Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 19:41 Donald Tusk nýkjörinn forsætisráðherra Póllands og Olaf Scholz kanslari Þýskalands segja Evrópu þurfa að stórauka hergagnaframleiðslu sína. AP/Ebrahim Norooz Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. Donald Tusk nýr forsætisráðherra Póllands heimsótti Olaf Scholz kanslara Þýskalands í gær. Báðir hvetja þeir til þess að herða á hergagnaframleiðslu ríkja Evrópusambandsins og aukins samstarfs þeirra í varnarmálum. Leiðtogarnir brugðust báðir hart við yfirlýsingum Donalds Trumps fyrrverandi forseta Bandaríkjanna um helgina, þar sem hann sagðist hvetja Rússa til að ráðast á öll ríki Evrópu sem ekki hefðu sett að minnsta kosti tvö prósent þjóðarframleiðslu sinnar til varnarmála og Bandaríkin myndu ekki verja þau mætti hann ráða. „Loforð NATO um vernd eru ótakmörkuð: Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Ég vil taka skýrt fram af eftirfarandi ástæðum: öll skrumskæling stuðnings- ábyrgðar NATO er fyrirhyggjulaus og hættuleg og er í þágu Rússa einna. Enginn getur leikið sér að eða „samið“ um öryggi Evrópu," sagði Scholz. Donald Tusk og Olaf Scholz fordæmdu ummæli Donalds Trumps fyrrverandi forseta Bandaríkjanna um varnir Evrópu og NATO.AP/Ebrahim Noroozi Forsætisráðherra Póllands sagði Pólverja vilja efla loftvarnir sínar til mikilla muna á næstu mánuðum og stórauka þyrfti framleiðslu á skotfærum í Evrópu. Ekki einungis til aðstoðar Úkraínu heldur til að auka varnarmátt Evrópu. „Þessi orð Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ættu að virka sem blaut tuska í andlit allra þeirra sem hundsa sífellt þessa stöðugu ógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Við þurfum auðvitað að standa á eigin fótum og treysta enn á fullt samstarf við Bandaríkin. En Evrópa verður að gera meira til að tryggja öryggi sitt," sagði Tusk. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir aðstoð Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu með Chuck Schumer forseta öldungadeildarinnar og Mitch McConnell leiðtoga Republikana í heimsókn sinni til Bandaríkjanna hinn 12. desember.AP/J. Scott Applewhite Bandaríska öldungadeildin samþykkti loksins í gærkvöldi frumvarp um hernaðaraðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taivan upp á 95 milljarða dollara, þar af 60 milljarða til Úkraínu.Fámennur hópur Republikana kom lengi vel í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarpið sem var að lokum samþykkt með atkvæðum Demókrata og tólf öldungardeildarþingmanna Republikana. „Það eru vissulega mörg ár, kannski áratugir síðan öldungadeildin samþykkti frumvarp sem hefur svo mikil áhrif, ekki bara á þjóðaröryggi okkar, ekki bara öryggi bandamanna okkar heldur einnig á öryggi vestrænna lýðræðisríkja," sagði Schumer. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fagnaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í daglegu kvöldávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi: „Ég þakkað Chuck Schumer forseta öldungadeildarinnar og Mitch McConnell leiðtoga Republikana í deildinni fyrir þrautseigju þeirra og siðferðislega afstöðu. Lýðræðið mun örugglega hafa sigur. Ég þakka öllum þeim 70 öldungardeildarþingmönnum sem tryggðu framgang málsins. Þetta var fyrsta skrefið, næsta skref er að koma málinu í gegnum fulltrúadeildina. Við reiknum með jákvæðri niðurstöðu,“ sagði Zelensky. Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. 13. febrúar 2024 09:06 Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. 1. febrúar 2024 22:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Donald Tusk nýr forsætisráðherra Póllands heimsótti Olaf Scholz kanslara Þýskalands í gær. Báðir hvetja þeir til þess að herða á hergagnaframleiðslu ríkja Evrópusambandsins og aukins samstarfs þeirra í varnarmálum. Leiðtogarnir brugðust báðir hart við yfirlýsingum Donalds Trumps fyrrverandi forseta Bandaríkjanna um helgina, þar sem hann sagðist hvetja Rússa til að ráðast á öll ríki Evrópu sem ekki hefðu sett að minnsta kosti tvö prósent þjóðarframleiðslu sinnar til varnarmála og Bandaríkin myndu ekki verja þau mætti hann ráða. „Loforð NATO um vernd eru ótakmörkuð: Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Ég vil taka skýrt fram af eftirfarandi ástæðum: öll skrumskæling stuðnings- ábyrgðar NATO er fyrirhyggjulaus og hættuleg og er í þágu Rússa einna. Enginn getur leikið sér að eða „samið“ um öryggi Evrópu," sagði Scholz. Donald Tusk og Olaf Scholz fordæmdu ummæli Donalds Trumps fyrrverandi forseta Bandaríkjanna um varnir Evrópu og NATO.AP/Ebrahim Noroozi Forsætisráðherra Póllands sagði Pólverja vilja efla loftvarnir sínar til mikilla muna á næstu mánuðum og stórauka þyrfti framleiðslu á skotfærum í Evrópu. Ekki einungis til aðstoðar Úkraínu heldur til að auka varnarmátt Evrópu. „Þessi orð Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ættu að virka sem blaut tuska í andlit allra þeirra sem hundsa sífellt þessa stöðugu ógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Við þurfum auðvitað að standa á eigin fótum og treysta enn á fullt samstarf við Bandaríkin. En Evrópa verður að gera meira til að tryggja öryggi sitt," sagði Tusk. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir aðstoð Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu með Chuck Schumer forseta öldungadeildarinnar og Mitch McConnell leiðtoga Republikana í heimsókn sinni til Bandaríkjanna hinn 12. desember.AP/J. Scott Applewhite Bandaríska öldungadeildin samþykkti loksins í gærkvöldi frumvarp um hernaðaraðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taivan upp á 95 milljarða dollara, þar af 60 milljarða til Úkraínu.Fámennur hópur Republikana kom lengi vel í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarpið sem var að lokum samþykkt með atkvæðum Demókrata og tólf öldungardeildarþingmanna Republikana. „Það eru vissulega mörg ár, kannski áratugir síðan öldungadeildin samþykkti frumvarp sem hefur svo mikil áhrif, ekki bara á þjóðaröryggi okkar, ekki bara öryggi bandamanna okkar heldur einnig á öryggi vestrænna lýðræðisríkja," sagði Schumer. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fagnaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í daglegu kvöldávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi: „Ég þakkað Chuck Schumer forseta öldungadeildarinnar og Mitch McConnell leiðtoga Republikana í deildinni fyrir þrautseigju þeirra og siðferðislega afstöðu. Lýðræðið mun örugglega hafa sigur. Ég þakka öllum þeim 70 öldungardeildarþingmönnum sem tryggðu framgang málsins. Þetta var fyrsta skrefið, næsta skref er að koma málinu í gegnum fulltrúadeildina. Við reiknum með jákvæðri niðurstöðu,“ sagði Zelensky.
Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. 13. febrúar 2024 09:06 Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. 1. febrúar 2024 22:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. 13. febrúar 2024 09:06
Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28
Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. 1. febrúar 2024 22:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00