„Það er okkar að stoppa hann“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 12:45 Arnór Smárason er fyrirliði ÍA. Vísir Arnór Smárason segir Skagamenn vera búna að eiga gott undirbúningstímabil en liðið fór meðal annars í úrslit Lengjubikarsins. Hann segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar gera mikið fyrir deildina. Valur og ÍA mætast í Bestu deild karla í kvöld en leikurinn verður sá fyrsti hjá Gylfa Þór Sigurðssyni í Bestu deildinni. Valsmenn héldu blaðamannafund fyrir leikinn nú á föstudag og þar hitti Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður Arnór Smárason að máli og ræddi við hann um Skagaliðið. „Það er tilhlökkun og það er alltaf gott þegar maður finnur fiðrildið koma í magann. Þá veistu að þetta er að byrja og þetta skiptir þig máli. Gríðarleg tilhlökkun að þetta sé loksins komið í gang og við séum að fara að spila alvöru leiki,“ sagði Arnór. Skagamenn unnu sigur á Val í undanúrslitum Lengjubikarsins á dögunum en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. „Við erum búnir að eiga ljómandi gott undirbúningstímabil og erum mjög ánægðir með okkar hóp og liðsheild. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig við ætlum að koma inn í þetta mót og hafa sumarið. Það býr mikið í Skagaliðinu þannig að við komum bara brattir inn í mót.“ Gylfi Þór Sigurðsson mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í kvöld. Arnór segir að koma hans í Bestu deildina geri mikið fyrir alla. Klippa: Viðtal við Arnór Smárason leikmann ÍA „Það er rosalega skemmtilegt og frábært fyrir alla að fá Gylfa Þór heim. Hann ásamt öðrum á eftir að lyfta deildinni á enn hærra plan innan sem utan vallar. Þessi blaðamannafundur hér, allir svona hlutir hjálpast að við að gera umgjörðina betri og áhorfið meira. Frábært að fá Gylfa heim en það er okkar að stoppa hann á sunnudag.“ Allt viðtal Vals Páls við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira
Valur og ÍA mætast í Bestu deild karla í kvöld en leikurinn verður sá fyrsti hjá Gylfa Þór Sigurðssyni í Bestu deildinni. Valsmenn héldu blaðamannafund fyrir leikinn nú á föstudag og þar hitti Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður Arnór Smárason að máli og ræddi við hann um Skagaliðið. „Það er tilhlökkun og það er alltaf gott þegar maður finnur fiðrildið koma í magann. Þá veistu að þetta er að byrja og þetta skiptir þig máli. Gríðarleg tilhlökkun að þetta sé loksins komið í gang og við séum að fara að spila alvöru leiki,“ sagði Arnór. Skagamenn unnu sigur á Val í undanúrslitum Lengjubikarsins á dögunum en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. „Við erum búnir að eiga ljómandi gott undirbúningstímabil og erum mjög ánægðir með okkar hóp og liðsheild. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig við ætlum að koma inn í þetta mót og hafa sumarið. Það býr mikið í Skagaliðinu þannig að við komum bara brattir inn í mót.“ Gylfi Þór Sigurðsson mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í kvöld. Arnór segir að koma hans í Bestu deildina geri mikið fyrir alla. Klippa: Viðtal við Arnór Smárason leikmann ÍA „Það er rosalega skemmtilegt og frábært fyrir alla að fá Gylfa Þór heim. Hann ásamt öðrum á eftir að lyfta deildinni á enn hærra plan innan sem utan vallar. Þessi blaðamannafundur hér, allir svona hlutir hjálpast að við að gera umgjörðina betri og áhorfið meira. Frábært að fá Gylfa heim en það er okkar að stoppa hann á sunnudag.“ Allt viðtal Vals Páls við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira