Rússar flytja inn eldsneyti eftir drónaárásir Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 23:28 Útflutningsbann var sett á eldsneyti í Rússlandi í byrjun mánaðarins. EPA/MAXIM SHIPENKOV Ráðamenn í Rússlandi eru sagðir hafa flutt inn eldsneyti frá Belarús í þessum mánuði, vegna samdráttar í framleiðslu. Úkraínumenn hafa gert drónaárásir á þó nokkrar olíuvinnslustöðvar í Rússlandi á undanförnum vikum en útflutningur á eldsneyti var bannaður í upphafi mánaðarins. Heimildarmenn Reuters í Rússlandi segja viðræður milli ríkisstjórna landanna og forsvarsmanna olíufyrirtækja þeirra um frekari innflutning á eldsneyti eiga sér stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar flytja inn eldsneyti frá Belarús. Það gerðu þeir einnig síðasta haust og þá var einnig sett á útflutningsbann í Rússlandi. Báðar olíuvinnslur Belarús nota að mestu olíu frá Rússlandi til að framleiða eldsneyti. Fréttaveitan sagði einnig frá því í dag að rússnesk olíufyrirtæki standi frammi fyrir töfum á greiðslum fyrir olíusendingar frá bönkum í Kína, Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forsvarsmenn þessara banka hafi áhyggjur af refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. Komið hefur til þess að bankarnir hafa hafnað því að framkvæma greiðslur til Rússlands eða tafið þær og beðið viðskiptavini sína um að senda skriflega staðfestingu á því að enginn sem beittur hafi verið refsiaðgerðum muni fá umrædda peninga. Von á töluverðri verðhækkun Ráðamenn í Rússlandi ákváðu nýverið að draga úr olíuframleiðslu í sumar. Rússar sögðust hafa framleitt 9,5 milljónir tunna á dag í febrúar en í lok júní á fjöldinn að vera kominn niður í níu milljónir. Greinendur J.P. Morgan telja, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að þessi ákvörðun muni leiða til mikillar hækkunar á olíuverði, nema aðrir olíuframleiðendur grípi inn í og auki framleiðslu. Tunna af Brent olíu selst nú á um 85 dali en áðurnefndir greinendur telja að verðið gæti farið í hundrað dali í september, nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gæti reynt að draga úr högginu með því að skrúfa frá krönunum á varbirgðum Bandaríkjanna. Talið er að þar sé um 60 milljóna tunna svigrúm, sem gæti fyllt upp í skarðið sem Rússar ætla að skilja eftir sig í fjóra mánuði. Rússland Belarús Bandaríkin Bensín og olía Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heimildarmenn Reuters í Rússlandi segja viðræður milli ríkisstjórna landanna og forsvarsmanna olíufyrirtækja þeirra um frekari innflutning á eldsneyti eiga sér stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar flytja inn eldsneyti frá Belarús. Það gerðu þeir einnig síðasta haust og þá var einnig sett á útflutningsbann í Rússlandi. Báðar olíuvinnslur Belarús nota að mestu olíu frá Rússlandi til að framleiða eldsneyti. Fréttaveitan sagði einnig frá því í dag að rússnesk olíufyrirtæki standi frammi fyrir töfum á greiðslum fyrir olíusendingar frá bönkum í Kína, Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forsvarsmenn þessara banka hafi áhyggjur af refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. Komið hefur til þess að bankarnir hafa hafnað því að framkvæma greiðslur til Rússlands eða tafið þær og beðið viðskiptavini sína um að senda skriflega staðfestingu á því að enginn sem beittur hafi verið refsiaðgerðum muni fá umrædda peninga. Von á töluverðri verðhækkun Ráðamenn í Rússlandi ákváðu nýverið að draga úr olíuframleiðslu í sumar. Rússar sögðust hafa framleitt 9,5 milljónir tunna á dag í febrúar en í lok júní á fjöldinn að vera kominn niður í níu milljónir. Greinendur J.P. Morgan telja, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að þessi ákvörðun muni leiða til mikillar hækkunar á olíuverði, nema aðrir olíuframleiðendur grípi inn í og auki framleiðslu. Tunna af Brent olíu selst nú á um 85 dali en áðurnefndir greinendur telja að verðið gæti farið í hundrað dali í september, nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gæti reynt að draga úr högginu með því að skrúfa frá krönunum á varbirgðum Bandaríkjanna. Talið er að þar sé um 60 milljóna tunna svigrúm, sem gæti fyllt upp í skarðið sem Rússar ætla að skilja eftir sig í fjóra mánuði.
Rússland Belarús Bandaríkin Bensín og olía Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira