„Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri“ Stefán Marteinn skrifar 9. apríl 2024 22:01 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni. Vísir/Diego Keflavík lagði Fjölni af velli 83-58 í fyrsta leik liðana í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. „Mér fannst þetta ekki vera frábær leikur hjá okkur. Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri. Við þurfum að gera betur í Grafarvogi á móti þeim næst það er klárt.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Í fyrri hálfleik mátti sjá smá skrekk á liðunum þar sem mikið var um mistök og mörg skot sem fóru forgörðum. Það var svo í fjórða leikhluta sem Keflavíkurliðið hljóp með leikinn endanlega. „Já mér fannst líka í fyrri hálfleik að þá fáum við þrjár liðsvillur sem þýðir að við séum ekki að leggja okkur nógu mikið fram. Við erum að tapa boltanum rosalega klaufalega oft. Erum að reyna senda boltann fram á einhverja þegar hún er ekki frí og þá er þetta orðið 50/50 sending. Það gerðist ábyggilega svona þrisvar eða fjórum sinnum þannig maður var orðin svolítið pirraður með það en mér fannst við gera betur í seinni. Það stendur upp úr.“ Í þriðja leikhluta mátti sjá Sverri Þór pirraðan á hliðarlínunni en hann var þá ekki sáttur með sitt lið þrátt fyrir að vera leiða leikinn. „Við vorum bara ekki að stíga út og bara kæruleysi í sendingum sem að var líka búið að vera svolítið í fyrri hálfleik. Ég vildi bara fá meira skipulag og fá boltann út og leikmenn í réttar stöður og hlaupa það sem við erum að leggja upp með að hlaupa. Við vorum svolítið að gera bara eitthvað og það var ekki að virka og það var ekkert annað en það sem ég var smá pirraður með þarna.“ Keflavík hljóp svo með leikinn í fjórða leikhluta þar sem þær voru mun líkari því liði sem maður þekkti frá því í vetur. „Já Önnurnar tvær, Anna Lára og Anna Ingunn komu inn með krafti af bekknum í öðrum leikhluta og inn í þriðja leikhlutan ásamt þeim sem voru með þeim þarna inn á að þá kom smá kraftur í vörnina og við vorum að fá góð stopp og keyra í bakið á þeim og setja góð skot líka. Það var góður kafli sem kom þarna sem að setti þetta í tuttugu og eitthvað stiga forystu.“ Keflavík leiðir einvígið núna eftir fyrsta leik og útlitið bjart. „Já það er bara 1-0 og næsti leikur. Þessi leikur gerir ekkert fyrir okkur þar. Þar byrjar bara 0-0 og við þurfum að mæta og skilja allt eftir á gólfinu og leggja okkur í þetta saman til að geta náð í sigur þar og komist í 2-0.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki vera frábær leikur hjá okkur. Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri. Við þurfum að gera betur í Grafarvogi á móti þeim næst það er klárt.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Í fyrri hálfleik mátti sjá smá skrekk á liðunum þar sem mikið var um mistök og mörg skot sem fóru forgörðum. Það var svo í fjórða leikhluta sem Keflavíkurliðið hljóp með leikinn endanlega. „Já mér fannst líka í fyrri hálfleik að þá fáum við þrjár liðsvillur sem þýðir að við séum ekki að leggja okkur nógu mikið fram. Við erum að tapa boltanum rosalega klaufalega oft. Erum að reyna senda boltann fram á einhverja þegar hún er ekki frí og þá er þetta orðið 50/50 sending. Það gerðist ábyggilega svona þrisvar eða fjórum sinnum þannig maður var orðin svolítið pirraður með það en mér fannst við gera betur í seinni. Það stendur upp úr.“ Í þriðja leikhluta mátti sjá Sverri Þór pirraðan á hliðarlínunni en hann var þá ekki sáttur með sitt lið þrátt fyrir að vera leiða leikinn. „Við vorum bara ekki að stíga út og bara kæruleysi í sendingum sem að var líka búið að vera svolítið í fyrri hálfleik. Ég vildi bara fá meira skipulag og fá boltann út og leikmenn í réttar stöður og hlaupa það sem við erum að leggja upp með að hlaupa. Við vorum svolítið að gera bara eitthvað og það var ekki að virka og það var ekkert annað en það sem ég var smá pirraður með þarna.“ Keflavík hljóp svo með leikinn í fjórða leikhluta þar sem þær voru mun líkari því liði sem maður þekkti frá því í vetur. „Já Önnurnar tvær, Anna Lára og Anna Ingunn komu inn með krafti af bekknum í öðrum leikhluta og inn í þriðja leikhlutan ásamt þeim sem voru með þeim þarna inn á að þá kom smá kraftur í vörnina og við vorum að fá góð stopp og keyra í bakið á þeim og setja góð skot líka. Það var góður kafli sem kom þarna sem að setti þetta í tuttugu og eitthvað stiga forystu.“ Keflavík leiðir einvígið núna eftir fyrsta leik og útlitið bjart. „Já það er bara 1-0 og næsti leikur. Þessi leikur gerir ekkert fyrir okkur þar. Þar byrjar bara 0-0 og við þurfum að mæta og skilja allt eftir á gólfinu og leggja okkur í þetta saman til að geta náð í sigur þar og komist í 2-0.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira