Aflraunir á Suðurnesjum Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. febrúar 2024 18:00 Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. Þegar jarðhitavatnið klikkar á okkar kalda landi þá gerist tvennt: A) við lærum að meta jarðvarmaauðlindina og B) við þurfum að treysta á aðra orkugjafa til að brúa bilið þangað til nýjar pípur brúa hraun. Rafkynding Suðurnesjamenn þurfa nú að skipta yfir í rafkyndingu sem er gríðarlega aflfrek og því þarf að vanda sig svo raforkukerfið gefi sig ekki. Hvað þýðir þetta í raun og veru? Þetta þýðir að þó nóg sé af raforku á svæðinu þá geta raflínurnar í þéttbýlinu ekki flutt nógu mikið til fullhita öll hús í einu. Þessu má líkja við gatnakerfið. Það er mismikil umferð á gatnakerfinu og oftast getur gatnakerfið flutt alla bíla á milli staða. Stundum eru þó fleiri bílar á götunni en gatnakerfið þolir, eins og höfuðborgarbúar upplifa nánast viðstöðulaust á morgnana og síðdegis. Staðan núna í Reykjanesbæ og fleiri stöðum á Suðurnesjum er einfaldlega sú að orkan til upphitunar sem áður kom með heitavatnslögnum þarf nú að koma í gegnum raflínur. Þetta væri eins og ef Reykjanesbrautin myndi loka og öll umferðin þyrfti að fara í gegnum göturnar í Reykjanesbæ. Hvað myndi gerast þá?, Jú göturnar myndu stíflast og allt yrði stopp. Við þessu þyrfti að bregðast, eins og gert er nú með því að reyna dreifa álagi jafnt og minnka notkun til að umferð geti haldið áfram um raflínur bæjarins. Þess vegna er mikilvægt að fylla ekki göturnar af bílum sem hægt væri að sleppa og passa að mikilvægustu bílarnir komist áfram, í þessu tilviki tækin sem við þurfum til upphitunar húsnæðis. Samvinnuverkefni Svo við höldum áfram samlíkingunni á lokun Reykjanesbrautar og lokun Reykjanespípu, þá verður samfélagið að vinna saman að því að götur stíflist ekki og hætti alveg að virka. Þannig reynum við að fækka bílum á götunum eða í þessu tilfelli fækka tækjum sem geta stíflað raflínur. Rafmagnsofnar eru mikilvægir en þeir eru eins og risatrukkur með tengivagn á götunni þ.e. taka mikið pláss, en við þurfum að leyfa þeim að keyra um göturnar. Hvernig getum við liðkað fyrir rafmagnsofnum án þess að stífla allt kerfið, jú með því að setja ekki önnur tæki á línurnar. Sú orka sem þarf til að hita upp húsnæði er um fimmfalt meiri en þarf til almennrar raforkunotkunar og til þess að flytja mikið magn orku á sama tíma þarf sverari og aflmeiri tengingar. Algengir rafmagnsofnar taka um 2000 W, notkunin skiptir ekki öllu máli heldur plássið af afli sem þeir taka þegar notkunin á sér stað Allir verða passa að setja ekki fleiri stóra trukka á kerfið á meðan ofnar eru í gangi. Nokkur plássfrek tæki á heimilum eru t.d. þurrkarar (1000-2000W), uppþvottvélar (1200W) hraðsuðuketill 1200W), eldavélar (2000W), Air fryer (1500W), ryksuga (900W) Straujárn (1000W). Með öðrum orðum þá má ekki setja öll þessi aflfreku tæki af stað í einu á línurnar alveg eins og við getum ekki sett alla þessa trukka í einu á göturnar. Eitt í einu Mikilvægast af öllu er að kveikja ekki á þessum græjum í einu því þá verður stífla og kerfið hrynur. Það verður því að slökkva á ofninum þegar eldað er, ekki elda þegar uppþvottvél er ræst og ekki fá sér te úr hraðsuðukatli ef annað er í gangi o.s.frv. Svo er mikilvægt líka að taka „smábíla“ úr kerfinu eins og að hafa fáar ljósaperur í gangi í einu og bara LED perur o.s.frv. Rafmagnskyndingin hefur forgang en þegar það þarf að elda eða þvo þá þarf að slökkva á honum á meðan, bara eitt rafmagnsverkefni í gangi í einu. Á meðan verktakar vinna þrekvirki við að tengja nýja lögn við afar krefjandi aðstæður þá er mikilvægt að íbúar Suðurnesja styðji við þá vinnu með skynsamlegri orkunotkun, Áfram Reykjanes! Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Náttúruhamfarir Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. Þegar jarðhitavatnið klikkar á okkar kalda landi þá gerist tvennt: A) við lærum að meta jarðvarmaauðlindina og B) við þurfum að treysta á aðra orkugjafa til að brúa bilið þangað til nýjar pípur brúa hraun. Rafkynding Suðurnesjamenn þurfa nú að skipta yfir í rafkyndingu sem er gríðarlega aflfrek og því þarf að vanda sig svo raforkukerfið gefi sig ekki. Hvað þýðir þetta í raun og veru? Þetta þýðir að þó nóg sé af raforku á svæðinu þá geta raflínurnar í þéttbýlinu ekki flutt nógu mikið til fullhita öll hús í einu. Þessu má líkja við gatnakerfið. Það er mismikil umferð á gatnakerfinu og oftast getur gatnakerfið flutt alla bíla á milli staða. Stundum eru þó fleiri bílar á götunni en gatnakerfið þolir, eins og höfuðborgarbúar upplifa nánast viðstöðulaust á morgnana og síðdegis. Staðan núna í Reykjanesbæ og fleiri stöðum á Suðurnesjum er einfaldlega sú að orkan til upphitunar sem áður kom með heitavatnslögnum þarf nú að koma í gegnum raflínur. Þetta væri eins og ef Reykjanesbrautin myndi loka og öll umferðin þyrfti að fara í gegnum göturnar í Reykjanesbæ. Hvað myndi gerast þá?, Jú göturnar myndu stíflast og allt yrði stopp. Við þessu þyrfti að bregðast, eins og gert er nú með því að reyna dreifa álagi jafnt og minnka notkun til að umferð geti haldið áfram um raflínur bæjarins. Þess vegna er mikilvægt að fylla ekki göturnar af bílum sem hægt væri að sleppa og passa að mikilvægustu bílarnir komist áfram, í þessu tilviki tækin sem við þurfum til upphitunar húsnæðis. Samvinnuverkefni Svo við höldum áfram samlíkingunni á lokun Reykjanesbrautar og lokun Reykjanespípu, þá verður samfélagið að vinna saman að því að götur stíflist ekki og hætti alveg að virka. Þannig reynum við að fækka bílum á götunum eða í þessu tilfelli fækka tækjum sem geta stíflað raflínur. Rafmagnsofnar eru mikilvægir en þeir eru eins og risatrukkur með tengivagn á götunni þ.e. taka mikið pláss, en við þurfum að leyfa þeim að keyra um göturnar. Hvernig getum við liðkað fyrir rafmagnsofnum án þess að stífla allt kerfið, jú með því að setja ekki önnur tæki á línurnar. Sú orka sem þarf til að hita upp húsnæði er um fimmfalt meiri en þarf til almennrar raforkunotkunar og til þess að flytja mikið magn orku á sama tíma þarf sverari og aflmeiri tengingar. Algengir rafmagnsofnar taka um 2000 W, notkunin skiptir ekki öllu máli heldur plássið af afli sem þeir taka þegar notkunin á sér stað Allir verða passa að setja ekki fleiri stóra trukka á kerfið á meðan ofnar eru í gangi. Nokkur plássfrek tæki á heimilum eru t.d. þurrkarar (1000-2000W), uppþvottvélar (1200W) hraðsuðuketill 1200W), eldavélar (2000W), Air fryer (1500W), ryksuga (900W) Straujárn (1000W). Með öðrum orðum þá má ekki setja öll þessi aflfreku tæki af stað í einu á línurnar alveg eins og við getum ekki sett alla þessa trukka í einu á göturnar. Eitt í einu Mikilvægast af öllu er að kveikja ekki á þessum græjum í einu því þá verður stífla og kerfið hrynur. Það verður því að slökkva á ofninum þegar eldað er, ekki elda þegar uppþvottvél er ræst og ekki fá sér te úr hraðsuðukatli ef annað er í gangi o.s.frv. Svo er mikilvægt líka að taka „smábíla“ úr kerfinu eins og að hafa fáar ljósaperur í gangi í einu og bara LED perur o.s.frv. Rafmagnskyndingin hefur forgang en þegar það þarf að elda eða þvo þá þarf að slökkva á honum á meðan, bara eitt rafmagnsverkefni í gangi í einu. Á meðan verktakar vinna þrekvirki við að tengja nýja lögn við afar krefjandi aðstæður þá er mikilvægt að íbúar Suðurnesja styðji við þá vinnu með skynsamlegri orkunotkun, Áfram Reykjanes! Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun