„Ef ekki núna, hvenær þá?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Jón Axel Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Jón Axel Guðmundsson er einn leikmanna íslenska liðsins sem þurfti að stíga fram og taka á sig meiri ábyrgð í fjarveru Martins Hermannssonar undanfarin ár og hann hefur á þessum tíma orðið að algjörum lykilmanni í íslenska liðinu. Jón Axel fagnar endurkomu Martins í liðinu en telur að á þessum tíma án besta körfuboltamanns landsins, hafi aðrir leikmenn náð sér í sjálfstraust og reynslu sem nýtist liðinu vel í dag nú þegar Martin er mættur í slaginn á ný. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við höfum verið að spila við Ítalíu og Tyrkland í þessum stóru keppnum undanfarið og vitum hvað bíður okkar á móti þessum öflugu liðum. Við spiluðum við Ungverjaland síðasta sumar og það gekk bara vel. Þeir eru með nýjan hóp fyrir þennan glugga þannig að þetta kemur allt í ljós,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvað áskorun felst í því að mæta þessu ungverska liði? „Þeir eru mjög hávaxnir og eins og allir vita þá erum við ekki með hæsta lið í heimi. Við erum með mikla baráttu og þeir þurfa líka að eiga við okkur. Ég myndi segja að fyrir mér að það sé meiri áskorun fyrir þá en fyrir okkur,“ sagði Jón Axel og talar þá um baráttuandann og hraðan leik íslenska liðsins. Martin Hermannsson er kominn aftur til baka í íslenska landsliðið sem styrkir íslenska liðið mikið. Kemur með nýjan anda og mikla reynslu „Loksins er hann kominn aftur og það er gott að fá hann aftur inn. Hann kemur með nýjan anda og mikla reynslu inn í þetta lið. Það hjálpar öllum í liðinu. Það er mjög gott að fá Martin aftur,“ sagði Jón Axel. Kjarni íslenska liðsins hefur haldist tiltölulega óbreyttur síðustu ár og að hlýtur að nýtast liðinu vel? „Það gefur okkur virkilega mikið. Martin er ekki búinn að vera mikið með okkur undanfarið út af meiðslum og einhverjum málum. Það gefur öllum hinum stærra hlutverk. Þegar Martin kemur aftur inn þá eru allir með meira sjálfstraust, meira traust í landsliðinu og búnir að fá þessa reynslu sem Martin hafði yfir okkur alla,“ sagði Jón Axel en hvað með möguleikana? „Nú er eiginlega bara fullkomin samsetning á liðinu en að sjálfsögðu eru einhverjir fyrir utan liðið sem eru meiddir. Ef ekki núna, hvenær þá?“ sagði Jón Axel. Fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili Það er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu í Laugardalshöllinni. „Það gerist fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili og spila fyrir framan full höll af Íslendingum. Það er lítið sem er betra en það í heiminum að spila hér heima með íslenska hjartanu og vera síðan með íslenska hjartað líka í stúkunni,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er kominn til Spánar en hvernig hefur reynslan verið hjá Alicante? „Bara mjög góð, alla vega persónulega fyrir mig. Það er mikið traust á milli mín og þjálfarans og það hefur sést á leik mínum í vetur þar sem ég hef náð að fara fram á við í öllu. Ég var bara kominn á þann stað að ég þurfti að fara ná í sjálfstraustið aftur í körfuboltanum og mér finnst ég hafa gert það þrusuvel þarna í Alicante,“ sagði Jón Axel. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jón Axel fyrir Ungverjaleik Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Jón Axel fagnar endurkomu Martins í liðinu en telur að á þessum tíma án besta körfuboltamanns landsins, hafi aðrir leikmenn náð sér í sjálfstraust og reynslu sem nýtist liðinu vel í dag nú þegar Martin er mættur í slaginn á ný. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við höfum verið að spila við Ítalíu og Tyrkland í þessum stóru keppnum undanfarið og vitum hvað bíður okkar á móti þessum öflugu liðum. Við spiluðum við Ungverjaland síðasta sumar og það gekk bara vel. Þeir eru með nýjan hóp fyrir þennan glugga þannig að þetta kemur allt í ljós,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvað áskorun felst í því að mæta þessu ungverska liði? „Þeir eru mjög hávaxnir og eins og allir vita þá erum við ekki með hæsta lið í heimi. Við erum með mikla baráttu og þeir þurfa líka að eiga við okkur. Ég myndi segja að fyrir mér að það sé meiri áskorun fyrir þá en fyrir okkur,“ sagði Jón Axel og talar þá um baráttuandann og hraðan leik íslenska liðsins. Martin Hermannsson er kominn aftur til baka í íslenska landsliðið sem styrkir íslenska liðið mikið. Kemur með nýjan anda og mikla reynslu „Loksins er hann kominn aftur og það er gott að fá hann aftur inn. Hann kemur með nýjan anda og mikla reynslu inn í þetta lið. Það hjálpar öllum í liðinu. Það er mjög gott að fá Martin aftur,“ sagði Jón Axel. Kjarni íslenska liðsins hefur haldist tiltölulega óbreyttur síðustu ár og að hlýtur að nýtast liðinu vel? „Það gefur okkur virkilega mikið. Martin er ekki búinn að vera mikið með okkur undanfarið út af meiðslum og einhverjum málum. Það gefur öllum hinum stærra hlutverk. Þegar Martin kemur aftur inn þá eru allir með meira sjálfstraust, meira traust í landsliðinu og búnir að fá þessa reynslu sem Martin hafði yfir okkur alla,“ sagði Jón Axel en hvað með möguleikana? „Nú er eiginlega bara fullkomin samsetning á liðinu en að sjálfsögðu eru einhverjir fyrir utan liðið sem eru meiddir. Ef ekki núna, hvenær þá?“ sagði Jón Axel. Fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili Það er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu í Laugardalshöllinni. „Það gerist fátt betra en að koma til Íslands á miðju tímabili og spila fyrir framan full höll af Íslendingum. Það er lítið sem er betra en það í heiminum að spila hér heima með íslenska hjartanu og vera síðan með íslenska hjartað líka í stúkunni,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er kominn til Spánar en hvernig hefur reynslan verið hjá Alicante? „Bara mjög góð, alla vega persónulega fyrir mig. Það er mikið traust á milli mín og þjálfarans og það hefur sést á leik mínum í vetur þar sem ég hef náð að fara fram á við í öllu. Ég var bara kominn á þann stað að ég þurfti að fara ná í sjálfstraustið aftur í körfuboltanum og mér finnst ég hafa gert það þrusuvel þarna í Alicante,“ sagði Jón Axel. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jón Axel fyrir Ungverjaleik
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira