Írskur þjóðernissinni forsætisráðherra Norður-Írlands í fyrsta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 18:44 O'Neill ávarpar þingið eftir að hún tók við embætti forsætisráðherra Norður-Írlands í dag. AP Michelle O'Neill, þingkona Sinn Féin, skráði sig í sögubækurnar þegar hún tók við embætti sem forsætisráðherra Norður-Írlands þegar þing kom saman í dag eftir tveggja ára sniðgöngu sameiningarsinna. Michelle O'Neill sem er varaforseti Sinn Féin, flokks írskra lýðveldissinna og sósíaldemókrata, var tilnefnd í dag sem forsætisráðherra í ríkisstjórn Norður-Írlands. Hún er þrettándi forsætisráðherra landsins en sá fyrsti úr röðum Sinn Féin. „Dagar annars flokks ríkisborgararéttar eru löngu liðnir. Dagurinn í dag staðfestir að við ætlum aldrei að snúa aftur til baka,“ sagði O'Neill þegar hún tók við embættinu. „Sem írskur lýðveldissinni heiti ég samstarfi og raunverulegri heiðarlegri viðleitni með þessum kollegum sem eru breskir bandalagssinnar og þykir vænt um konungsríki Bretlands. Þetta er þing fyrir alla, kaþólikka, mótmælendatrúar og utankirkjumenn,“ sagði hún einnig. Þingið ekki starfað í tvö ár Ríkisstjórn Norður-Íra byggir á Friðarsamkomulagi föstudagsins langa (e. Good Friday Peace Accors) sem var handsalað árið 1998 eftir þrjátíu ára átök sem hafa verið kölluð Vandræðin (e. The Troubles). Samkomulagið deilir valdi milli tveggja stærstu stjórnmálahópa landsins, breskra bandalagssinna sem vilja vera áfram í Sameinuðu konungsríki Stóra-Bretlands og írskra þjóðernissinna sem vilja sameinast Írlandi. Hvorugur hópurinn getur stjórnað án samþykkis hins og undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin verið óstarfhæf eftir að DUP, bandalagssinnaðir demókratar, sniðgengu þingið til að mótmæla verslunarmálum tengdum Brexit. O'Neill mun deila völdum í tveggja manna stjórn með Emmu Little-Pengally úr flokki DUP sem tekur embætti sem staðgengill forsætisráðherra. Þær eru jafnvaldamiklar en O'Neill ber virtari titil eftir að Sinn Féin fékk flest þingsæti í kosningunum 2022. Norður-Írland Bretland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Michelle O'Neill sem er varaforseti Sinn Féin, flokks írskra lýðveldissinna og sósíaldemókrata, var tilnefnd í dag sem forsætisráðherra í ríkisstjórn Norður-Írlands. Hún er þrettándi forsætisráðherra landsins en sá fyrsti úr röðum Sinn Féin. „Dagar annars flokks ríkisborgararéttar eru löngu liðnir. Dagurinn í dag staðfestir að við ætlum aldrei að snúa aftur til baka,“ sagði O'Neill þegar hún tók við embættinu. „Sem írskur lýðveldissinni heiti ég samstarfi og raunverulegri heiðarlegri viðleitni með þessum kollegum sem eru breskir bandalagssinnar og þykir vænt um konungsríki Bretlands. Þetta er þing fyrir alla, kaþólikka, mótmælendatrúar og utankirkjumenn,“ sagði hún einnig. Þingið ekki starfað í tvö ár Ríkisstjórn Norður-Íra byggir á Friðarsamkomulagi föstudagsins langa (e. Good Friday Peace Accors) sem var handsalað árið 1998 eftir þrjátíu ára átök sem hafa verið kölluð Vandræðin (e. The Troubles). Samkomulagið deilir valdi milli tveggja stærstu stjórnmálahópa landsins, breskra bandalagssinna sem vilja vera áfram í Sameinuðu konungsríki Stóra-Bretlands og írskra þjóðernissinna sem vilja sameinast Írlandi. Hvorugur hópurinn getur stjórnað án samþykkis hins og undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin verið óstarfhæf eftir að DUP, bandalagssinnaðir demókratar, sniðgengu þingið til að mótmæla verslunarmálum tengdum Brexit. O'Neill mun deila völdum í tveggja manna stjórn með Emmu Little-Pengally úr flokki DUP sem tekur embætti sem staðgengill forsætisráðherra. Þær eru jafnvaldamiklar en O'Neill ber virtari titil eftir að Sinn Féin fékk flest þingsæti í kosningunum 2022.
Norður-Írland Bretland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira