Hryðjuverkaógn stafi helst af einstaklingum Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 09:06 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir að hryðjuverkaógn hér á landi stafi fyrst og fremst af einstaklingum sem aðhyllast öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða hryðjuverkaógn hér á landi. Tilefnið er hryðjuverkin í úthverfi Moskvu á dögunum, þegar á annað hundrað voru drepnir og fréttir af áhyggjum meginlandsbúa af hryðjuverkum í sumar. Sigríður Björk segir að samkvæmt nýútgefinni skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi sé landið á hættustigi þrjú af fimm. Það þýði að aukin ógn sé til staðar, ásetningur og hugsanleg skipulagning. Staðan skárri hér en í nágrannalöndum Aukin ógn sé þannig til staðar en hættustigið sé þó lægra hér en til dæmis á Norðurlöndunum. Í Danmörku og Svíþjóð sé hættustigið í fjórum, meðal annars vegna Kóranbrenna, sem við höfum verið laus við hér á landi. Þá segir hún að ekki sé farið upp á hættustig fimm nema hryðjuverk séu beinlýnis talin yfirvofandi. „Við sjáum þegar við berum okkur saman við Norðurlönd að við erum ekki á sama stað. En engu að síður er aukin ógn og það er fyrst og fremst vegna þess að við teljum að ógnin stafi fyrst og fremst frá einstaklingum en geta aðhyllst öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins og eru tilbúnir að framkvæma.“ Hatur og heift færist í aukana Sigríður Björk segir að einstaklingar sem óttast er að gætu framið hryðjuverk séu af ýmsum toga. Þannig fari svokölluð öfgahægristefna rísandi hér á landi, öfgatrúarhópar verði meira áberandi og gyðingahatur aukist, svo dæmi séu nefnd. „Við sjáum bara miklu meiri heift og hatur í samfélaginu og það er að einhverju leyti búið til fyrir okkur bara með innrætingu, með því að gefa rangar upplýsingar, samsæriskenningar og verið að grafa undan stoðum lýðræðisríkja. Þess vegna eru þessar auknu áhyggjur.“ Frumvarp liggi fyrir en línan vandmeðfarin Sigríður Björk segir fylgst með einhverjum einstaklingum sem talið er að ógn stafi af en heimildir til þess séu takmarkaðar. Heimildir lögreglu hér á landi séu ekki jafnviðamiklar og heimildir lögregluyfirvalda í nágrannaríkjum. Það sé þó af ástæðu, við höfum einfaldlega ekki staðið frammi fyrir þeirri ógn sem nágrannaþjóðir hafa staðið frammi fyrir. Frumvarp um auknar heimildir lögreglu liggi fyrir á Alþingi en það snúi aðallega að því að skýra heimildir lögreglu gagnvart erlendum samstarfsaðilum hennar. „Það sem er að gerast alls staðar er að það er verið að grafa undan stofnunum samfélagsins. Það er verið að grafa undan lýðræðinu. Það er yfirlýst áhætta. Núna er fyrir þinginu frumvarp, sem ég vona að fari í gegn, sem er með smávegis breytingu og ekki mjög mikilli. En þar eru aðeins meiri heimildir og þá á móti aðeins meira eftirlit.“ Myndir þú vilja ganga lengra? „Þetta er vandmeðfarin lína, við viljum heldur ekki búa í lögregluríki. Við viljum að það sé samband milli ógnar og viðbragða.“ Viðtal við Sigríði Björk má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Lögreglan Alþingi Bítið Tengdar fréttir Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða hryðjuverkaógn hér á landi. Tilefnið er hryðjuverkin í úthverfi Moskvu á dögunum, þegar á annað hundrað voru drepnir og fréttir af áhyggjum meginlandsbúa af hryðjuverkum í sumar. Sigríður Björk segir að samkvæmt nýútgefinni skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi sé landið á hættustigi þrjú af fimm. Það þýði að aukin ógn sé til staðar, ásetningur og hugsanleg skipulagning. Staðan skárri hér en í nágrannalöndum Aukin ógn sé þannig til staðar en hættustigið sé þó lægra hér en til dæmis á Norðurlöndunum. Í Danmörku og Svíþjóð sé hættustigið í fjórum, meðal annars vegna Kóranbrenna, sem við höfum verið laus við hér á landi. Þá segir hún að ekki sé farið upp á hættustig fimm nema hryðjuverk séu beinlýnis talin yfirvofandi. „Við sjáum þegar við berum okkur saman við Norðurlönd að við erum ekki á sama stað. En engu að síður er aukin ógn og það er fyrst og fremst vegna þess að við teljum að ógnin stafi fyrst og fremst frá einstaklingum en geta aðhyllst öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins og eru tilbúnir að framkvæma.“ Hatur og heift færist í aukana Sigríður Björk segir að einstaklingar sem óttast er að gætu framið hryðjuverk séu af ýmsum toga. Þannig fari svokölluð öfgahægristefna rísandi hér á landi, öfgatrúarhópar verði meira áberandi og gyðingahatur aukist, svo dæmi séu nefnd. „Við sjáum bara miklu meiri heift og hatur í samfélaginu og það er að einhverju leyti búið til fyrir okkur bara með innrætingu, með því að gefa rangar upplýsingar, samsæriskenningar og verið að grafa undan stoðum lýðræðisríkja. Þess vegna eru þessar auknu áhyggjur.“ Frumvarp liggi fyrir en línan vandmeðfarin Sigríður Björk segir fylgst með einhverjum einstaklingum sem talið er að ógn stafi af en heimildir til þess séu takmarkaðar. Heimildir lögreglu hér á landi séu ekki jafnviðamiklar og heimildir lögregluyfirvalda í nágrannaríkjum. Það sé þó af ástæðu, við höfum einfaldlega ekki staðið frammi fyrir þeirri ógn sem nágrannaþjóðir hafa staðið frammi fyrir. Frumvarp um auknar heimildir lögreglu liggi fyrir á Alþingi en það snúi aðallega að því að skýra heimildir lögreglu gagnvart erlendum samstarfsaðilum hennar. „Það sem er að gerast alls staðar er að það er verið að grafa undan stofnunum samfélagsins. Það er verið að grafa undan lýðræðinu. Það er yfirlýst áhætta. Núna er fyrir þinginu frumvarp, sem ég vona að fari í gegn, sem er með smávegis breytingu og ekki mjög mikilli. En þar eru aðeins meiri heimildir og þá á móti aðeins meira eftirlit.“ Myndir þú vilja ganga lengra? „Þetta er vandmeðfarin lína, við viljum heldur ekki búa í lögregluríki. Við viljum að það sé samband milli ógnar og viðbragða.“ Viðtal við Sigríði Björk má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Lögreglan Alþingi Bítið Tengdar fréttir Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51