Vildi spila í Keflavík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“ Aron Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2024 18:00 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfubolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Keflavík færðan til Reykjavíkur eða spilaðan í Keflavík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykjavík í morgun en nokkrum klukkustundum síðar var leiknum frestað um óákveðinn tíma. Leikmenn körfuknattleiksliðs Hattar frá Egilsstöðum voru mættir til Reykjavíkur í morgun þegar að leik liðsins við Keflavík, sem fara átti fram í Keflavík í kvöld, var frestað sökum heitavatnsskorts á Suðurnesjum sem rekja má til eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga sem hófst í morgun. Leik Keflavíkur og Hattar, sem og leik Njarðvíkur og Breiðabliks, var frestað en í samtali við Vísi sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ að ákvörðunin væri tekin með það til hliðsjónar að kalt yrði í íþróttahúsunum suður með sjó sem hýsa áttu leikina í kvöld og að enginn kæmist í sturtu eftir leik. Viðar Örn, þjálfari Hattar, segir klárlega um fýluferð að ræða fyrir sitt lið sem hafði tekið létta æfingu á Egilsstöðum í morgun áður en haldið var til Reykjavíkur flugleiðis og voru liðsmenn Hattar lentir í Reykjavík fyrir hádegi. Nokkru síðar var leikurinn blásinn af og segir Viðar um að ræða aðstæður sem erfitt sé að ráða við. Hins vegar hefði hann viljað sjá leikinn færðan til Reykjavíkur eða spila bara í Keflavík fremur en að honum yrði frestað. „Já klárlega. Við hefðum viljað að leikurinn yrði spilaður einhvers staðar hérna í höfuðborginni eða spila bara í Keflavík. Það verður varla orðið það kalt þarna upp úr klukkan sjö í kvöld að það sé ekki hægt að spila þar. Menn geta svo bara farið í sturtu annars staðar. „Alltaf eins og menn komi af fjöllum“ Um töluverðan sokkinn kostnað er að ræða fyrir körfuknattleiksdeild Hattar en Viðar telur að hver ferð liðsins hingað suður eftir kosti um hálfa milljón íslenskra króna. „Langoftast er þetta hópur tólf leikmanna og nokkurra þjálfara til viðbótar sem koma með í hverja ferð. Við höfum hins vegar verið að glíma við meiðslavandræði og erum því eins og í þessari ferð ekki með hóp sem telur nema þrettán manns í heildina af leikmönnum og þjálfurum.“ Það er því alveg töluverður kostnaður sem fylgir því að flytja liðið á milli landshluta? „Já. Ég er nú ekki með nákvæma tölu á þessu en ein svona ferð er líklegast að kosta okkur um hálfa milljón króna. Það er bara eitthvað sem við búum við en þegar að það er búin að vera svona eldgosahrina í gangi mættu menn nú alveg vera búnir að setja upp einhver aðgerðarplön fyrir fram. Því á næstu árum gæti þetta nú vera búið að gerast oftar en einu sinni. Það er alltaf eins og menn komi af fjöllum þegar að eitthvað svona gerist. Einhver svona kostnaður hlýtur bara að falla á körfuknattleikssambandið. Það er ekki okkar vandamál að andstæðingur okkar hafi ekki heimavöll til þess að spila á þegar að við erum mættir til leiks. Liðsmenn Hattar eiga ekki flug heim til Egilsstaða fyrr en í fyrramálið og ætla þeir að reyna gera gott úr ferðinni úr því sem komið er. „Við ætlum að eiga góða stund saman á Shake & pizza í kvöld, fara í keilu og reyna nýta þessa ferð í eitthvað sem getur eflt liðið okkar.“ Subway-deild karla Höttur Keflavík ÍF Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Leikmenn körfuknattleiksliðs Hattar frá Egilsstöðum voru mættir til Reykjavíkur í morgun þegar að leik liðsins við Keflavík, sem fara átti fram í Keflavík í kvöld, var frestað sökum heitavatnsskorts á Suðurnesjum sem rekja má til eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga sem hófst í morgun. Leik Keflavíkur og Hattar, sem og leik Njarðvíkur og Breiðabliks, var frestað en í samtali við Vísi sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ að ákvörðunin væri tekin með það til hliðsjónar að kalt yrði í íþróttahúsunum suður með sjó sem hýsa áttu leikina í kvöld og að enginn kæmist í sturtu eftir leik. Viðar Örn, þjálfari Hattar, segir klárlega um fýluferð að ræða fyrir sitt lið sem hafði tekið létta æfingu á Egilsstöðum í morgun áður en haldið var til Reykjavíkur flugleiðis og voru liðsmenn Hattar lentir í Reykjavík fyrir hádegi. Nokkru síðar var leikurinn blásinn af og segir Viðar um að ræða aðstæður sem erfitt sé að ráða við. Hins vegar hefði hann viljað sjá leikinn færðan til Reykjavíkur eða spila bara í Keflavík fremur en að honum yrði frestað. „Já klárlega. Við hefðum viljað að leikurinn yrði spilaður einhvers staðar hérna í höfuðborginni eða spila bara í Keflavík. Það verður varla orðið það kalt þarna upp úr klukkan sjö í kvöld að það sé ekki hægt að spila þar. Menn geta svo bara farið í sturtu annars staðar. „Alltaf eins og menn komi af fjöllum“ Um töluverðan sokkinn kostnað er að ræða fyrir körfuknattleiksdeild Hattar en Viðar telur að hver ferð liðsins hingað suður eftir kosti um hálfa milljón íslenskra króna. „Langoftast er þetta hópur tólf leikmanna og nokkurra þjálfara til viðbótar sem koma með í hverja ferð. Við höfum hins vegar verið að glíma við meiðslavandræði og erum því eins og í þessari ferð ekki með hóp sem telur nema þrettán manns í heildina af leikmönnum og þjálfurum.“ Það er því alveg töluverður kostnaður sem fylgir því að flytja liðið á milli landshluta? „Já. Ég er nú ekki með nákvæma tölu á þessu en ein svona ferð er líklegast að kosta okkur um hálfa milljón króna. Það er bara eitthvað sem við búum við en þegar að það er búin að vera svona eldgosahrina í gangi mættu menn nú alveg vera búnir að setja upp einhver aðgerðarplön fyrir fram. Því á næstu árum gæti þetta nú vera búið að gerast oftar en einu sinni. Það er alltaf eins og menn komi af fjöllum þegar að eitthvað svona gerist. Einhver svona kostnaður hlýtur bara að falla á körfuknattleikssambandið. Það er ekki okkar vandamál að andstæðingur okkar hafi ekki heimavöll til þess að spila á þegar að við erum mættir til leiks. Liðsmenn Hattar eiga ekki flug heim til Egilsstaða fyrr en í fyrramálið og ætla þeir að reyna gera gott úr ferðinni úr því sem komið er. „Við ætlum að eiga góða stund saman á Shake & pizza í kvöld, fara í keilu og reyna nýta þessa ferð í eitthvað sem getur eflt liðið okkar.“
Subway-deild karla Höttur Keflavík ÍF Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira