Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 14:09 Steinunn Björnsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. Á meðal leikmanna sem koma inn í hópinn frá því um síðustu mánaðamót, þegar liðið mætti Svíþjóð í tveimur erfiðum leikjum, er Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem eignaðist son þann 18. nóvember. Ísland mætir Lúxemborg ytra miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45 og lýkur undankeppninni á heimaleik við Færeyjar sunnudaginn 7. apríl kl. 16, á Ásvöllum. Frítt er á heimaleikinn í boði Icelandair. Arnar valdi 21 leikmann í hópinn núna og auk Steinunnar koma þær Hafdís Renötudóttir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir aftur inn eftir meiðsli. Þá fær nýliðinn Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu sæti í hópnum en auk hennar er Alfa Brá Hagalín úr Fram í hópnum líkt og síðast, án þess að hafa spilað landsleik. Afar nálægt sæti á EM Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér. Aldís Ásta Heimisdóttir dettur einnig út úr hópnum sem síðast var valinn. Ísland er á góðri leið með að tryggja sér sæti á EM en tvö efstu liðin í hverjum riðli undankeppninnar komast á EM, auk fjögurra liða af átta með bestan árangur í 3. sæti. Ísland vann Færeyjar á útivelli 28-23, og Lúxemborg heima 32-14, en eftir töpin tvö gegn Svíþjóð er liðið jafnt Færeyjum með fjögur stig, því Færeyjar hafa unnið báða leiki sína við Lúxemborg. Það er því ljóst að Ísland og Færeyjar mætast í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins, en mögulega komast bæði lið á EM. Landsliðshópurinn: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2) Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0) Aðrir leikmenn: Alfa Brá Hagalín, Fram (0/0) Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (106/124) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6) Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85) Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64) Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168) Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Á meðal leikmanna sem koma inn í hópinn frá því um síðustu mánaðamót, þegar liðið mætti Svíþjóð í tveimur erfiðum leikjum, er Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem eignaðist son þann 18. nóvember. Ísland mætir Lúxemborg ytra miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45 og lýkur undankeppninni á heimaleik við Færeyjar sunnudaginn 7. apríl kl. 16, á Ásvöllum. Frítt er á heimaleikinn í boði Icelandair. Arnar valdi 21 leikmann í hópinn núna og auk Steinunnar koma þær Hafdís Renötudóttir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir aftur inn eftir meiðsli. Þá fær nýliðinn Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu sæti í hópnum en auk hennar er Alfa Brá Hagalín úr Fram í hópnum líkt og síðast, án þess að hafa spilað landsleik. Afar nálægt sæti á EM Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér. Aldís Ásta Heimisdóttir dettur einnig út úr hópnum sem síðast var valinn. Ísland er á góðri leið með að tryggja sér sæti á EM en tvö efstu liðin í hverjum riðli undankeppninnar komast á EM, auk fjögurra liða af átta með bestan árangur í 3. sæti. Ísland vann Færeyjar á útivelli 28-23, og Lúxemborg heima 32-14, en eftir töpin tvö gegn Svíþjóð er liðið jafnt Færeyjum með fjögur stig, því Færeyjar hafa unnið báða leiki sína við Lúxemborg. Það er því ljóst að Ísland og Færeyjar mætast í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins, en mögulega komast bæði lið á EM. Landsliðshópurinn: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2) Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0) Aðrir leikmenn: Alfa Brá Hagalín, Fram (0/0) Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (106/124) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6) Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85) Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64) Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168) Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391)
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira