Tveir milljarðar í leiðtogafundinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2024 10:37 Gríðarlegur viðbúnaður var við Hörpu í maí í fyrra vegna fundarins og mikill fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna. Vísir/Vilhelm Heildarkostnaður stjórnvalda vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí á síðasta ári nam alls tveimur milljörðum króna samkvæmt uppgjöri utanríkisráðuneytisins og upplýsingum frá ríkislögreglustjóra og innviðaráðuneyti. Kostnaðurinn skýrist fyrst og fremst af umfangi fundarins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þar kemur fram að leiðtogafundinn hafi verið sóttur af fulltrúum allra 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, þar af 37 þjóðarleiðtogar og forsætisráðherra, auk háttsettra fulltrúa alþjóðastofnana og fimm áheyrnarríkja ráðsins. Samtals komu 65 erlendar sendinefndir og hátt í eitt þúsund gestir til landsins auk fleiri en tvöhundruð erlendra blaðamanna. Fram kemur í svarinu að í fjárlögum 2023 hafi eingöngu verið gert ráð fyrir að haldinn yrði umfangsminni fundur en svo reyndist vera. Áætlað var að heildarkostnaðurinn yrði rúmur 1,3 milljarður en fundurinn hafi síðar reynst stærri en gert var ráð fyrir. Þannig hafi heildarútgjöld lögreglu reynst nokkuð hærri en gert var ráð fyrir af ófyrirséðum ástæðum. Þau námu 1.560 milljónum króna. Meiri þörf reyndist fyrir aðstoð erlendra lögreglumanna og sérhæfðan búnað erlendis frá, svo sem sérhæfðra bíla og lengri þjálfun og undirbúning. Þá hafi erlendar sendinefndir reynst stærri en gert var ráð fyrir í upphafi svo leggja þurfti til fleiri bíla og sérþjálfaða ökumenn frá lögreglu auk búnaðar. Þær hafi auk þess dvalið lengur en gert hafði verið ráð fyrir og viðbúnaður lögreglu því varið lengur. Fram kemur í svarinu að engir bílar hafi verið keyptir vegna fundarins. Allir bílar hafi verið leigðir af bílaleigum og bílaumboðum utan tíu bíla í eigu Stjórnarráðsins sem lánaðar hafi verið í verkefnið. Heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins vegna fundarins varð 423 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir kostnaði upp á 432 milljónir. Þar vó kostnaður við umgjörð fundarins mestu eða 106 milljónum, þá fóru 90 milljónir í laun til starfsfólks. 61 milljón í samgöngur og 103 milljónir í leigu og kaup á nauðsynlegum búnaði meðal annars vegna túlkaþjónustu. Önnur aðkeypt þjónusta vegna streymis og útsendingu, til listamann og í prentun og merkingar var 63 milljónir króna. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Utanríkismál Reykjavík Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Kostnaðurinn skýrist fyrst og fremst af umfangi fundarins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þar kemur fram að leiðtogafundinn hafi verið sóttur af fulltrúum allra 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, þar af 37 þjóðarleiðtogar og forsætisráðherra, auk háttsettra fulltrúa alþjóðastofnana og fimm áheyrnarríkja ráðsins. Samtals komu 65 erlendar sendinefndir og hátt í eitt þúsund gestir til landsins auk fleiri en tvöhundruð erlendra blaðamanna. Fram kemur í svarinu að í fjárlögum 2023 hafi eingöngu verið gert ráð fyrir að haldinn yrði umfangsminni fundur en svo reyndist vera. Áætlað var að heildarkostnaðurinn yrði rúmur 1,3 milljarður en fundurinn hafi síðar reynst stærri en gert var ráð fyrir. Þannig hafi heildarútgjöld lögreglu reynst nokkuð hærri en gert var ráð fyrir af ófyrirséðum ástæðum. Þau námu 1.560 milljónum króna. Meiri þörf reyndist fyrir aðstoð erlendra lögreglumanna og sérhæfðan búnað erlendis frá, svo sem sérhæfðra bíla og lengri þjálfun og undirbúning. Þá hafi erlendar sendinefndir reynst stærri en gert var ráð fyrir í upphafi svo leggja þurfti til fleiri bíla og sérþjálfaða ökumenn frá lögreglu auk búnaðar. Þær hafi auk þess dvalið lengur en gert hafði verið ráð fyrir og viðbúnaður lögreglu því varið lengur. Fram kemur í svarinu að engir bílar hafi verið keyptir vegna fundarins. Allir bílar hafi verið leigðir af bílaleigum og bílaumboðum utan tíu bíla í eigu Stjórnarráðsins sem lánaðar hafi verið í verkefnið. Heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins vegna fundarins varð 423 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir kostnaði upp á 432 milljónir. Þar vó kostnaður við umgjörð fundarins mestu eða 106 milljónum, þá fóru 90 milljónir í laun til starfsfólks. 61 milljón í samgöngur og 103 milljónir í leigu og kaup á nauðsynlegum búnaði meðal annars vegna túlkaþjónustu. Önnur aðkeypt þjónusta vegna streymis og útsendingu, til listamann og í prentun og merkingar var 63 milljónir króna.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Utanríkismál Reykjavík Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira