Er stríðið á Gaza, stríð gegn konum? Stella Samúelsdóttir skrifar 5. mars 2024 13:00 Átökin á Gaza hafa nú staðið yfir í nærri fimm mánuði. Frá upphafi átakanna hafa meira en 30.500 einstaklingar verið drepnir og 71.900 særst – meirihluti þeirra eru konur og börn. Þá hefur fjöldi barna látist vegna vannæringar. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað kallað eftir tafarlausu vopnahléi og varað við yfirvofandi hungursneyð. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, hefur lýst stríðinu á Gaza sem stríði gegn konum. Hér eru sjö staðreyndir um hvers vegna stríðið á Gaza er einnig stríð gegn konum: [1] Talið er að um 9.000 palestínskar konur hafi verið drepnar af ísraelska hernum frá upphafi átakanna. Þessi tala er líklega vanmat þar sem greint er frá því að mun fleiri konur séu látnar undir rústum bygginga [2]. Ef fram fer sem horfir, munu að meðaltali 63 konur halda áfram að vera drepnar daglega. Áætlað er að 37 mæður séu drepnar á hverjum degi, sem skilur fjölskyldur þeirra eftir í algjörri upplausn og börnin eftir án umhyggju og verndar þeirra. Meira en 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) segja að fjölskyldur þeirra borði helming, eða minna, af því magni af mat sem þau voru vön að borða áður en stríðið hófst. Mæður og fullorðnar konur eru þær sem hafa það hlutverk að útvega mat en borða samt síðast, minna og síður en öll önnur [3]. 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) á Gaza benda á að minnst einn af fjölskyldumeðlimum þeirra hafi þurft að sleppa máltíðum undanfarna viku. Í 95 prósentum tilfella eru það mæður sem eru án matar og sleppa að minnsta kosti einni máltíð til að fæða börnin sín [4]. Allir íbúar Gaza, sem eru 2,3 milljónir fólks, munu standa frammi fyrir alvarlegu mataróöryggi innan nokkurra vikna – því alvarlegasta sem mælst hefur [5] þar sem Gaza er á barmi hungursneyðar. Næstum 9 af hverjum 10 konum (87 prósent) segjast eiga erfiðara með að fá aðgengi að mat en karlar [6]. Sumar konur grípa nú til örþrifaráða, eins og að leita að mat undir rústum eða í ruslatunnum. 10 af 12 kvennasamtökum á Gaza greindu UN Women frá því að þau væru að hluta til starfhæf og veittu nauðsynlega neyðarþjónustu [7]. Þrátt fyrir ótrúlega viðleitni þeirra hefur innan við 1 prósent af því fjármagni sem safnað var í gegnum neyðarsöfnun Sameinuðu þjóðanna runnið til kvenréttindasamtaka á svæðinu. Að beina fjármagni til þessara samtaka er afar mikilvægt til að mæta aðkallandi þörfum kvenna, fjölskyldna þeirra og samfélaga og til að tryggja að raddir kvenna á Gaza heyrist. Ef ekki verður af tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum munu enn fleiri deyja á næstu dögum og vikum. Drápunum, sprengingunum og eyðileggingunni á nauðsynlegum innviðum á Gaza verður að linna. Mannúðaraðstoð verður að komast inn á Gaza og um svæðið strax. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. [1] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [2] Source: UN Women’s calculation estimates are based on OCHA reported numbers. [3] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [4] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [5] Source: Security Council hears Gaza famine 'almost inevitable' unless aid is massively scaled up [6] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [7] Source: UN Women Gender Alert: The Gendered Impact of the Crisis in Gaza. January 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Átökin á Gaza hafa nú staðið yfir í nærri fimm mánuði. Frá upphafi átakanna hafa meira en 30.500 einstaklingar verið drepnir og 71.900 særst – meirihluti þeirra eru konur og börn. Þá hefur fjöldi barna látist vegna vannæringar. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað kallað eftir tafarlausu vopnahléi og varað við yfirvofandi hungursneyð. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, hefur lýst stríðinu á Gaza sem stríði gegn konum. Hér eru sjö staðreyndir um hvers vegna stríðið á Gaza er einnig stríð gegn konum: [1] Talið er að um 9.000 palestínskar konur hafi verið drepnar af ísraelska hernum frá upphafi átakanna. Þessi tala er líklega vanmat þar sem greint er frá því að mun fleiri konur séu látnar undir rústum bygginga [2]. Ef fram fer sem horfir, munu að meðaltali 63 konur halda áfram að vera drepnar daglega. Áætlað er að 37 mæður séu drepnar á hverjum degi, sem skilur fjölskyldur þeirra eftir í algjörri upplausn og börnin eftir án umhyggju og verndar þeirra. Meira en 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) segja að fjölskyldur þeirra borði helming, eða minna, af því magni af mat sem þau voru vön að borða áður en stríðið hófst. Mæður og fullorðnar konur eru þær sem hafa það hlutverk að útvega mat en borða samt síðast, minna og síður en öll önnur [3]. 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) á Gaza benda á að minnst einn af fjölskyldumeðlimum þeirra hafi þurft að sleppa máltíðum undanfarna viku. Í 95 prósentum tilfella eru það mæður sem eru án matar og sleppa að minnsta kosti einni máltíð til að fæða börnin sín [4]. Allir íbúar Gaza, sem eru 2,3 milljónir fólks, munu standa frammi fyrir alvarlegu mataróöryggi innan nokkurra vikna – því alvarlegasta sem mælst hefur [5] þar sem Gaza er á barmi hungursneyðar. Næstum 9 af hverjum 10 konum (87 prósent) segjast eiga erfiðara með að fá aðgengi að mat en karlar [6]. Sumar konur grípa nú til örþrifaráða, eins og að leita að mat undir rústum eða í ruslatunnum. 10 af 12 kvennasamtökum á Gaza greindu UN Women frá því að þau væru að hluta til starfhæf og veittu nauðsynlega neyðarþjónustu [7]. Þrátt fyrir ótrúlega viðleitni þeirra hefur innan við 1 prósent af því fjármagni sem safnað var í gegnum neyðarsöfnun Sameinuðu þjóðanna runnið til kvenréttindasamtaka á svæðinu. Að beina fjármagni til þessara samtaka er afar mikilvægt til að mæta aðkallandi þörfum kvenna, fjölskyldna þeirra og samfélaga og til að tryggja að raddir kvenna á Gaza heyrist. Ef ekki verður af tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum munu enn fleiri deyja á næstu dögum og vikum. Drápunum, sprengingunum og eyðileggingunni á nauðsynlegum innviðum á Gaza verður að linna. Mannúðaraðstoð verður að komast inn á Gaza og um svæðið strax. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. [1] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [2] Source: UN Women’s calculation estimates are based on OCHA reported numbers. [3] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [4] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [5] Source: Security Council hears Gaza famine 'almost inevitable' unless aid is massively scaled up [6] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [7] Source: UN Women Gender Alert: The Gendered Impact of the Crisis in Gaza. January 2024.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun