Svíþjóð formlega gengin í NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2024 16:10 Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands, hittust í Búdapest 23. febrúar síðastliðinn. Þremur dögum síðar samþykkti ungverska þingið inngöngu Svía í NATO. Getty/Janos Kummer Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Dagurinn markar tímamót því nú hefur landið horfið frá áratugalangri hlutleysisstefnu. Rússar hafa hótað aðgerðum vegna inngöngu Svía og segja að þeim verði sér í lagi beitt ef hermenn bandalagsins koma sér fyrir í Svíþjóð. Ulf Kristersson, forsætisráðherra landsins fundaði með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkanna vegna inngöngunnar í Washington í dag og er búist við að sænski fáninn verði dreginn að húni við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel eftir helgi. Ungverska þingið samþykkti 26. febrúar síðastliðinn inngöngu Svía í NATO og var með því síðasta aðildarríki bandalagsins til að samþykkja inngönguna. Samþykki allra meðlima bandalagsins, sem er 31 talsins, þurfti til og hafði innganga Svía strandað á Ungverjum um nokkurt skeið. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið í febrúar í fyrra vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ungversk og tyrknesk stjórnvöld voru nokkuð treg til að samþykkja umsókn Svía þó svo að umsókn Finna, sem barst á svipuðum tíma og Svía, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum strax í apríl í fyrra. Tyrkir gáfu undan í janúar eftir að sænsk stjórnvöld féllust á kröfu landsins um afhendingu á meintum kúrdískum uppreisnarmönnum, sem hafa verið á lista tyrkneskra stjórnvalda yfir meinta hryðjuverkamenn. Eins og oft hefur verið rakið frá upphafi stríðs Rússa í Úkraínu hafa Rússar hræðst mjög útbreiðslu NATO til austurs. Ungversk stjórnvöld hafa verið mun hliðhollari Rússum en önnur ríki Evrópusambandsins og hefur mótstaða þeirra við inngöngu Svía í NATO verið rakin til þess. NATO Svíþjóð Ungverjaland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Dagurinn markar tímamót því nú hefur landið horfið frá áratugalangri hlutleysisstefnu. Rússar hafa hótað aðgerðum vegna inngöngu Svía og segja að þeim verði sér í lagi beitt ef hermenn bandalagsins koma sér fyrir í Svíþjóð. Ulf Kristersson, forsætisráðherra landsins fundaði með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkanna vegna inngöngunnar í Washington í dag og er búist við að sænski fáninn verði dreginn að húni við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel eftir helgi. Ungverska þingið samþykkti 26. febrúar síðastliðinn inngöngu Svía í NATO og var með því síðasta aðildarríki bandalagsins til að samþykkja inngönguna. Samþykki allra meðlima bandalagsins, sem er 31 talsins, þurfti til og hafði innganga Svía strandað á Ungverjum um nokkurt skeið. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið í febrúar í fyrra vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ungversk og tyrknesk stjórnvöld voru nokkuð treg til að samþykkja umsókn Svía þó svo að umsókn Finna, sem barst á svipuðum tíma og Svía, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum strax í apríl í fyrra. Tyrkir gáfu undan í janúar eftir að sænsk stjórnvöld féllust á kröfu landsins um afhendingu á meintum kúrdískum uppreisnarmönnum, sem hafa verið á lista tyrkneskra stjórnvalda yfir meinta hryðjuverkamenn. Eins og oft hefur verið rakið frá upphafi stríðs Rússa í Úkraínu hafa Rússar hræðst mjög útbreiðslu NATO til austurs. Ungversk stjórnvöld hafa verið mun hliðhollari Rússum en önnur ríki Evrópusambandsins og hefur mótstaða þeirra við inngöngu Svía í NATO verið rakin til þess.
NATO Svíþjóð Ungverjaland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16