„Sýnir bara hvað við viljum og að okkur langar að vinna“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. febrúar 2024 22:08 Hjalti er sáttur með sínar konur þessa dagana Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Vals hafði ærna ástæðu til að brosa í leikslok eftir góðan sigur á Þór í Subway-deild kvenna. Lokatölur á Hlíðarenda 90-84. Liðin voru jöfn í efsta sæti B-deildarinnar fyrir leikinn og fyrri hálfleikur var einnig hnífjafn. Í seinni hálfleik sigu Valskonur hægt og bítandi fram úr og lönduðu að lokum nokkuð sanngjörnum sigri. Hjalti sagði að lykillinn að sigrinum hefði verið að halda áfram. „Við í rauninni bara héldum áfram. Byggðum á því sem við gerðum í fyrri hálfleik jú og skutum aðeins betur. Þær náttúrulega byrjuðu að hitta vel og héldu í við okkur. Í seinni hálfleik voru þær ekki að setja þessi skot í byrjun og við náðum strax forystunni.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að hann hefði smá áhyggjur af sóknarfráköstum Þórs, en þegar öllu var á botninn hvolft tóku Valskonur aðeins einu sóknarfrákasti minna en gestirnir en bæði lið voru með 13 stig eftir sóknarfráköst. „Ég hafði miklar áhyggjur af sóknarfráköstunum okkar megin, þær voru með 17 en kom mér smá á óvart að við náðum 16 á móti þeim. Það er bara frábært. Það sýnir bara hvað við viljum og okkur langar að vinna. Við förum á eftir sigrinum með því að ná í lausu boltana og molana sem eru til staðar.“ Eydís Eva Þórisdóttir átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði stig í öllum regnbogans litum. Hún endaði með 18 stig en það kom Hjalta ekkert á óvart. „Eydís er náttúrulega bara frábær leikmaður. Frábært skotmaður og frábær sóknarmaður. Flott varnarmlega líka. Það hefur verið bara eitthvað hik á henni undanfarið, í undarförnum leikjum. Nú bara lét hún vaða. Þetta er bara það sem hún á að gera í þessu liði, bara láta vaða og hún setur þetta niður.“ Það er kannski lykillinn að breyttu gengi liðsins, að leikmenn eru hættir að hika og láta bara vaða? „Algjörlega. Mér fannst þetta bara mjög gott mestmegnis sóknarlega í dag. Vorum rosalega ákveðnar og réðumst á þær. Sérstaklega í seinni hálfleik, þá fórum við að henda honum út og fá opnu skotin. Við endum náttúrulega bara með frábæra skotnýtingu eftir leikinn en í hálfleik vorum við ekki að skjóta vel.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það myndi kannski ekki skipta öllu máli hvort liðið endaði í 1. eða 2. sæti B-deildarinnar, en viðurkenndi þó fúslega að sigurinn væri sætur og mikilvægur fyrir sjálfstraust leikmanna. „Það er alltaf skemmtilegra að vinna, það er bara svoleiðis. Það er alltaf léttara yfir öllu ef maður vinnur. Þetta var náttúrulega rosalega þungt orðið í vetur. Maður fann það bara, gleðina vantaði ekki, en maður fann hvað það var orðið þungt í leikmönnum. Það er allt annað að vinna, einn sigur og tveir og þrír. Það gerir rosalega mikið fyrir íþróttamenn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Liðin voru jöfn í efsta sæti B-deildarinnar fyrir leikinn og fyrri hálfleikur var einnig hnífjafn. Í seinni hálfleik sigu Valskonur hægt og bítandi fram úr og lönduðu að lokum nokkuð sanngjörnum sigri. Hjalti sagði að lykillinn að sigrinum hefði verið að halda áfram. „Við í rauninni bara héldum áfram. Byggðum á því sem við gerðum í fyrri hálfleik jú og skutum aðeins betur. Þær náttúrulega byrjuðu að hitta vel og héldu í við okkur. Í seinni hálfleik voru þær ekki að setja þessi skot í byrjun og við náðum strax forystunni.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að hann hefði smá áhyggjur af sóknarfráköstum Þórs, en þegar öllu var á botninn hvolft tóku Valskonur aðeins einu sóknarfrákasti minna en gestirnir en bæði lið voru með 13 stig eftir sóknarfráköst. „Ég hafði miklar áhyggjur af sóknarfráköstunum okkar megin, þær voru með 17 en kom mér smá á óvart að við náðum 16 á móti þeim. Það er bara frábært. Það sýnir bara hvað við viljum og okkur langar að vinna. Við förum á eftir sigrinum með því að ná í lausu boltana og molana sem eru til staðar.“ Eydís Eva Þórisdóttir átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði stig í öllum regnbogans litum. Hún endaði með 18 stig en það kom Hjalta ekkert á óvart. „Eydís er náttúrulega bara frábær leikmaður. Frábært skotmaður og frábær sóknarmaður. Flott varnarmlega líka. Það hefur verið bara eitthvað hik á henni undanfarið, í undarförnum leikjum. Nú bara lét hún vaða. Þetta er bara það sem hún á að gera í þessu liði, bara láta vaða og hún setur þetta niður.“ Það er kannski lykillinn að breyttu gengi liðsins, að leikmenn eru hættir að hika og láta bara vaða? „Algjörlega. Mér fannst þetta bara mjög gott mestmegnis sóknarlega í dag. Vorum rosalega ákveðnar og réðumst á þær. Sérstaklega í seinni hálfleik, þá fórum við að henda honum út og fá opnu skotin. Við endum náttúrulega bara með frábæra skotnýtingu eftir leikinn en í hálfleik vorum við ekki að skjóta vel.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það myndi kannski ekki skipta öllu máli hvort liðið endaði í 1. eða 2. sæti B-deildarinnar, en viðurkenndi þó fúslega að sigurinn væri sætur og mikilvægur fyrir sjálfstraust leikmanna. „Það er alltaf skemmtilegra að vinna, það er bara svoleiðis. Það er alltaf léttara yfir öllu ef maður vinnur. Þetta var náttúrulega rosalega þungt orðið í vetur. Maður fann það bara, gleðina vantaði ekki, en maður fann hvað það var orðið þungt í leikmönnum. Það er allt annað að vinna, einn sigur og tveir og þrír. Það gerir rosalega mikið fyrir íþróttamenn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira