„Verðum bara að sjá hvert næsta skref verður“ Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 23:31 Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta Vísir/Getty Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham á Englandi, er byrjuð að leggja grunnin að endurkomu sinni inn á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð. Þar byggir hún á reynslu sinni frá fyrri tíð. Dagný og eiginmaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sinn annan son saman fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Í gegnum meðgönguna hefur Dagný fengið mikinn stuðning frá félagsliði sínu, West Ham United sem spilar í efstu deild Englands og er Dagný nú farin að taka fyrstu skref sín í átt að endurkomu. „Ég var að klára viku fjögur í svona heimastyrk og byrjaði að koma mér aftur af stað eftir að ég fæddi seinni strákinn. Ég er að æfa aðeins réttara og betur eftir meðgöngu heldur en var raunin hjá mér fyrir tæpum sex árum síðan þegar að ég átti fyrsta barn mitt og Ómars, hann Brynjar Atla. Við fjölskyldan munum halda aftur út til Englands í apríl. Ég er náttúrulega enn á samningi hjá West ham en sá samningur rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Þá verður bara að koma í ljós hver næstu skref hjá okkur verða.“ Dagný, sem hefur verið stuðningsmaður West Ham frá því í æsku, er nú ein af leiðtogunum í liðsins og var fyrirliði þess áður en hún hélt í barneignarleyfi. Hamrarnir vilja því skiljanlega ólmir fá hana aftur og það sem fyrst. „Draumurinn hjá West Ham er að ég nái einhverjum mínútum innan vallar með liðinu fyrir lok tímabils. Ég ætla hins vegar ekki að setja neina pressu á sjálfan mig að ná því. Ég gerði það eftir fyrri meðgönguna og er búin að ákveða að ætla ekki að gera það núna. Auðvitað væri draumur að ná kannski nokkrum mínútum innan vallar í síðasta leik tímabilsins gegn Tottenham. Þá er yngsta barnið okkar bara þriggja og hálfs mánaðar gamalt og því enn mjög ungur. Í þessum leik gegn Tottenham á erum við hins vegar að fara spila Tottenham Hotspur leikvanginum. Auðvitað yrði það skemmtilegur leikur að ná en ég ætla ekki að setja neina pressu á mig. Ég ætla að vera skynsöm því framundan er sumarið sem ég get notað í að æfa vel og byggja mig upp. Svo verðum við bara að sjá hvert næsta skref verður.“ Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Dagný og eiginmaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sinn annan son saman fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Í gegnum meðgönguna hefur Dagný fengið mikinn stuðning frá félagsliði sínu, West Ham United sem spilar í efstu deild Englands og er Dagný nú farin að taka fyrstu skref sín í átt að endurkomu. „Ég var að klára viku fjögur í svona heimastyrk og byrjaði að koma mér aftur af stað eftir að ég fæddi seinni strákinn. Ég er að æfa aðeins réttara og betur eftir meðgöngu heldur en var raunin hjá mér fyrir tæpum sex árum síðan þegar að ég átti fyrsta barn mitt og Ómars, hann Brynjar Atla. Við fjölskyldan munum halda aftur út til Englands í apríl. Ég er náttúrulega enn á samningi hjá West ham en sá samningur rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Þá verður bara að koma í ljós hver næstu skref hjá okkur verða.“ Dagný, sem hefur verið stuðningsmaður West Ham frá því í æsku, er nú ein af leiðtogunum í liðsins og var fyrirliði þess áður en hún hélt í barneignarleyfi. Hamrarnir vilja því skiljanlega ólmir fá hana aftur og það sem fyrst. „Draumurinn hjá West Ham er að ég nái einhverjum mínútum innan vallar með liðinu fyrir lok tímabils. Ég ætla hins vegar ekki að setja neina pressu á sjálfan mig að ná því. Ég gerði það eftir fyrri meðgönguna og er búin að ákveða að ætla ekki að gera það núna. Auðvitað væri draumur að ná kannski nokkrum mínútum innan vallar í síðasta leik tímabilsins gegn Tottenham. Þá er yngsta barnið okkar bara þriggja og hálfs mánaðar gamalt og því enn mjög ungur. Í þessum leik gegn Tottenham á erum við hins vegar að fara spila Tottenham Hotspur leikvanginum. Auðvitað yrði það skemmtilegur leikur að ná en ég ætla ekki að setja neina pressu á mig. Ég ætla að vera skynsöm því framundan er sumarið sem ég get notað í að æfa vel og byggja mig upp. Svo verðum við bara að sjá hvert næsta skref verður.“
Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira