Árið sem Hildur festi sig í sessi Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 12:00 Saga Hildar er athyglisverð og hefur hún komið inn af krafti á miðjuna hjá íslenska landsliðinu Vísir Saga íslensku landsliðskonunnar í fótbolta, Hildar Antonsdóttur, er ansi sérstök hvað íslenska landsliðið varðar. Á seinni helmingi síns ferils er Hildur, sem leikur með hollenska liðinu Fortuna Sittard, á síðasta árinu búin að festa sig í sessi fastamaður í íslenska landsliðinu. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Hvað aldur og feril varðar er hin 28 ára gamla Hildur ein af reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins um þessar mundir. Hún á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands en ekki er ýkja langt síðan að hún vann sér inn fast sæti í liðinu og mun hún í kvöld spila sinn fjórtánda A-landsleik. Hildur hafði aðeins spilað tvo A-landsleiki, báðir komu þeir árið 2020, er Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ákvað að kalla hana inn í landsliðshópinn fyrir landsliðsverkefni Íslands fyrir akkúrat ári síðan. Klippa: Mjög mikill heiður og ótrúlega gaman „Í fyrsta lagi er það bara mjög mikill heiður og ótrúlega gaman,“ segir Hildur um þá staðreynd að hún sé nú loksins orðin fastamaður í íslenska landsliðinu á tuttugasta og níunda aldursári. „Það er komið ár núna síðan að ég var kölluð inn í landsliðið og ég er bara enn þá að njóta mín í botn. Mér finnst geðveikt að mæta í alla leiki, nýt þess að spila. Ef maður nýtur þess að spila þá fylgir því góð frammistaða.“ Framundan, seinna í dag, er leikur gegn sterku liði Þýskalands á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM 2025 og lýst Hildi vel á þá viðureign. „Mjög vel. Það var gott að ná sigri og þremur stigum í síðasta leik. Við ætlum bara að reyna fylgja því eftir í þessum leik gegn Þýskalandi með svipaðri frammistöðu.“ Hvað þurfið þið að hafa helst í huga og hverju þurfi þið að ná fram í þessum leik til þess að sækja úrslit? „Í fyrsta lagi þurfum við að láta finna fyrir okkur. Mæta af fullum krafti í þennan leik, fara í návígi. Ekki leyfa þeim að komast upp með að spila einhvern fínan fótbolta. Ýta þeim aðeins neðar og halda í boltann þegar að við getum.“ Hvernig meturðu möguleikana. Eru þeir ekki alveg til staðar með það fyrir augum að geta strítt Þjóðverjunum? „Alveg hundrað prósent. Við förum bara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Við höfum verið að skoða klippur af þessu þýska liðið og höfum náttúrulega nýlega spilað tvisvar sinnum við þær. Það var mikill munur á þeim leikjum hjá okkur. Við viljum bara halda áfram að bæta okkar leik á móti þeim.“ Það hefur liðið nokkuð langt frá síðasta tapleik ykkar. Maður myndi ætla að þið mæti bara fullar sjálfstrausts í þetta verkefni. „Já það er staðan og úrslitin úr síðustu leikjum hjálpa bara til með það. Við höldum bara áfram að vinna með þau gildi sem við höfum verið að vinna með og þá ættum við alveg að eiga möguleika á því að sækja góð úrslit á móti Þýskalandi.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Hvað aldur og feril varðar er hin 28 ára gamla Hildur ein af reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins um þessar mundir. Hún á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands en ekki er ýkja langt síðan að hún vann sér inn fast sæti í liðinu og mun hún í kvöld spila sinn fjórtánda A-landsleik. Hildur hafði aðeins spilað tvo A-landsleiki, báðir komu þeir árið 2020, er Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ákvað að kalla hana inn í landsliðshópinn fyrir landsliðsverkefni Íslands fyrir akkúrat ári síðan. Klippa: Mjög mikill heiður og ótrúlega gaman „Í fyrsta lagi er það bara mjög mikill heiður og ótrúlega gaman,“ segir Hildur um þá staðreynd að hún sé nú loksins orðin fastamaður í íslenska landsliðinu á tuttugasta og níunda aldursári. „Það er komið ár núna síðan að ég var kölluð inn í landsliðið og ég er bara enn þá að njóta mín í botn. Mér finnst geðveikt að mæta í alla leiki, nýt þess að spila. Ef maður nýtur þess að spila þá fylgir því góð frammistaða.“ Framundan, seinna í dag, er leikur gegn sterku liði Þýskalands á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM 2025 og lýst Hildi vel á þá viðureign. „Mjög vel. Það var gott að ná sigri og þremur stigum í síðasta leik. Við ætlum bara að reyna fylgja því eftir í þessum leik gegn Þýskalandi með svipaðri frammistöðu.“ Hvað þurfið þið að hafa helst í huga og hverju þurfi þið að ná fram í þessum leik til þess að sækja úrslit? „Í fyrsta lagi þurfum við að láta finna fyrir okkur. Mæta af fullum krafti í þennan leik, fara í návígi. Ekki leyfa þeim að komast upp með að spila einhvern fínan fótbolta. Ýta þeim aðeins neðar og halda í boltann þegar að við getum.“ Hvernig meturðu möguleikana. Eru þeir ekki alveg til staðar með það fyrir augum að geta strítt Þjóðverjunum? „Alveg hundrað prósent. Við förum bara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Við höfum verið að skoða klippur af þessu þýska liðið og höfum náttúrulega nýlega spilað tvisvar sinnum við þær. Það var mikill munur á þeim leikjum hjá okkur. Við viljum bara halda áfram að bæta okkar leik á móti þeim.“ Það hefur liðið nokkuð langt frá síðasta tapleik ykkar. Maður myndi ætla að þið mæti bara fullar sjálfstrausts í þetta verkefni. „Já það er staðan og úrslitin úr síðustu leikjum hjálpa bara til með það. Við höldum bara áfram að vinna með þau gildi sem við höfum verið að vinna með og þá ættum við alveg að eiga möguleika á því að sækja góð úrslit á móti Þýskalandi.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira