Bein tveggja ára drengs sem hvarf komin í leitirnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. apríl 2024 07:35 Þessi mynd er ekki af þorpinu sem um ræðir heldur annarri þorpaþyrpingu í frönsku Ölpunum. Getty Bein tveggja ára drengs sem hvarf sporlaust í frönsku smáþorpi síðasta sumar hafa komið í leitirnar. Rannsókn á málinu stendur nú yfir þar sem ekki liggur fyrir hvað henti drenginn. Hinn tveggja ára gamli Emile Soleil hvarf sporlaust þann 8. júlí í fyrra þegar hann dvaldi hjá ömmu sinni og hafa í þorpi í frönsku Ölpunum. Tveir nágrannar voru þeir síðustu sem sáu ferðir hans þar sem hann gekk einn um götur þorpsins Le Vernet. „Á laugardaginn bárust lögreglu fregnir af beinafundi nálægt Le Vernet-þorpi,“ hefur Guardian eftir Jean-Luc Blachon saksóknari. Erfðarannsóknir hafi staðfest að beinin tilheyrðu Emile litla. Engar upplýsingar liggja fyrir um dánarorsök drengsins en Jean-Luc segir að meinafræðingar séu að rannsaka beinin sem voru fundinn af fjallgöngumanni skammt frá bænum. Vegatálma hefur verið komið upp á einu leiðinni inn í bæinn og lögreglan á svæðinu hefur hafið nýja leit á svæðinu sem beinin fundust. Þann 27. mars síðastliðinn var þorpinu lokað af lögregluyfirvöldum til að hægt væri að framkvæma umfangsmeiri leit. 17 manns voru kallaðir til þorpsins. Þar á meðal voru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og var ætlunin að endurgera þær aðstæður sem uppi voru daginn sem hann hvarf. Um tuttugu lögregluþjónar stýrðu endursköpuninni og voru drónar notaðir til að taka upp það sem gerðist á jörðu niðri. Í tilkynningu frá foreldrum drengsins segja þau að þessu hafi þau beðið eftir en að það hryggi þau engu að síður. Báðir foreldrar eru heittrúaðir kaþólikkar og segja að nú fái þau loks að halda upp á páska og „vita að þennan páskadaginn vakir Emile yfir þeim í ljósi og blíðu Guðs.“ „Tími er kominn til að syrgja, íhuga og biðja,“ segir í tilkynningunni og þar biðja þau einnig um næði. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Hinn tveggja ára gamli Emile Soleil hvarf sporlaust þann 8. júlí í fyrra þegar hann dvaldi hjá ömmu sinni og hafa í þorpi í frönsku Ölpunum. Tveir nágrannar voru þeir síðustu sem sáu ferðir hans þar sem hann gekk einn um götur þorpsins Le Vernet. „Á laugardaginn bárust lögreglu fregnir af beinafundi nálægt Le Vernet-þorpi,“ hefur Guardian eftir Jean-Luc Blachon saksóknari. Erfðarannsóknir hafi staðfest að beinin tilheyrðu Emile litla. Engar upplýsingar liggja fyrir um dánarorsök drengsins en Jean-Luc segir að meinafræðingar séu að rannsaka beinin sem voru fundinn af fjallgöngumanni skammt frá bænum. Vegatálma hefur verið komið upp á einu leiðinni inn í bæinn og lögreglan á svæðinu hefur hafið nýja leit á svæðinu sem beinin fundust. Þann 27. mars síðastliðinn var þorpinu lokað af lögregluyfirvöldum til að hægt væri að framkvæma umfangsmeiri leit. 17 manns voru kallaðir til þorpsins. Þar á meðal voru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og var ætlunin að endurgera þær aðstæður sem uppi voru daginn sem hann hvarf. Um tuttugu lögregluþjónar stýrðu endursköpuninni og voru drónar notaðir til að taka upp það sem gerðist á jörðu niðri. Í tilkynningu frá foreldrum drengsins segja þau að þessu hafi þau beðið eftir en að það hryggi þau engu að síður. Báðir foreldrar eru heittrúaðir kaþólikkar og segja að nú fái þau loks að halda upp á páska og „vita að þennan páskadaginn vakir Emile yfir þeim í ljósi og blíðu Guðs.“ „Tími er kominn til að syrgja, íhuga og biðja,“ segir í tilkynningunni og þar biðja þau einnig um næði.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira