Að róa til jafns Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. mars 2024 09:01 Taktfastur skilvirkur róður snýst um nokkra hluti. Að fólk fái sæti á réttum stað á bátnum, að árar séu vel mannaðar, að taktinum sé stýrt af festu, hvatningu og gleði af hálfu forystu sem veit hvert stefna skal og hvernig. Fólki líður vel, báturinn er notalegur, snyrtilegur, nægt rými, aðbúnaður er góður og atlæti framúrskarandi. Forystan er mild og sterk. Fólkið er sjálfstætt en samhuga, fjölbreytt en samtaka. Það skilur virði síns eigins framtaks og krafta til að bátsförin kljúfi vatnið á sem bestan máta hverju sinni – sama hvernig viðrar og hvaða aðstæður geta koma upp. Þegar ójafnræði ríkir miðar bátnum verr. Fólkið hefur það verr - þróttur þess þverr í huga og hönd – takturinn riðlast. Þannig er þó mál með vexti að á þjóðarskútunni Íslandi hefur fólk val og vald til að raða á árar og til sætis. Íbúum er ennfremur í sjálfsvald sett hver skal standa til forystu. Á Íslandi ríkir lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Ef við veljum það og iðkum. Taktfastur skilvirkur róður er á sameiginlegri ábyrgð okkar allra. Áhrifaþáttur á siglingavegferð þjóðarskútunnar er blöndun á ræðurum. Lýðbreytur landsins hafa breyst hratt. Þjóðin er ekki einsleit að kynjum, aldri og uppruna og fjölgar innflytjendum hratt, umtalsvert mun hraðar en íbúum sjálfum, enda Ísland vinsælt. Bæði til að búa á og heim að sækja. Hvernig komum við okkur á réttan stað á bátnum? Hvernig komumst við í sæti? Hvernig getum við tryggt góðan aðbúnað og framúrskarandi atlæti? Hvernig tryggjum við taktfastan skilvirkan róður þjóðarskútunnar? Átakalaust skal það vera. Við iðkum jákvæð, hreinskilin og opin samskipti. Við hlustum, sýnum samkennd, samúð og samstöðu. Við gefum rými, hliðrum til og erum óttalaus með Kærleikann í brjósti, því við trúum og treystum því að með því að hafa óbilandi trú á eigin getu og hæfileikum þá séu okkur allar siglingaleiðir færar. Það býr allt innra með okkur. Iðkun á tjáningarfrelsi tryggir að ólíkar raddir heyrist – fjölbreyttar skoðanir og sögur miðla lærdómi og þroska. Iðkun á átakalausu lýðræði eflir samfélagið, hvetur og knýr til framtaks. Jafnræði þýðir að allir fá sæti við hæfi. Réttur staður er sá staður þar sem hæfileikar einstaklings og geta komast sem best til skila fyrir viðkomandi og samfélagið í heild sinni. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna. Þjóðarskútunni er okkar að róa til jafns. Fyrir bjarta framtíð. Um leið og við njótum gleðilegra páska og fögnum hækkandi dagsbirtu skulum við leyfa okkur að ferðast með ljósinu, rísa upp í sameiningu og endurnýja okkur. Leggjum frá okkur það háttalag og hugarfar sem hentar ekki lengur, hægir á okkur og heftir róðurinn. Veitum athygli, eflum og styrkjum það sem léttir för, gleðir, hvetur og hjálpar okkur til framtíðar. Horfum stolt, keik og hnarreist með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hafið bláa, hafið hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. - Örn Arnarson Almættið blessi Ísland og alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Gleðilega páskahátíð. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Taktfastur skilvirkur róður snýst um nokkra hluti. Að fólk fái sæti á réttum stað á bátnum, að árar séu vel mannaðar, að taktinum sé stýrt af festu, hvatningu og gleði af hálfu forystu sem veit hvert stefna skal og hvernig. Fólki líður vel, báturinn er notalegur, snyrtilegur, nægt rými, aðbúnaður er góður og atlæti framúrskarandi. Forystan er mild og sterk. Fólkið er sjálfstætt en samhuga, fjölbreytt en samtaka. Það skilur virði síns eigins framtaks og krafta til að bátsförin kljúfi vatnið á sem bestan máta hverju sinni – sama hvernig viðrar og hvaða aðstæður geta koma upp. Þegar ójafnræði ríkir miðar bátnum verr. Fólkið hefur það verr - þróttur þess þverr í huga og hönd – takturinn riðlast. Þannig er þó mál með vexti að á þjóðarskútunni Íslandi hefur fólk val og vald til að raða á árar og til sætis. Íbúum er ennfremur í sjálfsvald sett hver skal standa til forystu. Á Íslandi ríkir lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Ef við veljum það og iðkum. Taktfastur skilvirkur róður er á sameiginlegri ábyrgð okkar allra. Áhrifaþáttur á siglingavegferð þjóðarskútunnar er blöndun á ræðurum. Lýðbreytur landsins hafa breyst hratt. Þjóðin er ekki einsleit að kynjum, aldri og uppruna og fjölgar innflytjendum hratt, umtalsvert mun hraðar en íbúum sjálfum, enda Ísland vinsælt. Bæði til að búa á og heim að sækja. Hvernig komum við okkur á réttan stað á bátnum? Hvernig komumst við í sæti? Hvernig getum við tryggt góðan aðbúnað og framúrskarandi atlæti? Hvernig tryggjum við taktfastan skilvirkan róður þjóðarskútunnar? Átakalaust skal það vera. Við iðkum jákvæð, hreinskilin og opin samskipti. Við hlustum, sýnum samkennd, samúð og samstöðu. Við gefum rými, hliðrum til og erum óttalaus með Kærleikann í brjósti, því við trúum og treystum því að með því að hafa óbilandi trú á eigin getu og hæfileikum þá séu okkur allar siglingaleiðir færar. Það býr allt innra með okkur. Iðkun á tjáningarfrelsi tryggir að ólíkar raddir heyrist – fjölbreyttar skoðanir og sögur miðla lærdómi og þroska. Iðkun á átakalausu lýðræði eflir samfélagið, hvetur og knýr til framtaks. Jafnræði þýðir að allir fá sæti við hæfi. Réttur staður er sá staður þar sem hæfileikar einstaklings og geta komast sem best til skila fyrir viðkomandi og samfélagið í heild sinni. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna. Þjóðarskútunni er okkar að róa til jafns. Fyrir bjarta framtíð. Um leið og við njótum gleðilegra páska og fögnum hækkandi dagsbirtu skulum við leyfa okkur að ferðast með ljósinu, rísa upp í sameiningu og endurnýja okkur. Leggjum frá okkur það háttalag og hugarfar sem hentar ekki lengur, hægir á okkur og heftir róðurinn. Veitum athygli, eflum og styrkjum það sem léttir för, gleðir, hvetur og hjálpar okkur til framtíðar. Horfum stolt, keik og hnarreist með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hafið bláa, hafið hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. - Örn Arnarson Almættið blessi Ísland og alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Gleðilega páskahátíð. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun