Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 11:27 Meira en milljón manns dvelja í frumstæðum tjaldbúðum við borgarmörk Röfu. AP/Atem Ali Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. Talsmaður ísraelska hersins staðfesti þetta í samtali við Guardian. Þessi talsmaður veitti engar frekari upplýsingar og því er óljóst hvort þessi brottflutning feli í sér að fyrirætlaðri árás Ísraelsmanna á landamæraborgina Rafa verði frestað. Í Rafa dvelja meira en milljón manns sem flúið hafa heimili sín undan átökum Ísraela og Hamasliða. Hvíta húsið styddi ekki áhlaup Hvíta húsið hafði áður gefið út að það myndi ekki styðja við bakið á Ísraelum í ætlaðri árás sinni á Rafah án þess að Ísraelar kynni hnitmiðaða ferla til að tryggja öryggi palestínskra borgara. Rafa er sögð síðasta sterka vígi Hamasliða í Gasa. Fleiri en 33 þúsund Palestínumanna hafa látið lífið í átökunum og tæplega 76 þúsund særst, samkvæmt nýjustu tölum heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu. Átökin hófust 7. október með stórtæku áhlaupi Hamasliða inn í Ísrael fyrir akkúrat hálfu ári í dag. Flest hinna látnu og særðu eru konur og börn og talið er að þúsundir fleiri séu ótaldir í rústum borga Gasasvæðisins. Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna birti færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, til að minnast dagsins og allra þeirra sem eru eru á vergangi átakanna vegna. The war in #Gaza: 6 months of never-ending displacement. Around 1.7 million people have been forced to flee their homes.Since the onset of the war, @UNRWA facilities have been transformed to provide emergency shelter for thousands of families seeking safety with nowhere to go pic.twitter.com/fFheV488NJ— UNRWA (@UNRWA) April 7, 2024 „Um 1,7 milljón manns hefur verið neydd til að yfirgefa heimili sín. Frá upphafi stríðsins hafa aðstöður Flóttamannaaðstoðarinnar veitt þúsundum fjölskylda sem hafa í engin önnur hús að venda öryggi,“ skrifar Flóttamannaaðstoðin. Gert er ráð fyrir hungursneyð á norðanverðu Gasasvæðinu og kemur fram í skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna frá í síðasta mánuði að hlutfall Palestínumanna sem standa frammi fyrir „katastrófískri“ neyð hafi tvöfaldast síðan í desember. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. 4. apríl 2024 21:35 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Talsmaður ísraelska hersins staðfesti þetta í samtali við Guardian. Þessi talsmaður veitti engar frekari upplýsingar og því er óljóst hvort þessi brottflutning feli í sér að fyrirætlaðri árás Ísraelsmanna á landamæraborgina Rafa verði frestað. Í Rafa dvelja meira en milljón manns sem flúið hafa heimili sín undan átökum Ísraela og Hamasliða. Hvíta húsið styddi ekki áhlaup Hvíta húsið hafði áður gefið út að það myndi ekki styðja við bakið á Ísraelum í ætlaðri árás sinni á Rafah án þess að Ísraelar kynni hnitmiðaða ferla til að tryggja öryggi palestínskra borgara. Rafa er sögð síðasta sterka vígi Hamasliða í Gasa. Fleiri en 33 þúsund Palestínumanna hafa látið lífið í átökunum og tæplega 76 þúsund særst, samkvæmt nýjustu tölum heilbrigðiseftirlitsins á svæðinu. Átökin hófust 7. október með stórtæku áhlaupi Hamasliða inn í Ísrael fyrir akkúrat hálfu ári í dag. Flest hinna látnu og særðu eru konur og börn og talið er að þúsundir fleiri séu ótaldir í rústum borga Gasasvæðisins. Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna birti færslu á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, til að minnast dagsins og allra þeirra sem eru eru á vergangi átakanna vegna. The war in #Gaza: 6 months of never-ending displacement. Around 1.7 million people have been forced to flee their homes.Since the onset of the war, @UNRWA facilities have been transformed to provide emergency shelter for thousands of families seeking safety with nowhere to go pic.twitter.com/fFheV488NJ— UNRWA (@UNRWA) April 7, 2024 „Um 1,7 milljón manns hefur verið neydd til að yfirgefa heimili sín. Frá upphafi stríðsins hafa aðstöður Flóttamannaaðstoðarinnar veitt þúsundum fjölskylda sem hafa í engin önnur hús að venda öryggi,“ skrifar Flóttamannaaðstoðin. Gert er ráð fyrir hungursneyð á norðanverðu Gasasvæðinu og kemur fram í skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna frá í síðasta mánuði að hlutfall Palestínumanna sem standa frammi fyrir „katastrófískri“ neyð hafi tvöfaldast síðan í desember.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. 4. apríl 2024 21:35 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32
Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. 4. apríl 2024 21:35
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01