Sony Portal: Spilað þegar einhver stelur sjónvarpinu Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2024 08:31 Kratos og valkyrja á góðri stund. Vísir/Sammi Sony gaf í lok síðasta árs út græjuna PlayStation Portal, sem gerir eigendum PlayStation 5 kleift að streyma tölvuleikjum úr tölvunni, hvar sem þeir eru staddir. Til að mynda er hægt að spila leiki sem búið er að setja upp í tölvunni á meðan aðrir horfa á sjónvarpið. Það eina sem þarf er nettenging og helst fína nettengingu. Einnig er hægt að taka bara einn aukaleik upp í rúmi, áður en maður fer að sofa. Skoooo. Svo maður skrifi hreint út það sem við erum öll að hugsa, þá hef ég augljóslega líka prófað Portal á dollunni. Sem var bara fínt. Ég tók Portal einnig með mér í vinnunna, þar sem ég gat notað tækið til að kveikja á tölvunni heima og spila God of War í nokkrar mínútur. Ég gerði það sama þegar ég passaði fyrir systur mína á dögunum. Það virkaði einnig fínt. Virkar merkilega vel Þetta er ekki lítil leikjatölva, eins og PSP var um árið, heldur notar tækið PS5 tölvur og streymir leikjunum úr þeim. PlayStation hefur lengi boðið notendum svokallað Remote Play, og það hefur verið hægt að streyma leikjum í önnur tæki eins og síma, fartölvur og aðrar græjur um nokkuð skeið. Portal er tilraun Sony til að fullkomna þennan fítus og svei mér þá ef þau fara ekki langleiðina með það. Þetta virkar allvavega mjög vel. Skjárinn er átta tommur að stærð, LCD skjár í fullri hágæðaupplausn eða getur keyrt sextíu ramma á sekúndu í 1080p upplausn. Hann er góður og rafhlöðuendingin er það sömuleiðis, sem er það mikilvægasta þegar kemur að svona græjum. Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart er hve lítið lagg er í Portal, sérstaklega þegar maður er að spila heima. Ég prófaði meðal annars að spila Valhalla, aukapakka God of War 2 með Portal fjarstýringunni en sitjandi fyrir framan tölvuskjáinn og horfa á hann en ekki skjáinn á Portal. Það var lítil sem engin töf sem ég varð var við, þó ég væri að stýra leiknum með fjarstýringu í gegnum Remote Play. Ég er með PS5 tölvuna mína snúrutengda við netbeininn minn og hef lesið að tvöfalt WiFi skili laggi. Það er að segja að ef leikjatölvan og Portal eru bæði á þráðlausu neti, geti leikirnir laggað. Portal er þó með fimmtu kynslóð WiFi tækni, sem kom fyrst út árið 2013, sem er hálf skrítið. Sjötta kynslóðin leit dagsins ljóst árið 2019 og sú sjöunda kemur líklega á þessu ári. Eðli málsins samkvæmt bíður sjötta kynslóðin upp á betri og hraðari tengingu en sú fimmta og þykir mér þetta undarleg ákvörðun. Annar galli er að Portal gerir bókstaflega ekkert annað en að leyfa manni að streyma leiki úr PS5 tölvu. Það að Portal sjálf komist ekki á netið er þó nokkuð pirrandi galli þegar kemur að því að taka tölvuna með í bílinn eða á annarskonar ferðalag. Það virkar ekki þar sem nettengingu þarf til. Þá er einnig galli að Portal býður ekki upp á Bluetooth tengingu við heyrnartól. Maður verður að vera með mini-jack tengi á heyrnartólum eða nota nýju Pulse Explore-heyrnartólin frá Sony. Ný fjarstýring Sony gaf einnig nýverið út nýja fjarstýringu sem er hönnuð fyrir fólk sem á af einhverjum ástæðum erfitt með að nota hefðbundnar fjarstýringar Sony. Þessi fjarstýring kallast PlayStation Access og er hún nokkuð merkileg. Hægt er að sníða fjarstýringuna að miklu leyti eftir því hvað notendur vilja gera og stilla hvað hver takki gerir. Þá er einnig hægt að búa til þrjá mismunandi prófíla, sem gera mismunandi notendum auðvelt að sníða eina fjarstýringu eftir þeirra þörfum. Ég hef átt nokkuð erfitt með að muna hvernig þessir takkar virka þar sem ég hef verið að nota hinar hefðbundnu fjarstýrinar frá tímum fyrstu PlayStation tölvunnar. Ég get samt ímyndað mér að þessi fjarstýrin geti reynst fólki vel en hægt er að nota þær með hefðbundnum fjarstýringum. Sony Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Það eina sem þarf er nettenging og helst fína nettengingu. Einnig er hægt að taka bara einn aukaleik upp í rúmi, áður en maður fer að sofa. Skoooo. Svo maður skrifi hreint út það sem við erum öll að hugsa, þá hef ég augljóslega líka prófað Portal á dollunni. Sem var bara fínt. Ég tók Portal einnig með mér í vinnunna, þar sem ég gat notað tækið til að kveikja á tölvunni heima og spila God of War í nokkrar mínútur. Ég gerði það sama þegar ég passaði fyrir systur mína á dögunum. Það virkaði einnig fínt. Virkar merkilega vel Þetta er ekki lítil leikjatölva, eins og PSP var um árið, heldur notar tækið PS5 tölvur og streymir leikjunum úr þeim. PlayStation hefur lengi boðið notendum svokallað Remote Play, og það hefur verið hægt að streyma leikjum í önnur tæki eins og síma, fartölvur og aðrar græjur um nokkuð skeið. Portal er tilraun Sony til að fullkomna þennan fítus og svei mér þá ef þau fara ekki langleiðina með það. Þetta virkar allvavega mjög vel. Skjárinn er átta tommur að stærð, LCD skjár í fullri hágæðaupplausn eða getur keyrt sextíu ramma á sekúndu í 1080p upplausn. Hann er góður og rafhlöðuendingin er það sömuleiðis, sem er það mikilvægasta þegar kemur að svona græjum. Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart er hve lítið lagg er í Portal, sérstaklega þegar maður er að spila heima. Ég prófaði meðal annars að spila Valhalla, aukapakka God of War 2 með Portal fjarstýringunni en sitjandi fyrir framan tölvuskjáinn og horfa á hann en ekki skjáinn á Portal. Það var lítil sem engin töf sem ég varð var við, þó ég væri að stýra leiknum með fjarstýringu í gegnum Remote Play. Ég er með PS5 tölvuna mína snúrutengda við netbeininn minn og hef lesið að tvöfalt WiFi skili laggi. Það er að segja að ef leikjatölvan og Portal eru bæði á þráðlausu neti, geti leikirnir laggað. Portal er þó með fimmtu kynslóð WiFi tækni, sem kom fyrst út árið 2013, sem er hálf skrítið. Sjötta kynslóðin leit dagsins ljóst árið 2019 og sú sjöunda kemur líklega á þessu ári. Eðli málsins samkvæmt bíður sjötta kynslóðin upp á betri og hraðari tengingu en sú fimmta og þykir mér þetta undarleg ákvörðun. Annar galli er að Portal gerir bókstaflega ekkert annað en að leyfa manni að streyma leiki úr PS5 tölvu. Það að Portal sjálf komist ekki á netið er þó nokkuð pirrandi galli þegar kemur að því að taka tölvuna með í bílinn eða á annarskonar ferðalag. Það virkar ekki þar sem nettengingu þarf til. Þá er einnig galli að Portal býður ekki upp á Bluetooth tengingu við heyrnartól. Maður verður að vera með mini-jack tengi á heyrnartólum eða nota nýju Pulse Explore-heyrnartólin frá Sony. Ný fjarstýring Sony gaf einnig nýverið út nýja fjarstýringu sem er hönnuð fyrir fólk sem á af einhverjum ástæðum erfitt með að nota hefðbundnar fjarstýringar Sony. Þessi fjarstýring kallast PlayStation Access og er hún nokkuð merkileg. Hægt er að sníða fjarstýringuna að miklu leyti eftir því hvað notendur vilja gera og stilla hvað hver takki gerir. Þá er einnig hægt að búa til þrjá mismunandi prófíla, sem gera mismunandi notendum auðvelt að sníða eina fjarstýringu eftir þeirra þörfum. Ég hef átt nokkuð erfitt með að muna hvernig þessir takkar virka þar sem ég hef verið að nota hinar hefðbundnu fjarstýrinar frá tímum fyrstu PlayStation tölvunnar. Ég get samt ímyndað mér að þessi fjarstýrin geti reynst fólki vel en hægt er að nota þær með hefðbundnum fjarstýringum.
Sony Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira