Formlegheit eða skuggastjórnun? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 22. mars 2024 12:31 Til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra/ráðuneytinu hefur borist sá orðrómur til eyrna að Landsbankinn sé í viðræðum við Kviku banka um kaup á TM. Viljið þið vinsamlegast athuga hvort að sá orðrómur eigi við rök að styðjast og vinsamlegast biðja bankaráð Landsbankans um að hætta þessum viðræðum strax. Eigi orðrómurinn við rök að styðjast. Enda kaup á tryggingarfyrirtæki eða kaup á öðrum fyrirtækjum í samkeppnisrekstri, andstætt eigendastefnu ríkisins. Með kveðju Fjármálaráðherra. Svona gæti gæti erindi fjármálaráðherra eða Fjármálaráðuneytisins til Bankasýslu ríkisins hafa litið efnislega út, hefði ráðherra ákveðið að klofa yfir lögbundna armslengd og hefja frumkvæðisathugun á þeim orðrómi sem var gangi um kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Erindið hefði alltaf þurft að vera formlegt þ.e. með bréfi, því annars væri ráðherrann eða ráðuneytið að stunda skuggastjórnun á starfsemi bankans. Í anda gagnsærrar stjórnsýslu, yrði svo bréfið auðvitað birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nú þarf enginn að efast um það, að það hefði valdið miklu fjaðrafoki, hefði bréfið verið sent. Ráðherra þá réttilega sakaður um að rjúfa svokallaða armslengd með nánast beinum formlegum afskiptum sínum af starfsemi bankans. Þeim ráðherra yrði alla vega illa sætt í embætti. Hvort að Bankasýslunni hefði borið að senda bankaráði Landsbankans formlegt bréf til að kanna hvort að orðrómurinn um kaupin ætti sér einhverja stoð í raunveruleikanum skal ósagt látið. En þá mætti auðvitað líka spyrja, hvers konar orðrómar eða kjaftasögur um starfsemi fjármálafyrirtækja í ríkiseigu, ætti að triggera þá skyldu Bankasýslunnar að senda formleg bréf til þessara fyrirtækja? Væru slík bréf ekki til þess fallin að valda óróa á markaði? Og þá óþarfa óróa í þeim tilfellum sem orðrómurinn ætti ekki stoð í raunveruleikanum? Tæplega hefði það verið við hæfi að ráðherra eða einhver úr ráðuneytinu hringdi í Bankasýsluna eða bara beint í formann bankaráðs og færi fram á að hætt yrði við þessar viðræður sem í gangi voru samkvæmt orðrómi. Það hefði nefnilega verið hrein og klár skuggastjórnun. En kannski er það nú bara sú leið sem formaður Samfylkingarnar hefði kosið að fara, sæti hún í stóli fjármálaráðherra? Enda skuggastjórnun samfylkingarfólki afar kær miðað við þá ótal leynifundi sem Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri átti með stjórnendum Orkuveitunnar, vegna sölu á hlutabréfum Orkuveitunnar í Ljósleiðaranum. Frumkvæðisskyldan er því auðvitað, fyrst og síðast hjá bankaráði Landsbankans. Auðvitað bar bankaráðinu að tilkynna Bankasýslunni með formlegum hætti að til stæði að kaupa Tryggingamiðstöðina. En ekki orða það í óskráðu símtali við formann Bankasýslunnar að viðræður væru í gangi eða að bankinn væri að íhuga kaupin á Tryggingamiðstöðinni. Hvernig gæti Bankasýslan brugðist við, með formlegum hætti, vegna óskráðs símtals? Er hægt að sanna með óyggjandi hætti að óskráð símtal, hafi yfirhöfuð, átt sér stað? Þessi atburðarás, er auðvitað ein sú skýrasta birtingarmynd þess, að ríkið á auðvitað ekki að standa í rekstri fjármálafyrirtækja eða annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Að minnsta kosti ekki í lengri tíma, en það tekur að koma þeim á lappir aftur og gera þau söluvænleg, eins og gera þurfti tilfelli bankana, eftir gjaldþrot þeirra í bankahruninu. Armslengd til langs tíma, eru kjöraðstæður til þess að koma því upp, sem kallað hefur verið “ríki í ríkinu” og er auðvitað í tilfelli banka að hugtakið “fé án hirðis” verður ljóslifandi fyrir augum fólks. Það eru því tvær leiðir, misgóðar reyndar, út úr ruglinu. Sú fyrri og sínu skárri en réttari, væri að setja Landsbankann á markað, þegar að rykið hefur sest eftir sölu ríkisins á síðustu hlutum sínum Íslandsbanka. Seinni leiðin sem er mun verri og nánast ómöguleg, er að ríkið eigi Landsbankann áfram, en Fjármálaráðuneytið taki hann til sín og verði sjálft í beinum samskiptum við stjórnendur hans, bankaráðið sem Alþingi kysi. En það væri auðvitað afturhvarf til þeirrar fortíðar þar sem pólitískir bitlingar og pólitísk afskipti af rekstri bankans voru daglegt brauð, með ekki svo góðum afleiðingum, sem að menn geta komist að hverjar gætu orðið, með því að hafa samband við herra Google. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra/ráðuneytinu hefur borist sá orðrómur til eyrna að Landsbankinn sé í viðræðum við Kviku banka um kaup á TM. Viljið þið vinsamlegast athuga hvort að sá orðrómur eigi við rök að styðjast og vinsamlegast biðja bankaráð Landsbankans um að hætta þessum viðræðum strax. Eigi orðrómurinn við rök að styðjast. Enda kaup á tryggingarfyrirtæki eða kaup á öðrum fyrirtækjum í samkeppnisrekstri, andstætt eigendastefnu ríkisins. Með kveðju Fjármálaráðherra. Svona gæti gæti erindi fjármálaráðherra eða Fjármálaráðuneytisins til Bankasýslu ríkisins hafa litið efnislega út, hefði ráðherra ákveðið að klofa yfir lögbundna armslengd og hefja frumkvæðisathugun á þeim orðrómi sem var gangi um kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Erindið hefði alltaf þurft að vera formlegt þ.e. með bréfi, því annars væri ráðherrann eða ráðuneytið að stunda skuggastjórnun á starfsemi bankans. Í anda gagnsærrar stjórnsýslu, yrði svo bréfið auðvitað birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nú þarf enginn að efast um það, að það hefði valdið miklu fjaðrafoki, hefði bréfið verið sent. Ráðherra þá réttilega sakaður um að rjúfa svokallaða armslengd með nánast beinum formlegum afskiptum sínum af starfsemi bankans. Þeim ráðherra yrði alla vega illa sætt í embætti. Hvort að Bankasýslunni hefði borið að senda bankaráði Landsbankans formlegt bréf til að kanna hvort að orðrómurinn um kaupin ætti sér einhverja stoð í raunveruleikanum skal ósagt látið. En þá mætti auðvitað líka spyrja, hvers konar orðrómar eða kjaftasögur um starfsemi fjármálafyrirtækja í ríkiseigu, ætti að triggera þá skyldu Bankasýslunnar að senda formleg bréf til þessara fyrirtækja? Væru slík bréf ekki til þess fallin að valda óróa á markaði? Og þá óþarfa óróa í þeim tilfellum sem orðrómurinn ætti ekki stoð í raunveruleikanum? Tæplega hefði það verið við hæfi að ráðherra eða einhver úr ráðuneytinu hringdi í Bankasýsluna eða bara beint í formann bankaráðs og færi fram á að hætt yrði við þessar viðræður sem í gangi voru samkvæmt orðrómi. Það hefði nefnilega verið hrein og klár skuggastjórnun. En kannski er það nú bara sú leið sem formaður Samfylkingarnar hefði kosið að fara, sæti hún í stóli fjármálaráðherra? Enda skuggastjórnun samfylkingarfólki afar kær miðað við þá ótal leynifundi sem Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri átti með stjórnendum Orkuveitunnar, vegna sölu á hlutabréfum Orkuveitunnar í Ljósleiðaranum. Frumkvæðisskyldan er því auðvitað, fyrst og síðast hjá bankaráði Landsbankans. Auðvitað bar bankaráðinu að tilkynna Bankasýslunni með formlegum hætti að til stæði að kaupa Tryggingamiðstöðina. En ekki orða það í óskráðu símtali við formann Bankasýslunnar að viðræður væru í gangi eða að bankinn væri að íhuga kaupin á Tryggingamiðstöðinni. Hvernig gæti Bankasýslan brugðist við, með formlegum hætti, vegna óskráðs símtals? Er hægt að sanna með óyggjandi hætti að óskráð símtal, hafi yfirhöfuð, átt sér stað? Þessi atburðarás, er auðvitað ein sú skýrasta birtingarmynd þess, að ríkið á auðvitað ekki að standa í rekstri fjármálafyrirtækja eða annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Að minnsta kosti ekki í lengri tíma, en það tekur að koma þeim á lappir aftur og gera þau söluvænleg, eins og gera þurfti tilfelli bankana, eftir gjaldþrot þeirra í bankahruninu. Armslengd til langs tíma, eru kjöraðstæður til þess að koma því upp, sem kallað hefur verið “ríki í ríkinu” og er auðvitað í tilfelli banka að hugtakið “fé án hirðis” verður ljóslifandi fyrir augum fólks. Það eru því tvær leiðir, misgóðar reyndar, út úr ruglinu. Sú fyrri og sínu skárri en réttari, væri að setja Landsbankann á markað, þegar að rykið hefur sest eftir sölu ríkisins á síðustu hlutum sínum Íslandsbanka. Seinni leiðin sem er mun verri og nánast ómöguleg, er að ríkið eigi Landsbankann áfram, en Fjármálaráðuneytið taki hann til sín og verði sjálft í beinum samskiptum við stjórnendur hans, bankaráðið sem Alþingi kysi. En það væri auðvitað afturhvarf til þeirrar fortíðar þar sem pólitískir bitlingar og pólitísk afskipti af rekstri bankans voru daglegt brauð, með ekki svo góðum afleiðingum, sem að menn geta komist að hverjar gætu orðið, með því að hafa samband við herra Google. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun