Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 100-111| Gestinir úr Grindavík sterkari á lokasprettinum og tryggðu heimaleikjaréttinn Hjörvar Ólafsson skrifar 4. apríl 2024 20:52 DeAndre Kane og Ólafur Ólafsson voru í eldlínunni hjá Grindavík í kvöld. Vísir / Pawel Grindvíkingar sóttu tvö stig þegar liðið heimsótti Hauka í Ólafssal að Ásvöllum í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 100-111 Grindavík í vil. Eftir jafna og spennandi fyrstu þrjá leikhluta þar sem Grindavík hafði lengst af forystuna en liðin skiptust þó á að leiða voru gestirnir sterkari á svellinu þegar á hólmin var komið í fjórða leikhluta. Grindavík sigldi fram úr og innbyrti að lokum þægilegan 11 stiga sigur sem færir liðinu heimaleikjarétt í úrslitakeppinni. Haukar hafna í tíunda sæti deildarinnar sem er fjarri því sem stefnt var að í Ólafssal. Úrslit kvöldsins þýða að Grindavík skýst upp í annað sæti deildarinnar á eftir deildarmeisturum Vals en Grindvíkingar mæta þar af leiðandi ríkjandi Íslandsmeisturum, Tindastóli, í átta liða úrslitum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari GrindavíkurVísir/Hulda Margrét Jóhann Þór: Þurfum að kveikja á ON takkanum „Það er nú meira stigin tvö bara frekar en frammistaðan sem gleður mig og ég tek út úr þessum leik. Við vorum frekar flatir framan af en hertum tökin um miðbik fjórða leikhluta og tryggðu okkur sigurinn þar,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, að leik loknum. „Við spilað mjög vel heilt yfir eftir áramót en síðustu tveir leikir hafa verið slakir og það veldur mér áhyggjum á þessum tímapunkti á tímabilinu. Það getur verið erfitt að kveikja bara á ON takkanum þegar út í úrslitakeppnina kemur en við þurfum að finna stemminguna og taktinn því frammistaða eins og í kvöld mun ekki duga þegar út í alvöruna er komið,“ sagði Jóhann Þór enn fremur. Maté: Léttir að þetta sé búið „Ég skal bara fúslega viðurkenna að það er ákveðinn léttir að þessu keppnistímabili sé lokið. Þetta er búið að vera þungt í vetur og nú er þetta bara frá. Þessi leikur var bara flottur að mörgu leyti en synd að við höfum ekki endað þetta með sigri,“ sagði Maté Dalmay, þjálfari Hauka. „Ég er ekkert farinn að leiða hugann að næstu leiktíð. Nú ætla ég bara að hreinsa hugann aðeins og slaka á. Að því loknu mun ég melta þetta tímabil og fara að búa mig undir að gera betur á því næsta. Það er margt sem við getum lært en ég er ekki farinn að pæla í því almennilega enn sem komið er,“ sagði Maté um framhaldið. Maté Dalmay hefur fáar ástæður til að brosa þessa daganaVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Grindavík? Það kom svolítið í ljós undir lok leiksins að Grindavík hafði að meiru að keppa í þessum leik og liðið náði upp stemmingu áður en það varð um seinan. Lykilleikmenn Grindavíkurliðsins, Julio De Asisse, Deandre Kane og Dedrick Basile vöknuðu til lífsins og það gerði gæfumuninn. Hverjir sköruðu fram úr? Áðurnefndir Asise, Kane og Basile skoruðu mest fyrir Grindavík. Þá voru Ólafur Ólafsson og Arnór Helgason drjúgir fyrir gestina á lokakafla leiksins. Kristófer Björgvinsson var atkvæðamestur fyrir Hauka og David Okeke, Hilmar Arnarson og Daniel Love lögðu einnig töluvert í púkkinn. Hvað gekk illa? Haukar náðu ekki að halda út og lánleysi liðsins hélt áfram. Haukar unnu einungis fimm leiki í allan vetur og þetta er tímabil sem Maté og aðrir Haukamenn vilja gleyma sem allra fyrst og horfa fram á veginn. Flottur leikur hjá liðinu í þrjá leikhluta dugði ekki til þar sem stóru skotin fóru ekki niður þegar mest á reyndi. Hvað gerist næst? Grindavík fer að búa sig undir úrslitakeppnina en Haukar eru komnir í snemmbúið sumafrí. Subway-deild karla UMF Grindavík Haukar
Grindvíkingar sóttu tvö stig þegar liðið heimsótti Hauka í Ólafssal að Ásvöllum í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 100-111 Grindavík í vil. Eftir jafna og spennandi fyrstu þrjá leikhluta þar sem Grindavík hafði lengst af forystuna en liðin skiptust þó á að leiða voru gestirnir sterkari á svellinu þegar á hólmin var komið í fjórða leikhluta. Grindavík sigldi fram úr og innbyrti að lokum þægilegan 11 stiga sigur sem færir liðinu heimaleikjarétt í úrslitakeppinni. Haukar hafna í tíunda sæti deildarinnar sem er fjarri því sem stefnt var að í Ólafssal. Úrslit kvöldsins þýða að Grindavík skýst upp í annað sæti deildarinnar á eftir deildarmeisturum Vals en Grindvíkingar mæta þar af leiðandi ríkjandi Íslandsmeisturum, Tindastóli, í átta liða úrslitum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari GrindavíkurVísir/Hulda Margrét Jóhann Þór: Þurfum að kveikja á ON takkanum „Það er nú meira stigin tvö bara frekar en frammistaðan sem gleður mig og ég tek út úr þessum leik. Við vorum frekar flatir framan af en hertum tökin um miðbik fjórða leikhluta og tryggðu okkur sigurinn þar,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, að leik loknum. „Við spilað mjög vel heilt yfir eftir áramót en síðustu tveir leikir hafa verið slakir og það veldur mér áhyggjum á þessum tímapunkti á tímabilinu. Það getur verið erfitt að kveikja bara á ON takkanum þegar út í úrslitakeppnina kemur en við þurfum að finna stemminguna og taktinn því frammistaða eins og í kvöld mun ekki duga þegar út í alvöruna er komið,“ sagði Jóhann Þór enn fremur. Maté: Léttir að þetta sé búið „Ég skal bara fúslega viðurkenna að það er ákveðinn léttir að þessu keppnistímabili sé lokið. Þetta er búið að vera þungt í vetur og nú er þetta bara frá. Þessi leikur var bara flottur að mörgu leyti en synd að við höfum ekki endað þetta með sigri,“ sagði Maté Dalmay, þjálfari Hauka. „Ég er ekkert farinn að leiða hugann að næstu leiktíð. Nú ætla ég bara að hreinsa hugann aðeins og slaka á. Að því loknu mun ég melta þetta tímabil og fara að búa mig undir að gera betur á því næsta. Það er margt sem við getum lært en ég er ekki farinn að pæla í því almennilega enn sem komið er,“ sagði Maté um framhaldið. Maté Dalmay hefur fáar ástæður til að brosa þessa daganaVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Grindavík? Það kom svolítið í ljós undir lok leiksins að Grindavík hafði að meiru að keppa í þessum leik og liðið náði upp stemmingu áður en það varð um seinan. Lykilleikmenn Grindavíkurliðsins, Julio De Asisse, Deandre Kane og Dedrick Basile vöknuðu til lífsins og það gerði gæfumuninn. Hverjir sköruðu fram úr? Áðurnefndir Asise, Kane og Basile skoruðu mest fyrir Grindavík. Þá voru Ólafur Ólafsson og Arnór Helgason drjúgir fyrir gestina á lokakafla leiksins. Kristófer Björgvinsson var atkvæðamestur fyrir Hauka og David Okeke, Hilmar Arnarson og Daniel Love lögðu einnig töluvert í púkkinn. Hvað gekk illa? Haukar náðu ekki að halda út og lánleysi liðsins hélt áfram. Haukar unnu einungis fimm leiki í allan vetur og þetta er tímabil sem Maté og aðrir Haukamenn vilja gleyma sem allra fyrst og horfa fram á veginn. Flottur leikur hjá liðinu í þrjá leikhluta dugði ekki til þar sem stóru skotin fóru ekki niður þegar mest á reyndi. Hvað gerist næst? Grindavík fer að búa sig undir úrslitakeppnina en Haukar eru komnir í snemmbúið sumafrí.