Við þurfum (sérnáms)lækna! Teitur Ari Theodórsson skrifar 22. mars 2024 07:30 Læknum í sérnámi á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þeir teljast nú í hundruðum og sinna lækningum innan sem utan sjúkrahúsa vítt og breitt um landið. Sérnámslæknar eru því orðnir stór hluti starfandi lækna á landinu. Því til marks er Félag almennra lækna, þ.e. læknar án sérfræðimenntunar, orðið stærst aðildarfélaga í Læknafélagi Íslands með um 470 meðlimi. En hvernig eru starfsskilyrði lækna í sérnámi? Samhliða öldrun þjóðarinnar og fólksfjölgun í landinu hefur inniliggjandi sjúklingum á sjúkrastofnunum fjölgað. Mönnun lækna hefur ekki aukist að sama skapi og sinnir hver læknir nú allt að tvöfalt fleiri sjúklingum á degi hverjum en áður. Það er ekkert skilgreint hámark um hvað hver læknir á að geta sinnt mörgum sjúklingum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum heilbrigðisstéttum sem vinna samhliða læknum. Munurinn kemur bersýnilega í ljós þegar nýrri deild er tímabundið bætt við á Landspítala vegna álags og fjölda sjúklinga. Fjölmargar aukavaktir eru þá auglýstar fyrir aðrar fagstéttir, svo sem hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, en læknum er skylt að sinna viðbótarsjúklingum án aukamönnunar. Vinnuvika sérnámslækna er löng. Læknar vinna fulla dagvinnu, þ.e. 40 tíma vinnuviku, ofan á það bætast svo vaktir. Frítökuréttur vinnst á móti vöktum en engin trygging er fyrir því að mönnun leyfi frítöku. Vinnuvika lækna hefur því að meðaltali lengst þvert á þróun annarra stétta. Gögn sýna að meðalvinnuvika læknis er 51 klukkustundir. Þá er ótalinn sá tími sem fer í sérstaka þætti sérnámsins s.s. vinnslu gæðaverkefnis og prófaundirbúning sem er að mestu unnið utan almenns vinnutíma. Veikindi lækna er krefjandi viðfangsefni. Samhliða auknum kröfum til sérnámslækna hefur veikindaforföllum fjölgað og þeim er sjaldnast mætt með afleysingum í dagvinnu. Læknar vinna þá á við tvo, án umbunar eða sérstakra ráðstafana. Erfiðara hefur reynst að manna veikindavaktir utan dagvinnu, sér í lagi eftir að Landspítali hætti að greiða sérstaka kjarasamningsbundna umbun til lækna sem hlupu í skarðið fyrir veikindaforföll. Læknum ber að vinna vaktir samkvæmt kjarasamningi. Þegar læknir er t.d. á næturvakt hefur hann ekki tök á því að vinna dagvinnu að auki. Í dagvinnu fer þó fram bróðurpartur af bæði formlegri og óformlegri kennslu, þar sem sérnámslæknar læra af reyndari sérfræðingum. Dagvinnan er því mikilvægur hluti af sérnámi læknis. Þrátt fyrir það mikilvægi eru dæmi um að vaktaálag á sérnámslækni sé slíkt að viðkomandi komist ekki í dagvinnu svo mánuðum skipti. Læknar deila nefnilega vöktum sín á milli þannig að þær mannist. Ef fáir læknar eru í vinnu vinnur hver læknir fleiri vaktir og sérnámið líður fyrir það. Á hverju sumri eru þó haldnir krísufundir, á sjúkrahúsum landsins, vegna fjölda ómannaðra vakta annarra fagstétta, s.s. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þegar læknar spyrja um ómannaðar vaktir lækna kemur sú spurning flatt upp á stjórnendur. Vaktir deilast einfaldlega niður á þá lækna sem eru í vinnu. Ekkert hámark. Sjálfsagt! Sé þetta tekið saman eru sérnámslæknar stór hópur vinnandi lækna. Þeir vinna langa vinnuviku undir miklu og vaxandi álagi. Ekkert hámark er skilgreint á fjölda sjúklinga sem hver læknir getur sinnt né fjölda vakta sem hann gengur. Vaxandi þörf er á læknum í öllum okkar nágrannalöndum þar sem íslenskir læknar hafa hingað til stundað sitt sérnám. Því skiptir verulegu máli, ef við viljum njóta starfskrafta sérnámslæknanna, að við séum samkeppnishæf um starfsskilyrði þeirra. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Læknum í sérnámi á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þeir teljast nú í hundruðum og sinna lækningum innan sem utan sjúkrahúsa vítt og breitt um landið. Sérnámslæknar eru því orðnir stór hluti starfandi lækna á landinu. Því til marks er Félag almennra lækna, þ.e. læknar án sérfræðimenntunar, orðið stærst aðildarfélaga í Læknafélagi Íslands með um 470 meðlimi. En hvernig eru starfsskilyrði lækna í sérnámi? Samhliða öldrun þjóðarinnar og fólksfjölgun í landinu hefur inniliggjandi sjúklingum á sjúkrastofnunum fjölgað. Mönnun lækna hefur ekki aukist að sama skapi og sinnir hver læknir nú allt að tvöfalt fleiri sjúklingum á degi hverjum en áður. Það er ekkert skilgreint hámark um hvað hver læknir á að geta sinnt mörgum sjúklingum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum heilbrigðisstéttum sem vinna samhliða læknum. Munurinn kemur bersýnilega í ljós þegar nýrri deild er tímabundið bætt við á Landspítala vegna álags og fjölda sjúklinga. Fjölmargar aukavaktir eru þá auglýstar fyrir aðrar fagstéttir, svo sem hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, en læknum er skylt að sinna viðbótarsjúklingum án aukamönnunar. Vinnuvika sérnámslækna er löng. Læknar vinna fulla dagvinnu, þ.e. 40 tíma vinnuviku, ofan á það bætast svo vaktir. Frítökuréttur vinnst á móti vöktum en engin trygging er fyrir því að mönnun leyfi frítöku. Vinnuvika lækna hefur því að meðaltali lengst þvert á þróun annarra stétta. Gögn sýna að meðalvinnuvika læknis er 51 klukkustundir. Þá er ótalinn sá tími sem fer í sérstaka þætti sérnámsins s.s. vinnslu gæðaverkefnis og prófaundirbúning sem er að mestu unnið utan almenns vinnutíma. Veikindi lækna er krefjandi viðfangsefni. Samhliða auknum kröfum til sérnámslækna hefur veikindaforföllum fjölgað og þeim er sjaldnast mætt með afleysingum í dagvinnu. Læknar vinna þá á við tvo, án umbunar eða sérstakra ráðstafana. Erfiðara hefur reynst að manna veikindavaktir utan dagvinnu, sér í lagi eftir að Landspítali hætti að greiða sérstaka kjarasamningsbundna umbun til lækna sem hlupu í skarðið fyrir veikindaforföll. Læknum ber að vinna vaktir samkvæmt kjarasamningi. Þegar læknir er t.d. á næturvakt hefur hann ekki tök á því að vinna dagvinnu að auki. Í dagvinnu fer þó fram bróðurpartur af bæði formlegri og óformlegri kennslu, þar sem sérnámslæknar læra af reyndari sérfræðingum. Dagvinnan er því mikilvægur hluti af sérnámi læknis. Þrátt fyrir það mikilvægi eru dæmi um að vaktaálag á sérnámslækni sé slíkt að viðkomandi komist ekki í dagvinnu svo mánuðum skipti. Læknar deila nefnilega vöktum sín á milli þannig að þær mannist. Ef fáir læknar eru í vinnu vinnur hver læknir fleiri vaktir og sérnámið líður fyrir það. Á hverju sumri eru þó haldnir krísufundir, á sjúkrahúsum landsins, vegna fjölda ómannaðra vakta annarra fagstétta, s.s. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þegar læknar spyrja um ómannaðar vaktir lækna kemur sú spurning flatt upp á stjórnendur. Vaktir deilast einfaldlega niður á þá lækna sem eru í vinnu. Ekkert hámark. Sjálfsagt! Sé þetta tekið saman eru sérnámslæknar stór hópur vinnandi lækna. Þeir vinna langa vinnuviku undir miklu og vaxandi álagi. Ekkert hámark er skilgreint á fjölda sjúklinga sem hver læknir getur sinnt né fjölda vakta sem hann gengur. Vaxandi þörf er á læknum í öllum okkar nágrannalöndum þar sem íslenskir læknar hafa hingað til stundað sitt sérnám. Því skiptir verulegu máli, ef við viljum njóta starfskrafta sérnámslæknanna, að við séum samkeppnishæf um starfsskilyrði þeirra. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun