Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2024 15:25 Donald Trump, fyrrverandi forseti, heldur því fram að ekki sé hægt að ákæra hann fyrir meint brot sem hann framdi í embætti forseta eða eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. AP/Susan Walsh Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. Trump stendur frammi fyrir fjórum ákærum sem snúa meðal annars að tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump og lögmenn hans hafa haldið því fram að sem fyrrverandi forseti njóti hann friðhelgi frá ákærum. Starfsreglur dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segja til um að ekki sé hægt að ákæra starfandi forseta en Trump-liðar segja það einnig gilda eftir að forsetar hætta í embætti. Því var dómarinn Tanya S. Chutkan ekki sammála. Hún sagði í desember að það að hafa setið í embætti forseta veitti manni ekki leyfi til lífstíðar til að brjóta af sér. Nú hefur áðurnefndur áfrýjunardómstóll komist að sömu niðurstöðu. Þrír dómarar komu að ákvörðuninni og voru þeir allir sammála um að Trump nyti ekki friðhelgi. Í úrskurði þeirra segir að Trump sé nú óbreyttur borgari og njóti ekki þeirrar verndar sem forsetaembættið veitti honum. Ekki sé hægt að samþykkja þá kröfu að forsetar njóti frelsis til að fremja þá glæpi sem þeim sýnist. Ekki sé heldur hægt að sættast við að forseti geti brotið á atkvæðarétti fólks og rétti fólks á því að atkvæði þeirra séu talin. Meðal þess sem dómararnir spurðu lögmann Trumps þegar málið var tekið fyrir var hvort hann teldi forseta geti látið sérsveitarmenn myrða pólitískan andstæðing og sleppa við ákærur vegna friðhelgi forsetaembættisins. Því svaraði lögmaðurinn játandi. Áður en hægt yrði að ákæra hann þyrfti þingið að ákæra forsetann fyrir embættisbrot og víkja honum úr embætti. Áhugasamir geta kynnt sér úrskurðinn frekar hér. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Endar líklega fyrir hæstarétti Forsetinn fyrrverandi leggur mikið kapp á að fresta öllum málaferlum þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Réttarhöldin í máli sem snýst um árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og tilraun Trumps til að snúa úrslitum kosningan áttu að hefjast í mars en hefur verið frestað á meðan spurningum um mögulega friðhelgi Trumps er svarað. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, leitaði í lok síðasta árs til Hæstaréttar Bandaríkjanna og bað dómara um að taka fljótt til skoðunar hvort Trump nyti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Þeirri beiðni var hafnað og hefur málið því þurft að fara hið hefðbundna áfrýjunarferli. Eins og áður segir fer málið að öllum líkindum á endanum fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. Þingmenn Demókrataflokksins hafa krafist þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að því máli. Eiginkona hans tók virkan þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum kosninganna. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38 Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07 Trump gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir dala Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna verður gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir bandaríkjadala í fyrir ærumeiðingar sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. 26. janúar 2024 22:57 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Trump stendur frammi fyrir fjórum ákærum sem snúa meðal annars að tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump og lögmenn hans hafa haldið því fram að sem fyrrverandi forseti njóti hann friðhelgi frá ákærum. Starfsreglur dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segja til um að ekki sé hægt að ákæra starfandi forseta en Trump-liðar segja það einnig gilda eftir að forsetar hætta í embætti. Því var dómarinn Tanya S. Chutkan ekki sammála. Hún sagði í desember að það að hafa setið í embætti forseta veitti manni ekki leyfi til lífstíðar til að brjóta af sér. Nú hefur áðurnefndur áfrýjunardómstóll komist að sömu niðurstöðu. Þrír dómarar komu að ákvörðuninni og voru þeir allir sammála um að Trump nyti ekki friðhelgi. Í úrskurði þeirra segir að Trump sé nú óbreyttur borgari og njóti ekki þeirrar verndar sem forsetaembættið veitti honum. Ekki sé hægt að samþykkja þá kröfu að forsetar njóti frelsis til að fremja þá glæpi sem þeim sýnist. Ekki sé heldur hægt að sættast við að forseti geti brotið á atkvæðarétti fólks og rétti fólks á því að atkvæði þeirra séu talin. Meðal þess sem dómararnir spurðu lögmann Trumps þegar málið var tekið fyrir var hvort hann teldi forseta geti látið sérsveitarmenn myrða pólitískan andstæðing og sleppa við ákærur vegna friðhelgi forsetaembættisins. Því svaraði lögmaðurinn játandi. Áður en hægt yrði að ákæra hann þyrfti þingið að ákæra forsetann fyrir embættisbrot og víkja honum úr embætti. Áhugasamir geta kynnt sér úrskurðinn frekar hér. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Endar líklega fyrir hæstarétti Forsetinn fyrrverandi leggur mikið kapp á að fresta öllum málaferlum þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Réttarhöldin í máli sem snýst um árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og tilraun Trumps til að snúa úrslitum kosningan áttu að hefjast í mars en hefur verið frestað á meðan spurningum um mögulega friðhelgi Trumps er svarað. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, leitaði í lok síðasta árs til Hæstaréttar Bandaríkjanna og bað dómara um að taka fljótt til skoðunar hvort Trump nyti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Þeirri beiðni var hafnað og hefur málið því þurft að fara hið hefðbundna áfrýjunarferli. Eins og áður segir fer málið að öllum líkindum á endanum fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. Þingmenn Demókrataflokksins hafa krafist þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að því máli. Eiginkona hans tók virkan þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum kosninganna.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38 Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07 Trump gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir dala Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna verður gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir bandaríkjadala í fyrir ærumeiðingar sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. 26. janúar 2024 22:57 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38
Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07
Trump gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir dala Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna verður gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir bandaríkjadala í fyrir ærumeiðingar sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. 26. janúar 2024 22:57
Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54