Leiðin til betri lífskjara og velferðar Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 29. mars 2024 20:38 Þegar að formaður Samfylkingarnar og aðrir lukkuriddar, birtast með lausn á öllum heimsins/ríkisins vandamálum, er fjármögnun þeirra aðgerða einatt sú, að sækja peningana þar sem þeir eru. Í því sambandi er helst talað um að hækka, bankaskatt, fjármagnstekjuskatt og veiðigjald. Það er nokkuð augljóst, ef vægi allra þessara skatta er vegið í heildarsamhengi skatttekna ríkissjóðs, að til þess að kreista fram marktækar upphæðir með hækkun þeirra, þyrfti að hækka þá alla verulega. Enda þessir skattar innan við 10% af heildarskatttekjum ríkissjóðs. Eflaust myndi “næg”hækkun í einhverjum tilfellum þýða, hreina og klára eignaupptöku. Ef við byrjum á bankaskattinum, þá þyrfti hann að hækka um að minnsta kosti 100 - 200%, svo hækkunin gerði eitthvað gagn. En sennilega er það ekki besta leiðin til þess að ná markmiðum um að lækka vexti og verðbólgu. Hvað fjármagnstekjuskattinn varðar, þá þyrfti því að hækka hann um tugi prósenta, eða að minnsta kosti 30-50% til þess að fá tekjuaukningu sem einhverju máli skipti í heildarsamhenginu. Yfir helmingur þeirra sem greiða fjármagnstekjuskatt eru 60 ára og eldri. Hækkunina mætti því að miklu leyti kalla aukinn eldriborgaraskatt. Auk þess sem að hækkunin myndi auðvitað draga úr umsvifum í þjóðfélaginu vegna þess að það eru jú svokallaðir fjármagnseigendur sem fjárfesta í atvinnulífinu og aukinni verðmætasköpun. Hugmyndir um að skattleggja bara sérstaklega, ákveðna hópa fjármagnseigenda, myndi svo í besta falli stappa nærri eignaupptöku. Ætti sú hugmynd að skila marktækum árangri. Veiðigjaldið reiknast nú sem 33% af afkomu veiðanna. Mig minnir að það sé áætlað að veiðigjaldið verði um 10 milljarðar í ár. Allt undir 100% hækkun gjaldsins er því gagnslaust með öllu. Talað hefur verið um hækka bara veiðigjaldið stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum sem mestum hagnaði skila. Verði sú leið farin, er auðvitað verið að skattleggja aukalega, árangur þessara fyrirtækja af fjárfestingum sínum í tækjabúnaði, markaðsstarfi og nýsköpun. Hvaða hvata hefðu þá þessi fyrirtæki til þess að leita leiða til að auka verðmætasköpun sína? Samanteknar hækkanir af þessum dæmum hér að ofan, gætu eflaust skilað einhverjum tugmilljörðum á ársgrundvelli. Allar þessar hækkanir hafa það sammerkt að þær muni á einn eða annan hátt, draga úr umsvifum og leiða þá um leið til lækkunnar á öðrum skattstofnum ríkissjóðs, eins og tekjuskatti lögaðila og tekjuskatti launatekna. Auk þess yrði viðbúið að skattstofn fjármagnstekna myndi dragast verulega saman. Það er því auðvitað spurning, hversu mikið af þessari áætluðu tekjuöflun, myndu í raun skila sér í ríkiskassann. Skilin gætu jafnvel orðið neikvæð, ef umsvifin minnka þess meira. Það þarf enginn að segja mér annað, en að hagfræðimenntaður formaður Samfylkingarnar, viti þetta allt saman. Og eflaust líka allir hinir lukkuriddaranir. En hvað skildi þá valda því að þessir aðilar tali með þessum hætti? Ekki er ólíklegt að svarið sé einfaldlega það, að auðvelt er að skapa andúð hjá almenningi gagnvart bönkunum, fjármagseigendum og sjávarútvegsfyrirtækjum. Að auðveldasta leiðin til að vinna hugmyndum sínum fylgi, sé að beita einu helsta trixi lýðhyggjunnar þ.e. að benda almenningi á og fá hann til að trúa því, hver eða hverjir séu helstu óvinir almennings og dragbítar á öll eðlileg lífsgæði almennings. Leið lýðhyggjunnar til betri lífskjara og velferðar, er því dæmd til að mistakast og verða þau mistök okkur öllum dýr. Leiðin til betri lífskjara og velferðar, er auðvitað vörðuð því, að með hóflegri skattheimtu og fleiri aðgerðum stjórnvalda og að skapaðar verði hér aðstæður til frekari umsvifa, frekari atvinnuuppbyggingar og frekari verðmætasköpunar. Nær undantekningalaust leiðir sú leið ekki af sér hærri útgjöld ríkissjóðs. Heldur þvert á móti eykur hún tekjur ríkissjóðs og gerir hann um leið tilbúnari til þess að takast á við þær áskoranir allar sem bíða handan við hornið. Lífskjör okkar og velferð má aldrei taka að láni hjá kynslóðum framtíðar, líkt og leið lýðhyggjunnar leiðir til. Lífskjör okkar og velferð verðum við að skapa okkur sjálf, með elju og dugnaði í umhverfi hófsamra skatta og hófsamra opinberra umsvifa. Tækifærið er núna. Framtíðin hefst í dag. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar að formaður Samfylkingarnar og aðrir lukkuriddar, birtast með lausn á öllum heimsins/ríkisins vandamálum, er fjármögnun þeirra aðgerða einatt sú, að sækja peningana þar sem þeir eru. Í því sambandi er helst talað um að hækka, bankaskatt, fjármagnstekjuskatt og veiðigjald. Það er nokkuð augljóst, ef vægi allra þessara skatta er vegið í heildarsamhengi skatttekna ríkissjóðs, að til þess að kreista fram marktækar upphæðir með hækkun þeirra, þyrfti að hækka þá alla verulega. Enda þessir skattar innan við 10% af heildarskatttekjum ríkissjóðs. Eflaust myndi “næg”hækkun í einhverjum tilfellum þýða, hreina og klára eignaupptöku. Ef við byrjum á bankaskattinum, þá þyrfti hann að hækka um að minnsta kosti 100 - 200%, svo hækkunin gerði eitthvað gagn. En sennilega er það ekki besta leiðin til þess að ná markmiðum um að lækka vexti og verðbólgu. Hvað fjármagnstekjuskattinn varðar, þá þyrfti því að hækka hann um tugi prósenta, eða að minnsta kosti 30-50% til þess að fá tekjuaukningu sem einhverju máli skipti í heildarsamhenginu. Yfir helmingur þeirra sem greiða fjármagnstekjuskatt eru 60 ára og eldri. Hækkunina mætti því að miklu leyti kalla aukinn eldriborgaraskatt. Auk þess sem að hækkunin myndi auðvitað draga úr umsvifum í þjóðfélaginu vegna þess að það eru jú svokallaðir fjármagnseigendur sem fjárfesta í atvinnulífinu og aukinni verðmætasköpun. Hugmyndir um að skattleggja bara sérstaklega, ákveðna hópa fjármagnseigenda, myndi svo í besta falli stappa nærri eignaupptöku. Ætti sú hugmynd að skila marktækum árangri. Veiðigjaldið reiknast nú sem 33% af afkomu veiðanna. Mig minnir að það sé áætlað að veiðigjaldið verði um 10 milljarðar í ár. Allt undir 100% hækkun gjaldsins er því gagnslaust með öllu. Talað hefur verið um hækka bara veiðigjaldið stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum sem mestum hagnaði skila. Verði sú leið farin, er auðvitað verið að skattleggja aukalega, árangur þessara fyrirtækja af fjárfestingum sínum í tækjabúnaði, markaðsstarfi og nýsköpun. Hvaða hvata hefðu þá þessi fyrirtæki til þess að leita leiða til að auka verðmætasköpun sína? Samanteknar hækkanir af þessum dæmum hér að ofan, gætu eflaust skilað einhverjum tugmilljörðum á ársgrundvelli. Allar þessar hækkanir hafa það sammerkt að þær muni á einn eða annan hátt, draga úr umsvifum og leiða þá um leið til lækkunnar á öðrum skattstofnum ríkissjóðs, eins og tekjuskatti lögaðila og tekjuskatti launatekna. Auk þess yrði viðbúið að skattstofn fjármagnstekna myndi dragast verulega saman. Það er því auðvitað spurning, hversu mikið af þessari áætluðu tekjuöflun, myndu í raun skila sér í ríkiskassann. Skilin gætu jafnvel orðið neikvæð, ef umsvifin minnka þess meira. Það þarf enginn að segja mér annað, en að hagfræðimenntaður formaður Samfylkingarnar, viti þetta allt saman. Og eflaust líka allir hinir lukkuriddaranir. En hvað skildi þá valda því að þessir aðilar tali með þessum hætti? Ekki er ólíklegt að svarið sé einfaldlega það, að auðvelt er að skapa andúð hjá almenningi gagnvart bönkunum, fjármagseigendum og sjávarútvegsfyrirtækjum. Að auðveldasta leiðin til að vinna hugmyndum sínum fylgi, sé að beita einu helsta trixi lýðhyggjunnar þ.e. að benda almenningi á og fá hann til að trúa því, hver eða hverjir séu helstu óvinir almennings og dragbítar á öll eðlileg lífsgæði almennings. Leið lýðhyggjunnar til betri lífskjara og velferðar, er því dæmd til að mistakast og verða þau mistök okkur öllum dýr. Leiðin til betri lífskjara og velferðar, er auðvitað vörðuð því, að með hóflegri skattheimtu og fleiri aðgerðum stjórnvalda og að skapaðar verði hér aðstæður til frekari umsvifa, frekari atvinnuuppbyggingar og frekari verðmætasköpunar. Nær undantekningalaust leiðir sú leið ekki af sér hærri útgjöld ríkissjóðs. Heldur þvert á móti eykur hún tekjur ríkissjóðs og gerir hann um leið tilbúnari til þess að takast á við þær áskoranir allar sem bíða handan við hornið. Lífskjör okkar og velferð má aldrei taka að láni hjá kynslóðum framtíðar, líkt og leið lýðhyggjunnar leiðir til. Lífskjör okkar og velferð verðum við að skapa okkur sjálf, með elju og dugnaði í umhverfi hófsamra skatta og hófsamra opinberra umsvifa. Tækifærið er núna. Framtíðin hefst í dag. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun