Er eldra fólk auðlind peningaaflanna? Aríel Pétursson skrifar 4. mars 2024 11:01 Málaflokkur öldrunarmála og öll sú margvíslega þjónusta sem veitt er af fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum hefur vafalaust alla burði til þess að vera gróðavænlegur bransi þar sem hægt væri að græða á tá og fingri. En líkt og skólakerfi landsmanna, löggæsla og fleiri mikilvægir innviðir sem skapa samfélag okkar er öldrunarþjónustan einnig grundvallarstoð samfélagslegra innviða og ætti því samkvæmt því að lúta lögmálum óarðsemisdrifins rekstrar líkt og gegnir til að mynda um Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins sem eiga Hrafnistuheimilin og auðvitað fleiri rekstraraðila. Mismunandi rekstrarform Eigendur og rekstraraðilar hjúkrunarheimila eru af þrennu tagi: Hið opinbera (ríkið og sveitarfélög), hagnaðardrifnir einkaaðilar með samning við hið opinbera um bæði leigu húsnæðis og greiðslu daggjalda, og loks óhagnaðardrifnir einkaaðilar og sjálfseignarstofnanir með samning við hið opinbera; stundum kallaður þriðji geirinn. Ekki króna greidd í arð Sjómannadagsráð, sem á og rekur Hrafnistuheimilin og íbúðaleigufélagið Naustavör er óhagnaðardrifið einkafyrirtæki, þar sem aldrei er greiddur arður til eigenda. Sjómannadagsráð, ásamt dótturfélagi sínu Naustavör með sínum 350 leiguíbúðum, er búið að vera í farsælum rekstri í 67 ár án þess að tekin hafi verið svo mikið sem ein króna út úr rekstrinum til að greiða eigendum. Allt afgangsfé, þegar það gerist, hefur frá upphafi verið varið til viðhalds fasteigna, bættrar þjónustu og eftir atvikum til frekari uppbyggingar. Þeir sem standa að baki Sjómannadagsráðs gera það með tvennt í huga: af þeirri hugsjón að láta gott af sér leiða til samfélagsins og í leiðinni að búa sjálfum sér áhyggjulaust ævikvöld í framtíðinni, enda verðum við sjálf öldruð ef við berum til þess gæfu. Sömu sögu er að segja af bakhjörlum t.d. Grundar sem starfað hefur í meira en 100 ár. Látum hendur standa fram úr ermum Nú, sem betur fer, eru breytingar fyrirhugaðar á fyrirkomulagi við fjármögnun fasteigna undir hjúkrunarheimili sem hafa verið á forræði ríkis og sveitarfélaga í fjölmörg ár. Núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér hæga uppbyggingu nýrra rýma og þegar þau hafa verið reist hafa þau gjarnan verið fokdýr. Dæmi um það er tvöfalt hærra verð á fermetra við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi heldur en við Sléttuveg í Fossvogi, en síðar nefnda verkefnið var unnið undir stjórn Sjómannadagsráðs, allt frá alhliða hönnun til vígslu heimilisins þegar íbúar fluttu inn. Hið nýja fyrirkomulag mun gera sjálfstæðum aðilum kleift að láta hendur standa fram úr ermum og byggja ný hjúkrunarrými í takti við aukna eftirspurn og fjölgun í elsta hópi Íslendinga. Frumundirbúningur er þegar hafinn að slíku verkefni á lóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs Reykjavíkurborg hefur nýlega gengið til samstarfs við nokkur einkarekin hagnaðardrifin fasteignafélög um þróun „lífsgæðakjarna“ á völdum stöðum í borginni. Félögin hafa kynnt frumhugmyndir um það hvernig þau sjá slík verkefni fyrir sér. Orðið lífsgæðakjarni er þar allt umlykjandi. Orðið tískuorð að því er virðist. Sjómannadagsráð hefur all langa sögu að segja um þróun lífsgæðakjarna. Það er hugtak sem Sjómannadagsráð skilgreindi upphaflega sem hugmyndafræði sem í raun hefur verið fylgt í áratugi hjá Hrafnistu. Það var fyrst skilgreint á fundi starfsmanna Naustavarar árið 2020 sem vantaði gott hugtak yfir það mikla samfélag sem var að byggjast upp á okkar vegum við Sléttuveg í Fossvogi. Þar er um að ræða samfélag þeirra sem búa í sjálfstæðri búsetu í íbúðum sem eru klæðskerasniðnar að þörfum eldra fólks hvar innangengt er í þjónustumiðstöð með miklu framboði af félagsstarfi, afþreyingu, dagdvöl, heilsurækt, hár- og fótsnyrtistofu, matsölu, kaffihúsi ásamt verslun með fjölbreyttu vöruúrvali. Allt þetta er svo sambyggt hjúkrunarheimili og í sameiningu myndast slagkraftur sem aldrei hefur áður þekkst – og því vantaði nýtt hugtak – Lífsgæðakjarnann. Gangi hægt um gleðinnar dyr Það er nokkur nýlunda að hagnaðardrifin fasteignafélög sem greiða arð til eigenda hyggi á landvinninga á sviði öldrunarþjónustu með gerð langtímasamninga við ríkið um leigu húsakosts undir starfsemi hjúkrunarheimila. Auðvitað er fullkomlega eðlilegt að einkaaðilar byggi eða breyti og leigi fasteignir fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en í sérhæfðu húsnæði hjúkrunarheimilis, og aðallega þar sem að ríkið er milligöngumaður um húsakostinn, hefur einstaklingurinn sem þar býr fátt að segja um hlutskipti sitt og þá aðstöðu og þjónustu sem þar er í boði. Þess vegna er mikilvægt að gengið verði hægt um gleðinnar dyr þegar byggingaraðilar kynna hugmyndir um lífsgæðakjarna því þeir eru ekki bara einhver húsakostur heldur mengi margra óumflýjanlegra og mikilvægra þjónustuatriða sem mynda hinn eina sanna lífsgæðakjarna. Þess vegna geld ég varhug við því að tilvonandi framkvæmdaaðilar styðjist við skilgreininguna lífsgæðakjarni sem í mínum huga er mun meira en aðeins þak yfir höfuðið. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Fasteignamarkaður Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Málaflokkur öldrunarmála og öll sú margvíslega þjónusta sem veitt er af fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum hefur vafalaust alla burði til þess að vera gróðavænlegur bransi þar sem hægt væri að græða á tá og fingri. En líkt og skólakerfi landsmanna, löggæsla og fleiri mikilvægir innviðir sem skapa samfélag okkar er öldrunarþjónustan einnig grundvallarstoð samfélagslegra innviða og ætti því samkvæmt því að lúta lögmálum óarðsemisdrifins rekstrar líkt og gegnir til að mynda um Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins sem eiga Hrafnistuheimilin og auðvitað fleiri rekstraraðila. Mismunandi rekstrarform Eigendur og rekstraraðilar hjúkrunarheimila eru af þrennu tagi: Hið opinbera (ríkið og sveitarfélög), hagnaðardrifnir einkaaðilar með samning við hið opinbera um bæði leigu húsnæðis og greiðslu daggjalda, og loks óhagnaðardrifnir einkaaðilar og sjálfseignarstofnanir með samning við hið opinbera; stundum kallaður þriðji geirinn. Ekki króna greidd í arð Sjómannadagsráð, sem á og rekur Hrafnistuheimilin og íbúðaleigufélagið Naustavör er óhagnaðardrifið einkafyrirtæki, þar sem aldrei er greiddur arður til eigenda. Sjómannadagsráð, ásamt dótturfélagi sínu Naustavör með sínum 350 leiguíbúðum, er búið að vera í farsælum rekstri í 67 ár án þess að tekin hafi verið svo mikið sem ein króna út úr rekstrinum til að greiða eigendum. Allt afgangsfé, þegar það gerist, hefur frá upphafi verið varið til viðhalds fasteigna, bættrar þjónustu og eftir atvikum til frekari uppbyggingar. Þeir sem standa að baki Sjómannadagsráðs gera það með tvennt í huga: af þeirri hugsjón að láta gott af sér leiða til samfélagsins og í leiðinni að búa sjálfum sér áhyggjulaust ævikvöld í framtíðinni, enda verðum við sjálf öldruð ef við berum til þess gæfu. Sömu sögu er að segja af bakhjörlum t.d. Grundar sem starfað hefur í meira en 100 ár. Látum hendur standa fram úr ermum Nú, sem betur fer, eru breytingar fyrirhugaðar á fyrirkomulagi við fjármögnun fasteigna undir hjúkrunarheimili sem hafa verið á forræði ríkis og sveitarfélaga í fjölmörg ár. Núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér hæga uppbyggingu nýrra rýma og þegar þau hafa verið reist hafa þau gjarnan verið fokdýr. Dæmi um það er tvöfalt hærra verð á fermetra við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi heldur en við Sléttuveg í Fossvogi, en síðar nefnda verkefnið var unnið undir stjórn Sjómannadagsráðs, allt frá alhliða hönnun til vígslu heimilisins þegar íbúar fluttu inn. Hið nýja fyrirkomulag mun gera sjálfstæðum aðilum kleift að láta hendur standa fram úr ermum og byggja ný hjúkrunarrými í takti við aukna eftirspurn og fjölgun í elsta hópi Íslendinga. Frumundirbúningur er þegar hafinn að slíku verkefni á lóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs Reykjavíkurborg hefur nýlega gengið til samstarfs við nokkur einkarekin hagnaðardrifin fasteignafélög um þróun „lífsgæðakjarna“ á völdum stöðum í borginni. Félögin hafa kynnt frumhugmyndir um það hvernig þau sjá slík verkefni fyrir sér. Orðið lífsgæðakjarni er þar allt umlykjandi. Orðið tískuorð að því er virðist. Sjómannadagsráð hefur all langa sögu að segja um þróun lífsgæðakjarna. Það er hugtak sem Sjómannadagsráð skilgreindi upphaflega sem hugmyndafræði sem í raun hefur verið fylgt í áratugi hjá Hrafnistu. Það var fyrst skilgreint á fundi starfsmanna Naustavarar árið 2020 sem vantaði gott hugtak yfir það mikla samfélag sem var að byggjast upp á okkar vegum við Sléttuveg í Fossvogi. Þar er um að ræða samfélag þeirra sem búa í sjálfstæðri búsetu í íbúðum sem eru klæðskerasniðnar að þörfum eldra fólks hvar innangengt er í þjónustumiðstöð með miklu framboði af félagsstarfi, afþreyingu, dagdvöl, heilsurækt, hár- og fótsnyrtistofu, matsölu, kaffihúsi ásamt verslun með fjölbreyttu vöruúrvali. Allt þetta er svo sambyggt hjúkrunarheimili og í sameiningu myndast slagkraftur sem aldrei hefur áður þekkst – og því vantaði nýtt hugtak – Lífsgæðakjarnann. Gangi hægt um gleðinnar dyr Það er nokkur nýlunda að hagnaðardrifin fasteignafélög sem greiða arð til eigenda hyggi á landvinninga á sviði öldrunarþjónustu með gerð langtímasamninga við ríkið um leigu húsakosts undir starfsemi hjúkrunarheimila. Auðvitað er fullkomlega eðlilegt að einkaaðilar byggi eða breyti og leigi fasteignir fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en í sérhæfðu húsnæði hjúkrunarheimilis, og aðallega þar sem að ríkið er milligöngumaður um húsakostinn, hefur einstaklingurinn sem þar býr fátt að segja um hlutskipti sitt og þá aðstöðu og þjónustu sem þar er í boði. Þess vegna er mikilvægt að gengið verði hægt um gleðinnar dyr þegar byggingaraðilar kynna hugmyndir um lífsgæðakjarna því þeir eru ekki bara einhver húsakostur heldur mengi margra óumflýjanlegra og mikilvægra þjónustuatriða sem mynda hinn eina sanna lífsgæðakjarna. Þess vegna geld ég varhug við því að tilvonandi framkvæmdaaðilar styðjist við skilgreininguna lífsgæðakjarni sem í mínum huga er mun meira en aðeins þak yfir höfuðið. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun