Tækifærin liggja á landsbyggðinni Anton Guðmundsson skrifar 10. apríl 2024 07:31 Samkvæmt nýju tölum Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 383.726 þann 1. janúar 2024 og hafði íbúum fjölgað um 8.508 frá 1. janúar 2023, eða um 2,3%. Í ný birtum tölum má sjá að 365.256 (95%) búa í byggðakjörnum og 18.470 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 244.177 íbúar (64% landsmanna) en aðeins 139.549 (36%) utan höfuðborgarsvæðis. Landsbygðin á mikið inni og búum við svo vel að vera fámenn þjóð í stóru landi. það er mikilvægt nú sem aldrei fyrr að byggja upp sterka innviði á landsbyggðinni. Tryggja þarf fólki um allt land öruggar og greiðar samgöngur og aðra þjónustu hins opinbara. Og stuðla þarf með markvissum hætti að opinber störf dreifist jafnar um landið. Landsbyggðin býður upp á aukin lífsgæði, aukin tækifæri sérstaklega fyrir ungt fólk sem hefur sótt sér þekkingu og menntun, landsbyggðin þarf á því fólki að halda. Það eru mikil lífsgæði að þurfa ekki að sitja fastur í bíl á milli staða, koma barninu sínu með skjótum hætti í leikskóla og eiga möguleika á að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Við þurfum breytta byggðastefnu sem setur byggðamál í öndvegi og leggur áherslu á jafnrétti óháð búsetu. Við þurfum að taka tillit til byggðasjónarmiða þvert á öll málefnasvið og styðja við nýsköpun og atvinnuuppbyggingu fyrirtækja og einstaklinga um allt land. Hlutfallsleg fólksfjölgun mest á Suðurnesjum og Suðurlandi Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 4.888 fleiri þann 1. janúar 2024 en fyrir ári. Það jafngildir 2,0% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurnesjum og Suðurlandi þar sem fjölgaði um 4,1% á síðasta ári. Í öðrum landshlutum var fólksfjölgun undir landsmeðaltali, á Vesturlandi fjölgaði um 2,0%, á Vestfjörðum fjölgaði um 1,0%, á Norðurlandi eystra um 1,3% og á Austurlandi um 1,9%. Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra en þar fjölgaði einungis um 47 einstaklinga eða 0,6%. 63% mannfjöldans býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu Um 63% mannfjöldans bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. janúar 2024, þ.e. samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls 239.733. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík, þar sem bjuggu 21.847 íbúar og á Akureyri og nágrenni, eða 19.847 íbúar. Alls bjuggu 22.385 einstaklingar í strjálbýli, eða 5,8% mannfjöldans, en með strjálbýli er átt við sveit eða byggðakjarna með færri en 200 íbúa. Með samvinnuhugsjónir að leiðarljósi bæði eflum við og styrkjum landsbyggðina með því að hafa trú á lífi í öllum byggðarkjörnum á Íslandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Mannfjöldi Suðurnesjabær Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýju tölum Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 383.726 þann 1. janúar 2024 og hafði íbúum fjölgað um 8.508 frá 1. janúar 2023, eða um 2,3%. Í ný birtum tölum má sjá að 365.256 (95%) búa í byggðakjörnum og 18.470 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 244.177 íbúar (64% landsmanna) en aðeins 139.549 (36%) utan höfuðborgarsvæðis. Landsbygðin á mikið inni og búum við svo vel að vera fámenn þjóð í stóru landi. það er mikilvægt nú sem aldrei fyrr að byggja upp sterka innviði á landsbyggðinni. Tryggja þarf fólki um allt land öruggar og greiðar samgöngur og aðra þjónustu hins opinbara. Og stuðla þarf með markvissum hætti að opinber störf dreifist jafnar um landið. Landsbyggðin býður upp á aukin lífsgæði, aukin tækifæri sérstaklega fyrir ungt fólk sem hefur sótt sér þekkingu og menntun, landsbyggðin þarf á því fólki að halda. Það eru mikil lífsgæði að þurfa ekki að sitja fastur í bíl á milli staða, koma barninu sínu með skjótum hætti í leikskóla og eiga möguleika á að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Við þurfum breytta byggðastefnu sem setur byggðamál í öndvegi og leggur áherslu á jafnrétti óháð búsetu. Við þurfum að taka tillit til byggðasjónarmiða þvert á öll málefnasvið og styðja við nýsköpun og atvinnuuppbyggingu fyrirtækja og einstaklinga um allt land. Hlutfallsleg fólksfjölgun mest á Suðurnesjum og Suðurlandi Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 4.888 fleiri þann 1. janúar 2024 en fyrir ári. Það jafngildir 2,0% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurnesjum og Suðurlandi þar sem fjölgaði um 4,1% á síðasta ári. Í öðrum landshlutum var fólksfjölgun undir landsmeðaltali, á Vesturlandi fjölgaði um 2,0%, á Vestfjörðum fjölgaði um 1,0%, á Norðurlandi eystra um 1,3% og á Austurlandi um 1,9%. Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra en þar fjölgaði einungis um 47 einstaklinga eða 0,6%. 63% mannfjöldans býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu Um 63% mannfjöldans bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. janúar 2024, þ.e. samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls 239.733. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík, þar sem bjuggu 21.847 íbúar og á Akureyri og nágrenni, eða 19.847 íbúar. Alls bjuggu 22.385 einstaklingar í strjálbýli, eða 5,8% mannfjöldans, en með strjálbýli er átt við sveit eða byggðakjarna með færri en 200 íbúa. Með samvinnuhugsjónir að leiðarljósi bæði eflum við og styrkjum landsbyggðina með því að hafa trú á lífi í öllum byggðarkjörnum á Íslandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun