Tók símtalið á pabba fyrir Herbert Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. apríl 2024 20:01 Herbert Guðmundsson er himinlifandi með lífið þessa dagana og feðgunum Birgi og Stefáni tókst vel að beisla hamingju söngvarans í nýja laginu sem kom út í dag. „Ég reyni alltaf að birta upp heiminn,“ segir tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson sem gaf út nýtt lag í dag, sumarsmellinn Allt á uppleið! Söngvarinn segir lagið eiga vel við á þessum tíma en síminn stoppar ekki og hann hefur í nógu að snúast fram á haust. Stórkanónur eru að baki laginu með Herberti, feðgarnir Stefán Hilmarsson og Birgir Steinn Stefánsson. „Birgir Steinn hringdi í mig og sagði bara: „Heyrðu ég er búinn að semja lag fyrir þig!“ segir Herbert hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segir um að ræða algjöran sumarsmell og því hafi þeir ákveðið að gefa lagið út nú svo það verði búið að stimpla sig rækilega inn í þjóðarsálina þegar hlýja tekur. „Ég er bjaaartsýnn í daaag,“ syngur Herbert í símtólið. Hann segist elska að vinna með ólíkum tónlistarmönnum. „Svo set ég allta svona mitt tötsj á þetta eða Hebba fílinginn eins og Dóri pródúsent segir alltaf.“ Hann segist varla hafa undan við að taka við bókunum. „Það eru brúðkaup í sumar, útskriftarteiti, afmæli og bara nefndu það. Það eru fáar helgar lausar, þetta er bara þvílík blessun,“ segir Herbert. Hann er nýbúinn að halda sérstaka tónleika í Háskólabíó og segist eiginlega aldrei hafa haft það betra. „Ég var einmitt að koma úr World Class í Laugum. Ég er þrisvar í viku hjá einkaþjálfara. Ég var áður í Sporthúsinu en er búinn að færa mig hingað yfir, maður er með aðgang að betri stofunni og svona og getur farið í sána og infrarauða og svona dóterí.“ Sótti innblástur í eldra lag Herberts Birgir Steinn segir í samtali við Vísi að hann hafi sótt innblástur að laginu í lag Herberts frá árinu 2021, Með stjörnunum. Hann segist lengi hafa verið aðdáandi Herberts. „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hebba og ekki bara út af tónlistinni hans heldur líka bara vegna þess hvernig karakter hann er,“ segir Birgir. Hann segist ekki hafa verið lengi að semja lagið. „Ég sótti innblástur í lagið Með stjörnunum og lagið átti alltaf að vera þannig að þú kæmist í gírinn þannig að þig langi að fara að dansa. Auðvitað breyttist lagið aðeins í ferlinu og var kannski aðeins meira 80's í upphafi,“ segir Birgir Steinn hlæjandi. Fannst hann verða að sækja „the big guns“ Birgir Steinn hefur undanfarin ár samið tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn en vinnur samhliða því í eigin plötu sem hann stefnir á að gefa út síðar á þessu ári. Hann segist öllu vanari því að semja texta á ensku en á íslensku. „Mér fannst þetta allt vera svo miklu stærra en að ég gæti bara sest sjálfur niður og skrifað texta á blað. Þannig ég hugsaði að ég yrði að hringja til að „bring out the big guns,“ segir Birgir á léttum nótum og vísar þar að sjálfsögðu til föður síns, Stebba Hilmars. „Pabbi er náttúrulega töluvert betri en ég í að semja íslenskan texta, það verður bara að segjast eins og er. Svo man ég að hann sendi mér uppkast til þess að sýna mér áttina sem hann var að stefna í með textann og spurði hvort þetta væri ekki í lagi. Mig minnir að ég hafi bara sagt: „Er ekki í lagi með þig eða?!“ segir Birgir hlæjandi. Textinn hafi hitt beint í mark. Pabbi hans hafi dúndrað hárréttum orðum niður á blað. „Lagið á að vera kærkominn vorboði, við skulum orða það þannig og það er auðvitað geðveikt að gera þetta með Hebba, sem skilar þessi náttúrulega óaðfinnanlega frá sér.“ Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Birgir Steinn hringdi í mig og sagði bara: „Heyrðu ég er búinn að semja lag fyrir þig!“ segir Herbert hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segir um að ræða algjöran sumarsmell og því hafi þeir ákveðið að gefa lagið út nú svo það verði búið að stimpla sig rækilega inn í þjóðarsálina þegar hlýja tekur. „Ég er bjaaartsýnn í daaag,“ syngur Herbert í símtólið. Hann segist elska að vinna með ólíkum tónlistarmönnum. „Svo set ég allta svona mitt tötsj á þetta eða Hebba fílinginn eins og Dóri pródúsent segir alltaf.“ Hann segist varla hafa undan við að taka við bókunum. „Það eru brúðkaup í sumar, útskriftarteiti, afmæli og bara nefndu það. Það eru fáar helgar lausar, þetta er bara þvílík blessun,“ segir Herbert. Hann er nýbúinn að halda sérstaka tónleika í Háskólabíó og segist eiginlega aldrei hafa haft það betra. „Ég var einmitt að koma úr World Class í Laugum. Ég er þrisvar í viku hjá einkaþjálfara. Ég var áður í Sporthúsinu en er búinn að færa mig hingað yfir, maður er með aðgang að betri stofunni og svona og getur farið í sána og infrarauða og svona dóterí.“ Sótti innblástur í eldra lag Herberts Birgir Steinn segir í samtali við Vísi að hann hafi sótt innblástur að laginu í lag Herberts frá árinu 2021, Með stjörnunum. Hann segist lengi hafa verið aðdáandi Herberts. „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hebba og ekki bara út af tónlistinni hans heldur líka bara vegna þess hvernig karakter hann er,“ segir Birgir. Hann segist ekki hafa verið lengi að semja lagið. „Ég sótti innblástur í lagið Með stjörnunum og lagið átti alltaf að vera þannig að þú kæmist í gírinn þannig að þig langi að fara að dansa. Auðvitað breyttist lagið aðeins í ferlinu og var kannski aðeins meira 80's í upphafi,“ segir Birgir Steinn hlæjandi. Fannst hann verða að sækja „the big guns“ Birgir Steinn hefur undanfarin ár samið tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn en vinnur samhliða því í eigin plötu sem hann stefnir á að gefa út síðar á þessu ári. Hann segist öllu vanari því að semja texta á ensku en á íslensku. „Mér fannst þetta allt vera svo miklu stærra en að ég gæti bara sest sjálfur niður og skrifað texta á blað. Þannig ég hugsaði að ég yrði að hringja til að „bring out the big guns,“ segir Birgir á léttum nótum og vísar þar að sjálfsögðu til föður síns, Stebba Hilmars. „Pabbi er náttúrulega töluvert betri en ég í að semja íslenskan texta, það verður bara að segjast eins og er. Svo man ég að hann sendi mér uppkast til þess að sýna mér áttina sem hann var að stefna í með textann og spurði hvort þetta væri ekki í lagi. Mig minnir að ég hafi bara sagt: „Er ekki í lagi með þig eða?!“ segir Birgir hlæjandi. Textinn hafi hitt beint í mark. Pabbi hans hafi dúndrað hárréttum orðum niður á blað. „Lagið á að vera kærkominn vorboði, við skulum orða það þannig og það er auðvitað geðveikt að gera þetta með Hebba, sem skilar þessi náttúrulega óaðfinnanlega frá sér.“
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira