Segja Albert hafa gefið langbesta liði Ítalíu grænt ljós Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 12:00 Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael á fimmtudagskvöld en í miðju landsliðsverkefni berast fréttir af því að stórlið á Ítalíu reyni að klófesta hann. Getty/Alex Nicodim Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er afar eftirsóttur, vegna frammistöðu sinnar með Genoa á Ítalíu í vetur, og þrennan gegn Ísrael á fimmtudaginn var ekki til þess að minnka áhuga stórliða í Evrópu. Mest lesna íþróttablaðið á Ítalíu, La Gazzetta dello Sport, fullyrðir í blaði sínu í dag að stórlið Inter, sem er langefst í ítölsku A-deildinni, sé komið í forystu í kapphlaupinu um Albert. Albert er einnig í sigti Juventus og Tottenham, og sagður kosta 30 milljónir evra, en samkvæmt La Gazzetta hefur Inter þegar hafist handa við að landa Alberti. Blaðið segir að hann hafi sjálfur gefið grænt ljós varðandi það að fara til Inter í sumar, og kjósi frekar að spila áfram á Ítalíu en að fara til Englands. Inter þarf hins vegar að komast að samkomulagi við Genoa um kaup á Alberti, og ein hugmyndin er sú að Inter fái hann fyrst að láni með tryggingu fyrir kaupum síðar meir. Viðræður gætu átt eftir að taka langan tíma. Albert til Póllands í dag Albert ferðast frá Búdapest til Wroclaw í Póllandi í dag og er eflaust með hugann við úrslitaleikinn við Úkraínu á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland spilar um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Albert hefur skorað tíu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, eftir að hafa skorað ellefu mörk þegar Genoa kom sér upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað fleiri mörk í A-deildinni í vetur. Genoa er í 12. sæti af 20 liðum, með 34 stig, en Inter er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar og ljóst að liðið spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, að öllum líkindum sem ítalskur meistari. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Mest lesna íþróttablaðið á Ítalíu, La Gazzetta dello Sport, fullyrðir í blaði sínu í dag að stórlið Inter, sem er langefst í ítölsku A-deildinni, sé komið í forystu í kapphlaupinu um Albert. Albert er einnig í sigti Juventus og Tottenham, og sagður kosta 30 milljónir evra, en samkvæmt La Gazzetta hefur Inter þegar hafist handa við að landa Alberti. Blaðið segir að hann hafi sjálfur gefið grænt ljós varðandi það að fara til Inter í sumar, og kjósi frekar að spila áfram á Ítalíu en að fara til Englands. Inter þarf hins vegar að komast að samkomulagi við Genoa um kaup á Alberti, og ein hugmyndin er sú að Inter fái hann fyrst að láni með tryggingu fyrir kaupum síðar meir. Viðræður gætu átt eftir að taka langan tíma. Albert til Póllands í dag Albert ferðast frá Búdapest til Wroclaw í Póllandi í dag og er eflaust með hugann við úrslitaleikinn við Úkraínu á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland spilar um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Albert hefur skorað tíu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, eftir að hafa skorað ellefu mörk þegar Genoa kom sér upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað fleiri mörk í A-deildinni í vetur. Genoa er í 12. sæti af 20 liðum, með 34 stig, en Inter er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar og ljóst að liðið spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, að öllum líkindum sem ítalskur meistari. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira