Með rekstur og fasteignir út um alla borg Bjarki Sigurðsson skrifar 6. mars 2024 12:28 Davíð Viðarsson er einn umsvifamesti veitingamaður landsins, ekki síst eftir kaup hans á Wok On veitingahúsakeðjunni til viðbótar við Pho Víetnam staðina. Þá rekur hann gistiheimili í miðbænum. Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. Í gær réðist miðlæg rannsóknardeild lögreglu í umfangsmiklar aðgerðir víða um land. Beindust aðgerðirnar að miklu leyti að fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar sem á til að mynda veitingastaði Wok on, Pho Vietnam og þrifafyrirtækið Vy-þrif. Þá var gestum vísað út af gistiheimilum sem eru í eigu Davíðs. Davíð keypti Wok on af Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni í janúar en mánuði síðar var Kristján dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Kristján áformar uppbyggingu mathallar á Akureyri. Davíð er upprunalega frá Víetnam og hét Quang Le þangað til í fyrra. Hann kom til landsins upp úr aldamótum ásamt konu sinni og hóf rekstur sinn með versluninni Víetnam market á Suðurlandsbraut. Allskonar starfsemi Félögin sem Davíð á eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Þetta eru Vy-þrif, Vietnam Restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnam Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf. en síðustu tvö félögin á hann í gegnum NQ Fasteignir. Í gegnum þessi félög rekur hann í það minnsta fimm veitingastaði undir merkjum Pho Vietnam við Laugaveg 3, Laugaveg 101, Suðurlandsbraut 8, Skólavörðustíg 42 og Tryggvagötu 20. Hann rekur í það minnsta tvö gistiheimili, Kastali Guesthouse við Kirkjustræti 2 og Reykjavík Downtown Hotel. Félög Davíðs hafa rekið fimm Phi Vietnamese-veitingastaði og þrjár verslanir Vietnam Market.Vísir/Sara Veistu meira um félög í eigu Davíðs Viðarssonar? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Malað gull Árið 2022 skilaði VY-þrif 28 milljón króna hagnaði og við árslok átti félagið eignir sem voru metnar á 89 milljónir en félagið á engar fasteignir. Vietnam Restaurant ehf. skilaði sex milljón króna tapi árið 2022 en eignir félagsins voru metnar á 89 milljónir undir lok árs. Félagið á fasteign í kjallaranum á Laugavegi 27 þar sem í dag má finna Vínstúkuna 10 sopa. Vietnam Market skilaði tæplega milljón króna hagnaði árið 2022 en heildareignir félagsins eru metnar á 52 milljónir króna. Félagið á engar fasteignir. NQ fasteignir skilaði 57 milljón króna tapi árið 2022 en á sama tíma fóru heildareignir félagsins úr 64 milljónum króna í 529 milljónir króna. Má ætla að kaup á Herkastalanum við Kirkjustræti 2 vegi þar þungt en félagið keypti hann í ágúst það ár. Þar er gistiheimilið Kastali Guesthouse rekið. Félagið á einnig Reykjavíkurveg 66 í Hafnarfirði þar sem má finna veitingastað WokOn. Allir veitingastaðir Wokon eru í eigu Davíðs.Vísir/Vilhelm Í gegnum NQ Fasteignir á Davíð hundrað prósent hlut í bæði Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf.. Þau tvö félög reka níu veitingastaði undir merkjum Wokon. Wokon ehf. skilaði 32 milljón króna hagnaði á síðasta ári og heildareignir eru 140 milljón króna. Félagið á engar fasteignir. Wokon Mathöll ehf. skilaði 600 þúsund króna hagnaði árið 2022 og eru heildareignirnar metnar á 43 milljónir króna. Félagið á engar fasteignir. EA17 ehf. skilaði sex milljón króna hagnaði árið 2022 og heildareignir félagsins eru metnar á 35 milljónir króna. Félagið á engar fasteignir. Vietnam Cuisine ehf. skilaði hagnaði upp á 53 milljónir króna árið 2022 og heildareignir félagsins eru metnar á 270 milljón króna. Félagið á engar fasteignir en rekstrartekjur félagsins hafa verið frá 24 milljónum og upp í 396 milljónir króna síðustu fjögur ár. Heildareignir félaganna átta nema 1,25 milljörðum króna, mest í Vietnam Cuisine og NQ Fasteignir. Upplýsingar sem fréttastofa hefur um eignir félaganna miðast við árið 2022 þar sem ekki er búið að birta ársreikninga fyrir árið 2023. Þá hafði Davíð áform um að opna mathöll á Vesturgötu 2 í miðbænum þar sem Kaffi Reykjavík var rekið um árabil. Framkvæmdir standa yfir í húsinu. Upphaflega kom fram í þessari frétt að Davíð sæi enn um rekstur Vietnam Market en það er ekki rétt og hefur það verið leiðrétt. Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Matur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Þrír karlar og þrjár konur í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þremur körlum og þremur konum í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvort Davíð Viðarsson, eigandi fjölda fyrirtækja sem lokað var í gær, sé meðal þeirra. 6. mars 2024 12:05 Átta handteknir og tugir taldir þolendur mansals Lögreglan handtók átta einstaklinga í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Meintir þolendur mansals telja nokkra tugi. 6. mars 2024 11:23 Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Í gær réðist miðlæg rannsóknardeild lögreglu í umfangsmiklar aðgerðir víða um land. Beindust aðgerðirnar að miklu leyti að fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar sem á til að mynda veitingastaði Wok on, Pho Vietnam og þrifafyrirtækið Vy-þrif. Þá var gestum vísað út af gistiheimilum sem eru í eigu Davíðs. Davíð keypti Wok on af Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni í janúar en mánuði síðar var Kristján dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Kristján áformar uppbyggingu mathallar á Akureyri. Davíð er upprunalega frá Víetnam og hét Quang Le þangað til í fyrra. Hann kom til landsins upp úr aldamótum ásamt konu sinni og hóf rekstur sinn með versluninni Víetnam market á Suðurlandsbraut. Allskonar starfsemi Félögin sem Davíð á eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Þetta eru Vy-þrif, Vietnam Restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnam Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf. en síðustu tvö félögin á hann í gegnum NQ Fasteignir. Í gegnum þessi félög rekur hann í það minnsta fimm veitingastaði undir merkjum Pho Vietnam við Laugaveg 3, Laugaveg 101, Suðurlandsbraut 8, Skólavörðustíg 42 og Tryggvagötu 20. Hann rekur í það minnsta tvö gistiheimili, Kastali Guesthouse við Kirkjustræti 2 og Reykjavík Downtown Hotel. Félög Davíðs hafa rekið fimm Phi Vietnamese-veitingastaði og þrjár verslanir Vietnam Market.Vísir/Sara Veistu meira um félög í eigu Davíðs Viðarssonar? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Malað gull Árið 2022 skilaði VY-þrif 28 milljón króna hagnaði og við árslok átti félagið eignir sem voru metnar á 89 milljónir en félagið á engar fasteignir. Vietnam Restaurant ehf. skilaði sex milljón króna tapi árið 2022 en eignir félagsins voru metnar á 89 milljónir undir lok árs. Félagið á fasteign í kjallaranum á Laugavegi 27 þar sem í dag má finna Vínstúkuna 10 sopa. Vietnam Market skilaði tæplega milljón króna hagnaði árið 2022 en heildareignir félagsins eru metnar á 52 milljónir króna. Félagið á engar fasteignir. NQ fasteignir skilaði 57 milljón króna tapi árið 2022 en á sama tíma fóru heildareignir félagsins úr 64 milljónum króna í 529 milljónir króna. Má ætla að kaup á Herkastalanum við Kirkjustræti 2 vegi þar þungt en félagið keypti hann í ágúst það ár. Þar er gistiheimilið Kastali Guesthouse rekið. Félagið á einnig Reykjavíkurveg 66 í Hafnarfirði þar sem má finna veitingastað WokOn. Allir veitingastaðir Wokon eru í eigu Davíðs.Vísir/Vilhelm Í gegnum NQ Fasteignir á Davíð hundrað prósent hlut í bæði Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf.. Þau tvö félög reka níu veitingastaði undir merkjum Wokon. Wokon ehf. skilaði 32 milljón króna hagnaði á síðasta ári og heildareignir eru 140 milljón króna. Félagið á engar fasteignir. Wokon Mathöll ehf. skilaði 600 þúsund króna hagnaði árið 2022 og eru heildareignirnar metnar á 43 milljónir króna. Félagið á engar fasteignir. EA17 ehf. skilaði sex milljón króna hagnaði árið 2022 og heildareignir félagsins eru metnar á 35 milljónir króna. Félagið á engar fasteignir. Vietnam Cuisine ehf. skilaði hagnaði upp á 53 milljónir króna árið 2022 og heildareignir félagsins eru metnar á 270 milljón króna. Félagið á engar fasteignir en rekstrartekjur félagsins hafa verið frá 24 milljónum og upp í 396 milljónir króna síðustu fjögur ár. Heildareignir félaganna átta nema 1,25 milljörðum króna, mest í Vietnam Cuisine og NQ Fasteignir. Upplýsingar sem fréttastofa hefur um eignir félaganna miðast við árið 2022 þar sem ekki er búið að birta ársreikninga fyrir árið 2023. Þá hafði Davíð áform um að opna mathöll á Vesturgötu 2 í miðbænum þar sem Kaffi Reykjavík var rekið um árabil. Framkvæmdir standa yfir í húsinu. Upphaflega kom fram í þessari frétt að Davíð sæi enn um rekstur Vietnam Market en það er ekki rétt og hefur það verið leiðrétt.
Veistu meira um félög í eigu Davíðs Viðarssonar? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Matur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Þrír karlar og þrjár konur í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þremur körlum og þremur konum í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvort Davíð Viðarsson, eigandi fjölda fyrirtækja sem lokað var í gær, sé meðal þeirra. 6. mars 2024 12:05 Átta handteknir og tugir taldir þolendur mansals Lögreglan handtók átta einstaklinga í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Meintir þolendur mansals telja nokkra tugi. 6. mars 2024 11:23 Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Þrír karlar og þrjár konur í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þremur körlum og þremur konum í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvort Davíð Viðarsson, eigandi fjölda fyrirtækja sem lokað var í gær, sé meðal þeirra. 6. mars 2024 12:05
Átta handteknir og tugir taldir þolendur mansals Lögreglan handtók átta einstaklinga í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Meintir þolendur mansals telja nokkra tugi. 6. mars 2024 11:23
Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42