið af færum, boltapressuna og titlana. Horfið á það. Þetta er engin skoðun. Tölurnar og staðreyndirnar blasa við. Það þarf ekki að ræða þetta. Aðrir eru kannski annarrar skoðunar en það er engin vafi í mínum huga,“ sagði Luis Enrique. Luis Enrique spilaði við hlið Xavi hjá Barcelona og þjálfaði hann líka seinna. Hann telur þó ekki að það gefi honum forskot fyrir leikina. „Ég þekki Xavi ekki neitt sem þjálfara. Ég þekki hann bara sem leikmann. Ég þekki félagið mjög vel en ekki Xavi sem þjálfara,“ sagði Enrique. „Ég þekki Barcelona virkilega vel og ég þekki leikmenn þeirra en ég veit ekki hvort það sé eitthvað forskot sem fylgir því. Félagið skipti mig miklu máli tilfinningalega vegna þess sem ég upplifði þar. Ég er einnig fagmaður og þarf að hugsa um mitt starf og mitt lið,“ sagði Enrique. Leikur Paris Saint-Germain og Barcelona hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.35.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira