Ummæli páfa um ábyrgð Úkraínu vekja hörð viðbrögð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. mars 2024 17:57 Páfinn við bænakall í morgun. EPA Ummæli sem Frans páfi lét falla í viðtali um að Úkraínumenn ættu að hafa kjarkinn til þess að stilla til friðar og binda enda á stríðið gegn Rússlandi hafa vakið hörð viðbrögð. Stjórnmálamenn frá bæði Úkraínu og Evrópu hafa fordæmt ummælin. Í viðtali sem birtist í svissneska miðlinum RTS segir páfinn að Úkraínumenn „ættu að hafa kjarkinn til þess að veifa hvíta fánanum og efla til friðarviðræðna“. Bút úr viðtalinu má nálgast á vef The Guardian. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu gagnrýndi ummælin í samfélagsmiðlafærslu í dag. „Fáninn okkar er gulur og blár. Við lifum og deyjum með þeim fána. Við munum aldrei veifa öðrum fána en honum,“ sagði hann sem vísan til ummæla páfans um hvíta fánann. Hann biðlaði til páfans að halda sig á hlið hins góða og ekki setja Rússland og Úkraínu á sama stall og tala um samningaviðræður. Stjórnmálamenn í Evrópu allri hafa síðan tjáð mikla reiði yfir ummælum páfans, sem þeir segja að færi ábyrgðina fyrir stríðinu, sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu, yfir á Úkraínumenn. „Sunnudagsskoðunin mín: Maður skal ekki gefast upp gegn hinu illa, maður á að berjast við hið illa og sigra það, þar til hið illa veifar hvíta fánanum og gefst upp,“ skrifaði Edgars Rinkēvičs forseti Lettlands á X í dag. My Sunday morning take: One must not capitulate in face of evil, one must fight it and defeat it, so that the evil raises the white flag and capitulates— Edgars Rink vi s (@edgarsrinkevics) March 10, 2024 Dennis Radtke, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði ummælin skammarleg í færslu á X. „Afstaða hans gagnvart Úkraínu endurspeglar páfaembættið illa. Það er óskiljanlegt,“ sagði hann. Utanríkisráðherra Póllands, Radosław Sikorski, sagði á sama miðli: „Hvað með að hvetja frekar Pútín til þess að vinna upp kjarkinn til þess að draga Rússlandsher til baka frá Úkraínu. Með því væri hægt að koma á friði án nokkurrar þarfar á samningaviðræðum.“ Þá gagnrýndi Anton Geraschenko, fyrrverandi ráðgjafi hjá innanríkisráðuneytinu í Úkraínu, ummælin á X. Hann segir furðulegt að páfinn finni ekki hjá sér þörf til þess að verja Úkraínumenn og fordæma Rússa, sem hafa drepið tugþúsundir manna í árásum sínum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Páfagarður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Í viðtali sem birtist í svissneska miðlinum RTS segir páfinn að Úkraínumenn „ættu að hafa kjarkinn til þess að veifa hvíta fánanum og efla til friðarviðræðna“. Bút úr viðtalinu má nálgast á vef The Guardian. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu gagnrýndi ummælin í samfélagsmiðlafærslu í dag. „Fáninn okkar er gulur og blár. Við lifum og deyjum með þeim fána. Við munum aldrei veifa öðrum fána en honum,“ sagði hann sem vísan til ummæla páfans um hvíta fánann. Hann biðlaði til páfans að halda sig á hlið hins góða og ekki setja Rússland og Úkraínu á sama stall og tala um samningaviðræður. Stjórnmálamenn í Evrópu allri hafa síðan tjáð mikla reiði yfir ummælum páfans, sem þeir segja að færi ábyrgðina fyrir stríðinu, sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu, yfir á Úkraínumenn. „Sunnudagsskoðunin mín: Maður skal ekki gefast upp gegn hinu illa, maður á að berjast við hið illa og sigra það, þar til hið illa veifar hvíta fánanum og gefst upp,“ skrifaði Edgars Rinkēvičs forseti Lettlands á X í dag. My Sunday morning take: One must not capitulate in face of evil, one must fight it and defeat it, so that the evil raises the white flag and capitulates— Edgars Rink vi s (@edgarsrinkevics) March 10, 2024 Dennis Radtke, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði ummælin skammarleg í færslu á X. „Afstaða hans gagnvart Úkraínu endurspeglar páfaembættið illa. Það er óskiljanlegt,“ sagði hann. Utanríkisráðherra Póllands, Radosław Sikorski, sagði á sama miðli: „Hvað með að hvetja frekar Pútín til þess að vinna upp kjarkinn til þess að draga Rússlandsher til baka frá Úkraínu. Með því væri hægt að koma á friði án nokkurrar þarfar á samningaviðræðum.“ Þá gagnrýndi Anton Geraschenko, fyrrverandi ráðgjafi hjá innanríkisráðuneytinu í Úkraínu, ummælin á X. Hann segir furðulegt að páfinn finni ekki hjá sér þörf til þess að verja Úkraínumenn og fordæma Rússa, sem hafa drepið tugþúsundir manna í árásum sínum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Páfagarður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira