Haukur Helgi: Búið að vera þungt en gott að vinna grannaslag og koma okkur í gírinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. mars 2024 22:05 Haukar var lurkum laminn eftir æfingu á mánudaginn og spilaði með nokkra sauma fyrir ofan augað vísir / anton brink Eftir langa fjarveru átti Haukur Helgi Pálsson frábæra endurkomu í lið Álftaness sem lagði Stjörnuna að velli í Forsetahöllinni í kvöld. Haukur endaði stigahæstur með 23 stig, þar af fimm þriggja stiga skot, auk þess greip hann 8 fráköst og stal einum bolta. „Algjörlega, búið að vera svolítið þungt hjá okkur. Alltaf gott að vinna svona grannaslag og koma okkur í gírinn“ sagði Haukur Helgi sáttur á svip strax að leik loknum. Haukur hefur verið ansi óheppinn upp á síðkastið, hann lenti í bílslysi og var frá í nokkrar vikur, þegar hann sneri svo aftur til æfinga á mánudag hlaut hann harkalegt höfuðhögg sem endaði með slæmu glóðuraugu og skurði í augabrún. Þó hann hafi líklega oft litið betur út var ekki að sjá að þetta hefði einhver áhrif á hann inni á vellinum. „Ég vona að þú sért ekki að kalla mig ljótan, neinei þetta var bara gott. Ég hafði eiginlega bara 20 mínútur í mér samt, var alveg búinn í seinni hálfleik og held að það hafi alveg komið í ljós. Tók allan kraftinn í fyrri hálfleik og svo tók bara Dúi við keflinu.“ Talið barst einmitt að Dúa Jónssyni, sem tók við keflinu þegar þreytan fór að segja til sín hjá Hauki. Dúi steig upp á stórri stundu fyrir liðið í kvöld, setti niður fimm stig í röð þegar rúm mínúta og átti mikilvægar stöðvanir í vörninni. „Hann er hörku leikmaður og búinn að sýna það í vetur. Við erum bara svona lið þar sem sumir taka af skarið meðan aðrir eru í baksætinu, svo kemur bara næsti inn. Í svona leikjum er hann bara ótrúlega seigur, er að brjóta upp varnirnar og spila hörkuvörn, ótrúlega flottur eins og bara flest allir í liðinu.“ Álftanes fór með þessum sigri langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Næsta verkefni sem bíður þeirra er undanúrslitaleikur VÍS bikarsins gegn Tindastól. „Ég hef ekki pælt mikið í því. Bara búinn að vera að vinna í því að koma mér til baka og einbeita mér að þessum leik, þetta var einn stærsti leikur tímabilsins og erum nánast búnir að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Getum núna farið að einbeita okkur að Tindastól, það verður hörkuviðureign og bara gaman“ sagði Haukur að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
„Algjörlega, búið að vera svolítið þungt hjá okkur. Alltaf gott að vinna svona grannaslag og koma okkur í gírinn“ sagði Haukur Helgi sáttur á svip strax að leik loknum. Haukur hefur verið ansi óheppinn upp á síðkastið, hann lenti í bílslysi og var frá í nokkrar vikur, þegar hann sneri svo aftur til æfinga á mánudag hlaut hann harkalegt höfuðhögg sem endaði með slæmu glóðuraugu og skurði í augabrún. Þó hann hafi líklega oft litið betur út var ekki að sjá að þetta hefði einhver áhrif á hann inni á vellinum. „Ég vona að þú sért ekki að kalla mig ljótan, neinei þetta var bara gott. Ég hafði eiginlega bara 20 mínútur í mér samt, var alveg búinn í seinni hálfleik og held að það hafi alveg komið í ljós. Tók allan kraftinn í fyrri hálfleik og svo tók bara Dúi við keflinu.“ Talið barst einmitt að Dúa Jónssyni, sem tók við keflinu þegar þreytan fór að segja til sín hjá Hauki. Dúi steig upp á stórri stundu fyrir liðið í kvöld, setti niður fimm stig í röð þegar rúm mínúta og átti mikilvægar stöðvanir í vörninni. „Hann er hörku leikmaður og búinn að sýna það í vetur. Við erum bara svona lið þar sem sumir taka af skarið meðan aðrir eru í baksætinu, svo kemur bara næsti inn. Í svona leikjum er hann bara ótrúlega seigur, er að brjóta upp varnirnar og spila hörkuvörn, ótrúlega flottur eins og bara flest allir í liðinu.“ Álftanes fór með þessum sigri langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Næsta verkefni sem bíður þeirra er undanúrslitaleikur VÍS bikarsins gegn Tindastól. „Ég hef ekki pælt mikið í því. Bara búinn að vera að vinna í því að koma mér til baka og einbeita mér að þessum leik, þetta var einn stærsti leikur tímabilsins og erum nánast búnir að tryggja okkur í úrslitakeppnina. Getum núna farið að einbeita okkur að Tindastól, það verður hörkuviðureign og bara gaman“ sagði Haukur að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira