Hér geta liðin endað eftir kvöldið: Spenna í lokaumferð Subway Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2024 12:31 Callum Lawson og félagar í Tindastól þurfa hjálp frá Álftanesmönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta en útreikningurinn í lok kvöld gæti orðið svolítið flókinn. Við ætlum að reyna einfalda aðeins þessa flóknu stöðu. Baráttan er aðallega á tveimur stöðum því Valsmenn eru orðnir deildarmeistarar, Haukar eru í einskismannslandi og bæði Breiðablik og Hamar eru fallin úr deildinni. Það er aftur á móti mikil barátta um heimavallarréttinn og svo um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Flóknasta staðan er vissulega hvaða lið enda í öðru til fimmta sæti því þarf getur mikið breyst eftir leikina í kvöld. Grindavík og Keflavík geta þannig endað í öllum fjórum sætunum, Njarðvíkingar geta endað í öðru til fjórða sæti og Þórsarar eiga tölfræðilega möguleika á öðru og þriðja sæti en aðeins raunhæfa möguleika á fjórða eða fimmta sætinu. Grindvíkingar standa svo vel í innbyrðis leikjum á móti Njarðvík og Þór að þeir græða á því að sem flest lið endi jöfn með 30 stig. Keflvíkingar eru í öðru sæti og á sigurbraut en kvöldið gæti endað mjög illa því Keflavíkurliðið kemur verst út í innbyrðis leikjum endi öll liðin jöfn að stigum. Þórsarar gætu flækt málið með sigri á Keflavík því það gæfi fleiri liðum en þeim tækifæri að ná bikarmeisturunum að stigum. Staðan er aðeins einfaldari í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stjarnan og Tindastóll berjast um það og spila bæði lið við lið sem er fallið úr deildinni. Það er því líklegt að þau vinni bæði sinn leik. Það sem gæti aftur á móti ráðið lokastöðunni er úrslitin úr leik Álftanesliðsins og Hattar. Álftanes og Höttur eru að spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið en tapi Höttur þá hefur það mikil áhrif á lokastöðu Hattarliðsins, Tindastóls og Stjörnunnar. Stólarnir þurfa því að treysta á það að fá Hött með í pakkann til að komast upp fyrir Stjörnuna því Stjarnan er með betri innbyrðis stöðu ef Stjarnan og Tindastóll enda jöfn að stigum. Endi Höttur, Tindastóll og Stjarnan jöfn að stigum þá sitja Stjörnumenn eftir með sárt ennið. Hér fyrir ofan og neðan má sjá yfirlit yfir möguleika liðanna. Það er líka hægt að taka þetta saman eftir ákveðnum sætum. Þá kæmi þetta út eins og sjá má hér fyrir neðan. Lið sem geta endað í öðru sætinu Keflavík: Vinnur Þór Njarðvík: Vinnur Val og Keflavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 40 stigum eða meira, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í þriðja sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur Njarðvík: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í fjórða sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar Keflavík: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Njarðvík: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur Lið sem geta endað í fimmta sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Tapar fyrir Keflavík Lið sem geta endað í sjötta sætinu Álftanes: Vinnur Hött Höttur: Vinnur Álftanes Lið sem geta endað í sjöunda sætinu Álftanes: Tapar fyrir Hetti Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar Tindastóll: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar Lið sem geta endað í áttunda sætinu Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur Stjarnan: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar Lið sem geta endað í níuunda sætinu Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar Stjarnan: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Tindastóll Stjarnan Höttur UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira
Baráttan er aðallega á tveimur stöðum því Valsmenn eru orðnir deildarmeistarar, Haukar eru í einskismannslandi og bæði Breiðablik og Hamar eru fallin úr deildinni. Það er aftur á móti mikil barátta um heimavallarréttinn og svo um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Flóknasta staðan er vissulega hvaða lið enda í öðru til fimmta sæti því þarf getur mikið breyst eftir leikina í kvöld. Grindavík og Keflavík geta þannig endað í öllum fjórum sætunum, Njarðvíkingar geta endað í öðru til fjórða sæti og Þórsarar eiga tölfræðilega möguleika á öðru og þriðja sæti en aðeins raunhæfa möguleika á fjórða eða fimmta sætinu. Grindvíkingar standa svo vel í innbyrðis leikjum á móti Njarðvík og Þór að þeir græða á því að sem flest lið endi jöfn með 30 stig. Keflvíkingar eru í öðru sæti og á sigurbraut en kvöldið gæti endað mjög illa því Keflavíkurliðið kemur verst út í innbyrðis leikjum endi öll liðin jöfn að stigum. Þórsarar gætu flækt málið með sigri á Keflavík því það gæfi fleiri liðum en þeim tækifæri að ná bikarmeisturunum að stigum. Staðan er aðeins einfaldari í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stjarnan og Tindastóll berjast um það og spila bæði lið við lið sem er fallið úr deildinni. Það er því líklegt að þau vinni bæði sinn leik. Það sem gæti aftur á móti ráðið lokastöðunni er úrslitin úr leik Álftanesliðsins og Hattar. Álftanes og Höttur eru að spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið en tapi Höttur þá hefur það mikil áhrif á lokastöðu Hattarliðsins, Tindastóls og Stjörnunnar. Stólarnir þurfa því að treysta á það að fá Hött með í pakkann til að komast upp fyrir Stjörnuna því Stjarnan er með betri innbyrðis stöðu ef Stjarnan og Tindastóll enda jöfn að stigum. Endi Höttur, Tindastóll og Stjarnan jöfn að stigum þá sitja Stjörnumenn eftir með sárt ennið. Hér fyrir ofan og neðan má sjá yfirlit yfir möguleika liðanna. Það er líka hægt að taka þetta saman eftir ákveðnum sætum. Þá kæmi þetta út eins og sjá má hér fyrir neðan. Lið sem geta endað í öðru sætinu Keflavík: Vinnur Þór Njarðvík: Vinnur Val og Keflavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 40 stigum eða meira, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í þriðja sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur Njarðvík: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í fjórða sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar Keflavík: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Njarðvík: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur Lið sem geta endað í fimmta sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Tapar fyrir Keflavík Lið sem geta endað í sjötta sætinu Álftanes: Vinnur Hött Höttur: Vinnur Álftanes Lið sem geta endað í sjöunda sætinu Álftanes: Tapar fyrir Hetti Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar Tindastóll: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar Lið sem geta endað í áttunda sætinu Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur Stjarnan: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar Lið sem geta endað í níuunda sætinu Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar Stjarnan: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur
Lið sem geta endað í öðru sætinu Keflavík: Vinnur Þór Njarðvík: Vinnur Val og Keflavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 40 stigum eða meira, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í þriðja sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur Njarðvík: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar Grindavík: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Lið sem geta endað í fjórða sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar Keflavík: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar Njarðvík: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík Þór Þorl.: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur Lið sem geta endað í fimmta sætinu Keflavík: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Grindavík: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl.: Tapar fyrir Keflavík Lið sem geta endað í sjötta sætinu Álftanes: Vinnur Hött Höttur: Vinnur Álftanes Lið sem geta endað í sjöunda sætinu Álftanes: Tapar fyrir Hetti Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar Tindastóll: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar Lið sem geta endað í áttunda sætinu Höttur: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur Stjarnan: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar Lið sem geta endað í níuunda sætinu Tindastóll: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar Stjarnan: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Tindastóll Stjarnan Höttur UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira