„Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Aron Guðmundsson skrifar 14. mars 2024 23:01 Baldur Sigurðsson, reynslubolti úr efstu deild hér á landi og sérfræðingur Stöðvar 2 sport um Bestu deildina, ræddi við Vísi um stórtíðindi dagsins í íslenska boltanum. Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Vals. Vísir/Samsett mynd Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? „Þetta eru, hundrað prósent, stærstu félagsskipti í sögu íslenska boltans. Eiður Smári kemur heim á sínum tíma, ungur til KR, og tekur svo stökkið yfir til Bolton og hefur sinn feril þá af einhverju viti. Þá var hann ekki orðið þetta stóra nafn í knattspyrnuheiminum sem hann átti síðan eftir að verða. Gylfi kemur núna heim á lokastigum síns leikmannaferils,“ segir Baldur í samtali við Vísi um stórtíðindi dagsins. Gylfi Þór Sigurðsson leikur heima á Íslandi á næsta tímabili. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Yrði algjör draumur Hvaða væntingar megum við leyfa okkur að gera í garð Gylfa Þórs í þessari heimkomu hans? Hann hefur verið meiddur upp á síðkastið. Hvaða Gylfa erum við að fara að sjá? „Það er það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest. Það sem maður óttast mest er að Gylfi Þór verði mikið frá vegna meiðsla. Nái ekki upp takti eins og raunin hefur verið upp á síðkastið hjá honum. Maður veit náttúrulega ekkert hvernig hann æfir og hefur verið að æfa hjá Lyngby. Hvað hann hefur verið að gera. Utan frá virðist staða hans dálítið viðkvæm. Eðlilega. Bæði er hann kominn á þessi seinni stig ferilsins og þá kom þetta gat í leikmannaferil hans. Upp á síðkastið hefur hann þó verið að æfa úti á Spáni, bæði með Fylki og svo Val. Valsmenn hafa væntanlega ákveðna mynd af stöðu mála hjá honum og hafa að öllum líkindum látið hann fara í einhvers konar læknisskoðun í aðdraganda þessara félagsskipta. Tekið stöðutékk á honum sem maður reiknar með, í ljósi nýjustu vendinga, að hafi komið vel út. Í framhaldinu hafi þjálfarateymi Vals í huga ákveðið plan með hann. Það yrði algjör draumur, ekki bara fyrir Val heldur fyrir deildina, ef Gylfi Þór myndi spila í hverri viku. Þótt að Gylfi Þór væri aðeins 80% af því sem við sáum þegar að hann var upp á sitt besta þá yrði hann náttúrulega einn besti, ef ekki besti leikmaður deildarinnar.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir undirskriftina í morgun.Valur Klár lyftistöng Gylfi Þór fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar. Það gerði hann til þess að sinna endurhæfingunni sinni í gegnum meiðslin, sem hafa verið að hrjá hann, án þess að þiggja laun frá Lyngby. Undanfarnar vikur hefur Gylfi Þór sinnt endurhæfingunni á Spáni undir handleiðslu sjúkraþjálfarans Friðriks Ellerts Jónssonar. Ákvörðun sem gefur manni vísbendingar um að hann hafi alls ekki viljað gefa ferilinn upp á bátinn. „Vangavelturnar á sínum tíma snerust um það hvort að Gylfi Þór væri að íhuga að láta gott heita svona kjölfar þess að endurkoma hans í boltann varð fyrir bakslagi með þessum meiðslum. Að líkaminn væri kannski að segja honum að fara hætta þessu. Þá er þetta andlega lýjandi. Að reyna koma sér aftur af stað en lenda í því að meiðast.“ Gylfi Þór í leik með íslenska landsliðinu Krafan á titil eykst „Maður hefur heyrt það innan úr herbúðum Vals að þessi félagsskipti séu að gefa leikmönnum mikið. Þetta lyftir þeim öllum upp. Leikmönnum Vals finnst það spennandi þegar að svona nafn stimplar sig inn. Þetta er klárlega mikil lyftistöng fyrir Val en á sama tíma eykur þetta líka pressuna á liðið fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Við vissum hver krafan var fyrir komu Gylfa. Krafan núna á Val að landa Íslandsmeistaratitlinum núna er orðin meiri. Sér í lagi ef Gylfi Þór helst heill.“ Lið Víkings Reykjavíkur, tvöfaldir meistarar á síðasta tímabiliVísir/Hulda Margrét Horft hefur verið á ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur sem líklegasta liðið til þess að hampa Íslandsmeistaratitlinum á nýjan leik að komandi tímabili afloknu og að Valur sé það lið sem helst geti skákað ríkjandi Íslandsmeisturunum í baráttunni. Baldur er enn á því, þrátt fyrir komu Gylfa, að Víkingur fari inn í komandi tímabil sem líklegasta liðið til afreka. „Þetta er orðið jafnara núna. Ég myndi enn spá Víkingum Íslandsmeistaratitlinum. Það er þá líka sökum óvissunnar hvernig staðan á Gylfa Þór er. Við skulum gefa Víkingum þá virðingu, miðað við það sem þeir hafa gert, að spá þeim titlinum. Munurinn milli Víkings og Vals stóð kannski í metrum. Við erum farin að tala um aðra einingu núna, sentímetra eða jafnvel millimetra. Það stefnir í býsna skemmtilegt mót.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Þetta eru, hundrað prósent, stærstu félagsskipti í sögu íslenska boltans. Eiður Smári kemur heim á sínum tíma, ungur til KR, og tekur svo stökkið yfir til Bolton og hefur sinn feril þá af einhverju viti. Þá var hann ekki orðið þetta stóra nafn í knattspyrnuheiminum sem hann átti síðan eftir að verða. Gylfi kemur núna heim á lokastigum síns leikmannaferils,“ segir Baldur í samtali við Vísi um stórtíðindi dagsins. Gylfi Þór Sigurðsson leikur heima á Íslandi á næsta tímabili. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Yrði algjör draumur Hvaða væntingar megum við leyfa okkur að gera í garð Gylfa Þórs í þessari heimkomu hans? Hann hefur verið meiddur upp á síðkastið. Hvaða Gylfa erum við að fara að sjá? „Það er það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest. Það sem maður óttast mest er að Gylfi Þór verði mikið frá vegna meiðsla. Nái ekki upp takti eins og raunin hefur verið upp á síðkastið hjá honum. Maður veit náttúrulega ekkert hvernig hann æfir og hefur verið að æfa hjá Lyngby. Hvað hann hefur verið að gera. Utan frá virðist staða hans dálítið viðkvæm. Eðlilega. Bæði er hann kominn á þessi seinni stig ferilsins og þá kom þetta gat í leikmannaferil hans. Upp á síðkastið hefur hann þó verið að æfa úti á Spáni, bæði með Fylki og svo Val. Valsmenn hafa væntanlega ákveðna mynd af stöðu mála hjá honum og hafa að öllum líkindum látið hann fara í einhvers konar læknisskoðun í aðdraganda þessara félagsskipta. Tekið stöðutékk á honum sem maður reiknar með, í ljósi nýjustu vendinga, að hafi komið vel út. Í framhaldinu hafi þjálfarateymi Vals í huga ákveðið plan með hann. Það yrði algjör draumur, ekki bara fyrir Val heldur fyrir deildina, ef Gylfi Þór myndi spila í hverri viku. Þótt að Gylfi Þór væri aðeins 80% af því sem við sáum þegar að hann var upp á sitt besta þá yrði hann náttúrulega einn besti, ef ekki besti leikmaður deildarinnar.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir undirskriftina í morgun.Valur Klár lyftistöng Gylfi Þór fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar. Það gerði hann til þess að sinna endurhæfingunni sinni í gegnum meiðslin, sem hafa verið að hrjá hann, án þess að þiggja laun frá Lyngby. Undanfarnar vikur hefur Gylfi Þór sinnt endurhæfingunni á Spáni undir handleiðslu sjúkraþjálfarans Friðriks Ellerts Jónssonar. Ákvörðun sem gefur manni vísbendingar um að hann hafi alls ekki viljað gefa ferilinn upp á bátinn. „Vangavelturnar á sínum tíma snerust um það hvort að Gylfi Þór væri að íhuga að láta gott heita svona kjölfar þess að endurkoma hans í boltann varð fyrir bakslagi með þessum meiðslum. Að líkaminn væri kannski að segja honum að fara hætta þessu. Þá er þetta andlega lýjandi. Að reyna koma sér aftur af stað en lenda í því að meiðast.“ Gylfi Þór í leik með íslenska landsliðinu Krafan á titil eykst „Maður hefur heyrt það innan úr herbúðum Vals að þessi félagsskipti séu að gefa leikmönnum mikið. Þetta lyftir þeim öllum upp. Leikmönnum Vals finnst það spennandi þegar að svona nafn stimplar sig inn. Þetta er klárlega mikil lyftistöng fyrir Val en á sama tíma eykur þetta líka pressuna á liðið fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Við vissum hver krafan var fyrir komu Gylfa. Krafan núna á Val að landa Íslandsmeistaratitlinum núna er orðin meiri. Sér í lagi ef Gylfi Þór helst heill.“ Lið Víkings Reykjavíkur, tvöfaldir meistarar á síðasta tímabiliVísir/Hulda Margrét Horft hefur verið á ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur sem líklegasta liðið til þess að hampa Íslandsmeistaratitlinum á nýjan leik að komandi tímabili afloknu og að Valur sé það lið sem helst geti skákað ríkjandi Íslandsmeisturunum í baráttunni. Baldur er enn á því, þrátt fyrir komu Gylfa, að Víkingur fari inn í komandi tímabil sem líklegasta liðið til afreka. „Þetta er orðið jafnara núna. Ég myndi enn spá Víkingum Íslandsmeistaratitlinum. Það er þá líka sökum óvissunnar hvernig staðan á Gylfa Þór er. Við skulum gefa Víkingum þá virðingu, miðað við það sem þeir hafa gert, að spá þeim titlinum. Munurinn milli Víkings og Vals stóð kannski í metrum. Við erum farin að tala um aðra einingu núna, sentímetra eða jafnvel millimetra. Það stefnir í býsna skemmtilegt mót.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira