Þegar Kalífadæmi Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi féll í mars 2019 markaði það ekki endalok hryðjuverkasamtakanna sjálfra. Síðan þá hefur hver leiðtoginn á fætur öðrum verið felldur af bandarískum hermönnum en samtökin sjálf hafa þó tórað áfram, í einhverri mynd. Vígamenn sem kenna sig við Íslamska ríkið eru virkir í Suðaustur-Asíu, Afríku, Mið-Austurlöndum og í Mið-Asíu. Raunveruleg tengsl þessara samtaka, fyrir utan sameiginlega hugmyndafræði þeirra, eru þó nokkuð loðin og óljós. Einn öflugasti angi Íslamska ríkisins þessa dagana kallast Íslamska ríkið í Khorasan (ISKP) en hann varð til árið 2015 og var að mestu stofnaður af pakistönskum Talíbönum. Hópurinn hefur verið virkur í Mið-Asíu og þá helst Afganistan, auk Pakistan og Íran. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKÐ að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Leiddir af 29 ára Afgana Samtökin eru leidd af Sanaullah Ghafari, sem er 29 ára gamall Afgani og tók við stjórn ISKP árið 2020. Hann er eftirlýstur af Bandaríkjamönnum sem heita tíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann verði handsamaður eða felldur. Sanaullah Ghafari, sem gengur einnig undir nafninu Shahab al-Muhajir.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna ISKP fékk fyrst athygli á heimsvísu eftir sjálfsmorðssprengjuárásir við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl 2021, þegar Bandaríkjamenn voru að hörfa frá landinu og fjöldi fólks reyndi að fá far til Bandaríkjanna. Þrettán bandarískir landgönguliðar féllu í sprengingunum og fjöldi óbreyttra borgara. Leiðtogar samtakanna lýstu líka yfir ábyrgð á sprengjuárás við sendiráð Rússlands í Kabúl í september 2022. Þá féllu meðal annars tveir starfsmenn sendiráðsins. Ghafari var talinn hafa verið felldur í loftárás í Afganistan síðasta sumar en hann særðist og er sagður hafa flúið til Pakistan, samkvæmt frétt Reuters. Lítið er vitað um hann en heimildarmenn Reuters úr röðum Talíbana segja hann eiga rætur að rekja til Tadsíkistan og að hann hafi verið í afganska hernum áður en hann gekk í raðir ISKP. Talið er að vígamönnum ISKP hafi þó fækkað frá því fjöldi þeirra náði hámarki árið 2018. Bæði Talíbanar og Bandaríkjamenn eru sagðir hafa fellt marga þeirra. Lík ISIS-liða í Nangarhar í Afganistan eftir að bandaríski herinn varpaði stærðarinnar sprengju sem gengur undir nafninu „móðir allra sprengja“ á vígamenn ISIS-K árið 2017.Getty/Andrew Renneisen Undir stjórn Ghafari hafa forsvarsmenn ISKP leitað til Tadsíkistan og Úsbekistan eftir nýliðum. Þá reyna þeir að skapa samtökunum sérstæðu með mannskæðum árásum sem fá mikla athygli. Tveir háttsettir vígamenn ISKP sem handsamaðir voru í Tyrklandi í desember voru sendir til Írak. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum þar að þeir hafi sagt við yfirheyrslur að samskipti þeirra við Ghafari varðandi stuðning, þar á meðal fjárhagslegan, hafi farið í gegnum tvo Tadsíka í Tyrklandi. Tveir af árásarmönnunum í Rússlandi voru nýverið staddir í Tyrklandi og eru þeir sagðir hafa varið tveimur vikum þar. Nokkrar árásir stöðvaðar í Evrópu Á undanförnum árum hafa vígamenn ISKP reynt og gert mannskæðar árásir víða um heim. Í janúar gerðu vígamenn ISKP tvær mannskæðar árásir á minningarathöfn um herforingjann Qassim Suleimani í Íran. Fjöldi fólks dó í þeim sprengingum. Þá hafa samtökin, samkvæmt frétt New York Times, staðið að baki nokkrum tilraunum til árása í Evrópu en þær munu flestar hafa verið stöðvaðar. Nýjasta árás ISKP var gerð í úthverfi Moskvu um helgina. Minnst 139 létu lífið í árásinni þegar fjórir menn frá Tadsíkistan hófu skothríð í tónleikahöll í Crocus. Mennirnir voru handteknir og eru þeir sagðir hafa játað að hafa framið ódæðið. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur varað við því að fleiri árásir séu mögulegar en hann hefur þó reynt að kenna Úkraínumönnum og bakhjörlum þeirra um árásina, þó Íslamska ríkið hafi lýst yfir ábyrgð og birt myndefni sem árásarmennirnir tóku upp. Sjá einnig: Beinir spjótunum enn að Úkraínu Meðlimir ISIS og ISKP hafa þó lengi haft horn í síðu Rússlands. Þúsundir Rússa fóru til Sýrlands Þegar leiðtogar ISIS stofnuðu Kalífadæmið í Írak og Sýrlandi árið 2014 flæddu að erlendir menn sem gengu til liðs við samtökin. Þúsundir þeirra komu frá Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum á árum áður. Í febrúar 2017 sagði Pútín að áætlað væri að um fjögur þúsund Rússar hefðu gengið til liðs við Kalífadæmið og um fimm þúsund menn frá öðrum ríkjum innan Sovétríkjanna. Margir þeirra sneru aftur til síns heima við fall Kalífadæmisins og vitað er til þess að margir hafi gengið til liðs við ISKP. Ekki þarf vegabréfsáritun til að ferðast milli Rússlands og flestra ríkja Mið-Asíu sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Fjölmargir menn frá ríkjum Mið-Asíu starfa í Rússlandi, eins og árásarmennirnir fjórir frá Tadsíkistan. Sérfræðingar sem vakta hryðjuverkasamtök eins og ISKP segja áróður samtakanna ítrekað beinast gegn Rússlandi og Pútín á undanförnum árum. Vígamenn samtakanna segja Pútín með blóð múslima á höndum sér og vísa meðal annars til átaka í Afganistan, Téténíu og í Sýrlandi. Einnig er vísað til bandalags Rússa við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og góð samskipti Rússa og Talíbana. Tugir þúsunda í haldi Kúrda Um níu þúsund vígamenn ISIS eru í haldi sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í SDF í norðausturhluta Sýrlands. Þeir hafa verið í haldi frá því Baghouz, síðasti bær kalífadæmisins féll í hendur SDF árið 2019. Auk þeirra eru um 44 þúsund konur og börn, eiginkonur ISIS-liða og börn þeirra, í haldi SDF og hafa verið um árabil. Ástæðan er að enginn vill taka á móti þessu fólki og erfiðlega hefur gengið að sleppa þeim. Allt í allt er fólkið frá nærri því áttatíu ríkjum. Um tvö þúsund manns frá Rússlandi eru í búðunum en það eru aðallega konur og börn. Sjá einnig: Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Öryggisástandið í þessum búðum fer sífellt versnandi og koma deilur reglulega upp milli fólks sem heldur enn fast í gildi ISIS og annarra sem eru hættir að fylgja þeim. Við nýlegt eftirlit í Al-Hol búðunum, einum af búðunum þar sem öllu þessu fólki er haldið, fundu SDF-liðar fjölda vopna, tugi vígamanna og konu af jasídaættum sem hafði verið haldið í þrældóm í nærri því tíu ár. Embættismenn í Bandaríkjunum óttast ástandið á svæðinu og líkja því við tifandi tímasprengju í samtali við blaðamenn Wall Street Journal. Meðal þess sem embættismennirnir óttast er að í náinni framtíð gæti ný ríkisstjórn í Bandaríkjunum hætt stuðningi við SDF en án hans yrði ekki hægt að reka búðirnar áfram. Öryggisgæsla í búðunum myndi hrynja en Donald Trump lýsti því yfir í forsetatíð sinni að hann vildi kalla alla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi. Aukin spenna milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja hefur einnig gert ástandið verra og forsvarsmenn SDF segja að haldi Tyrkir áfram árásum á þá, verði þeir að draga úr öryggisgæslu í búðunum. Þá eiga viðræður sér stað um veru um 2.500 bandarískra hermanna í Írak sér stað og verði þeir kallaðir heim ættu Bandaríkjamenn mun erfiðara með að styðja þá nokkur hundruð hermenn sem eru eftir í Sýrlandi og SDF. Verði búðunum lokað gætu þúsundir fyrrverandi vígamanna ISIS og fjöldi ungra manna og kvenna sem eru í búðunum gengið til liðs við ISKP eða Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. Uppfært: Styttingu nafns Íslamska ríkisins í Kohrasan hefur verið breytt úr ISIS-K í ISKP, þar sem það er réttari skammstöfun. Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Vladimír Pútín Afganistan Pakistan Tadsíkistan Úsbekistan Fréttaskýringar Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent
Vígamenn sem kenna sig við Íslamska ríkið eru virkir í Suðaustur-Asíu, Afríku, Mið-Austurlöndum og í Mið-Asíu. Raunveruleg tengsl þessara samtaka, fyrir utan sameiginlega hugmyndafræði þeirra, eru þó nokkuð loðin og óljós. Einn öflugasti angi Íslamska ríkisins þessa dagana kallast Íslamska ríkið í Khorasan (ISKP) en hann varð til árið 2015 og var að mestu stofnaður af pakistönskum Talíbönum. Hópurinn hefur verið virkur í Mið-Asíu og þá helst Afganistan, auk Pakistan og Íran. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKÐ að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Leiddir af 29 ára Afgana Samtökin eru leidd af Sanaullah Ghafari, sem er 29 ára gamall Afgani og tók við stjórn ISKP árið 2020. Hann er eftirlýstur af Bandaríkjamönnum sem heita tíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann verði handsamaður eða felldur. Sanaullah Ghafari, sem gengur einnig undir nafninu Shahab al-Muhajir.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna ISKP fékk fyrst athygli á heimsvísu eftir sjálfsmorðssprengjuárásir við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl 2021, þegar Bandaríkjamenn voru að hörfa frá landinu og fjöldi fólks reyndi að fá far til Bandaríkjanna. Þrettán bandarískir landgönguliðar féllu í sprengingunum og fjöldi óbreyttra borgara. Leiðtogar samtakanna lýstu líka yfir ábyrgð á sprengjuárás við sendiráð Rússlands í Kabúl í september 2022. Þá féllu meðal annars tveir starfsmenn sendiráðsins. Ghafari var talinn hafa verið felldur í loftárás í Afganistan síðasta sumar en hann særðist og er sagður hafa flúið til Pakistan, samkvæmt frétt Reuters. Lítið er vitað um hann en heimildarmenn Reuters úr röðum Talíbana segja hann eiga rætur að rekja til Tadsíkistan og að hann hafi verið í afganska hernum áður en hann gekk í raðir ISKP. Talið er að vígamönnum ISKP hafi þó fækkað frá því fjöldi þeirra náði hámarki árið 2018. Bæði Talíbanar og Bandaríkjamenn eru sagðir hafa fellt marga þeirra. Lík ISIS-liða í Nangarhar í Afganistan eftir að bandaríski herinn varpaði stærðarinnar sprengju sem gengur undir nafninu „móðir allra sprengja“ á vígamenn ISIS-K árið 2017.Getty/Andrew Renneisen Undir stjórn Ghafari hafa forsvarsmenn ISKP leitað til Tadsíkistan og Úsbekistan eftir nýliðum. Þá reyna þeir að skapa samtökunum sérstæðu með mannskæðum árásum sem fá mikla athygli. Tveir háttsettir vígamenn ISKP sem handsamaðir voru í Tyrklandi í desember voru sendir til Írak. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum þar að þeir hafi sagt við yfirheyrslur að samskipti þeirra við Ghafari varðandi stuðning, þar á meðal fjárhagslegan, hafi farið í gegnum tvo Tadsíka í Tyrklandi. Tveir af árásarmönnunum í Rússlandi voru nýverið staddir í Tyrklandi og eru þeir sagðir hafa varið tveimur vikum þar. Nokkrar árásir stöðvaðar í Evrópu Á undanförnum árum hafa vígamenn ISKP reynt og gert mannskæðar árásir víða um heim. Í janúar gerðu vígamenn ISKP tvær mannskæðar árásir á minningarathöfn um herforingjann Qassim Suleimani í Íran. Fjöldi fólks dó í þeim sprengingum. Þá hafa samtökin, samkvæmt frétt New York Times, staðið að baki nokkrum tilraunum til árása í Evrópu en þær munu flestar hafa verið stöðvaðar. Nýjasta árás ISKP var gerð í úthverfi Moskvu um helgina. Minnst 139 létu lífið í árásinni þegar fjórir menn frá Tadsíkistan hófu skothríð í tónleikahöll í Crocus. Mennirnir voru handteknir og eru þeir sagðir hafa játað að hafa framið ódæðið. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur varað við því að fleiri árásir séu mögulegar en hann hefur þó reynt að kenna Úkraínumönnum og bakhjörlum þeirra um árásina, þó Íslamska ríkið hafi lýst yfir ábyrgð og birt myndefni sem árásarmennirnir tóku upp. Sjá einnig: Beinir spjótunum enn að Úkraínu Meðlimir ISIS og ISKP hafa þó lengi haft horn í síðu Rússlands. Þúsundir Rússa fóru til Sýrlands Þegar leiðtogar ISIS stofnuðu Kalífadæmið í Írak og Sýrlandi árið 2014 flæddu að erlendir menn sem gengu til liðs við samtökin. Þúsundir þeirra komu frá Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum á árum áður. Í febrúar 2017 sagði Pútín að áætlað væri að um fjögur þúsund Rússar hefðu gengið til liðs við Kalífadæmið og um fimm þúsund menn frá öðrum ríkjum innan Sovétríkjanna. Margir þeirra sneru aftur til síns heima við fall Kalífadæmisins og vitað er til þess að margir hafi gengið til liðs við ISKP. Ekki þarf vegabréfsáritun til að ferðast milli Rússlands og flestra ríkja Mið-Asíu sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Fjölmargir menn frá ríkjum Mið-Asíu starfa í Rússlandi, eins og árásarmennirnir fjórir frá Tadsíkistan. Sérfræðingar sem vakta hryðjuverkasamtök eins og ISKP segja áróður samtakanna ítrekað beinast gegn Rússlandi og Pútín á undanförnum árum. Vígamenn samtakanna segja Pútín með blóð múslima á höndum sér og vísa meðal annars til átaka í Afganistan, Téténíu og í Sýrlandi. Einnig er vísað til bandalags Rússa við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og góð samskipti Rússa og Talíbana. Tugir þúsunda í haldi Kúrda Um níu þúsund vígamenn ISIS eru í haldi sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í SDF í norðausturhluta Sýrlands. Þeir hafa verið í haldi frá því Baghouz, síðasti bær kalífadæmisins féll í hendur SDF árið 2019. Auk þeirra eru um 44 þúsund konur og börn, eiginkonur ISIS-liða og börn þeirra, í haldi SDF og hafa verið um árabil. Ástæðan er að enginn vill taka á móti þessu fólki og erfiðlega hefur gengið að sleppa þeim. Allt í allt er fólkið frá nærri því áttatíu ríkjum. Um tvö þúsund manns frá Rússlandi eru í búðunum en það eru aðallega konur og börn. Sjá einnig: Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Öryggisástandið í þessum búðum fer sífellt versnandi og koma deilur reglulega upp milli fólks sem heldur enn fast í gildi ISIS og annarra sem eru hættir að fylgja þeim. Við nýlegt eftirlit í Al-Hol búðunum, einum af búðunum þar sem öllu þessu fólki er haldið, fundu SDF-liðar fjölda vopna, tugi vígamanna og konu af jasídaættum sem hafði verið haldið í þrældóm í nærri því tíu ár. Embættismenn í Bandaríkjunum óttast ástandið á svæðinu og líkja því við tifandi tímasprengju í samtali við blaðamenn Wall Street Journal. Meðal þess sem embættismennirnir óttast er að í náinni framtíð gæti ný ríkisstjórn í Bandaríkjunum hætt stuðningi við SDF en án hans yrði ekki hægt að reka búðirnar áfram. Öryggisgæsla í búðunum myndi hrynja en Donald Trump lýsti því yfir í forsetatíð sinni að hann vildi kalla alla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi. Aukin spenna milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja hefur einnig gert ástandið verra og forsvarsmenn SDF segja að haldi Tyrkir áfram árásum á þá, verði þeir að draga úr öryggisgæslu í búðunum. Þá eiga viðræður sér stað um veru um 2.500 bandarískra hermanna í Írak sér stað og verði þeir kallaðir heim ættu Bandaríkjamenn mun erfiðara með að styðja þá nokkur hundruð hermenn sem eru eftir í Sýrlandi og SDF. Verði búðunum lokað gætu þúsundir fyrrverandi vígamanna ISIS og fjöldi ungra manna og kvenna sem eru í búðunum gengið til liðs við ISKP eða Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. Uppfært: Styttingu nafns Íslamska ríkisins í Kohrasan hefur verið breytt úr ISIS-K í ISKP, þar sem það er réttari skammstöfun.
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47
Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02